Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Risavaxnir frændur fíla bjuggu nyrst á Grænlandi fyrir aðeins tveim milljónum ára

DNA-rann­sókn­ir danskra vís­inda­manna í kaldri eyði­mörk nyrst á Græn­landi skila óvænt­um nið­ur­stöð­um

Risavaxnir frændur fíla bjuggu nyrst á Grænlandi fyrir aðeins tveim milljónum ára
Svona var umhorfs á Grænlandi fyrir tveim milljónum ára þar sem nú er nær gróðurvana eyðimörk.

Þriggja metra hár skögultanni eða mastódon óð út í mýrina til að reyna að svala sér í kæfandi hitanum. Hjarðir af stórvöxnum hjartardýrum sem voru að slökkva þorstann hrukku frá og geðvondur svanur gargaði illskulega að öslandi ranadýrinu. Loks hóf hann sig til flugs og leitaði skjóls undir háum laufríkum trjám í skóginum sem náði niður að mýrarflákunum hinum megin.

Þetta gerðist á Kaupmannahafnarhöfða — ekki alveg nýlega.

Kaupmannahafnarhöfði er vel að merkja hvergi nærri Kaupmannahöfn. Frá dönsku höfuðborginni eru 3.200 kílómetrar að höfðanum og næstum því beint í norður. Kaupmannahafnarhöfði er sem sé nyrst á Grænlandi.

Þar er stórt svæði sem yfirleitt er kallað einu nafni Peary-land og hefur þá sérstöðu — miðað við stærstan hluta Grænlands — að vera ekki hulið ís.

Landslagið þar sem mastódónar réðu áður ríkjum lítur nú svona út.Þetta er litmynd, ekki svarthvít.

Þar ríkir þó yfirleitt kuldi eins og annars staðar á Grænlandi. Veturinn er tíu mánaða langur og frostið getur orðið 30-40 gráður. Úrkoma er hins vegar svo lítil og raki svo lítill í lofti að þar myndast ekki snjór. Svæðið er svo til alveg gróðurvana, jafnt firðir, fjöll og dalir. Landið er nær allt gráleitt og dautt.

Vetrarblóm, Saxifraga oppositifolialifir í þurrum kulda norðausturodda Grænlands. Ekkert blóm vex norðar og ekkert blóm hefur fundist hærra uppi, en það var í Ölpunum.

Þó er þarna líf. Um það bil fimm prósent svæðisins er vaxið gróðri þótt ekki sé hann gróskumikill. Gróðurinn er mestur upp af Jørgen Brønlunds firði sem gengur inn úr stórum firði sem kallast upp á ensku Independence-fjörður.

Og á þessum litla gróðri lifa furðu mörg dýr: læmingjar, heimskautahérar og jafnvel hin stóru sauðnaut.

Melasól, eða Papaver radicatumfinnst líka á fáeinum stöðum á Peary-landi.

Og svo rándýr — þar býr heimskautarefurinn, Grænlandsúlfurinn sést þarna enn (einhverjir af þessum 200 sem taldir eru skrimta á Grænlandi) og ísbirnir eiga stundum leið um.

En skögultanninn? Svanirnir? Hjartardýrin? Hvar er mýrin? Hvar eru trén?

Jú, þetta er þarna allt saman á Kaupmannahafnarhöfða.

Eða réttara sagt leifarnar af þessu.

Þær eru oní þurri jörðinni.

Því sú sena sem ég dró upp í byrjun, hún gerðist nefnilega fyrir tveimur milljónum ára.

Það var fyrir misseri síðan að Kurt Kjær og margir fleiri vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla kynntu þá niðurstöðu að þarna hefðu búið skögultannar eða mastódonar. Þeir eru ranadýr og býsna fjarskyldir ættingjar fíla (25 milljónir síðan tegundirnar skildust að) þótt útlit þeirra sé næsta svipað.

Svona stórir voru sköltannarnir sem bjuggu á Grænlandi.

Menn vissu fyrr að skögultannar hefðu búið í Norður-Ameríku og ráfað um svæðin sem nú eru miðbik Bandaríkjanna og Kanada. En að þeir hefðu þarna, svo norðarlega, á nyrstu oddum Grænlands, það hafði engum dottið í hug.

Frá Peary-landi að norðurheimskautinu eru ekki nema 700 kílómetrar.

Hið þurra loft og enn þurrari jörð á svæðinu hafa valdið því að DNA úr lífverum varðveitist mun lengur þarna en eiginlega alls staðar annars staðar. Eftir miklar rannsóknir varð niðurstaða Kjærs sem sé þessi:

Fyrir tveim milljónum ára var meðalhiti á svæðinu nærri 20 gráðum hærri en nú er.

Peary-land er alveg nyrst á Grænlandi.

Og þar var gróðursælt mjög og þar uxu há birkitré og mikið af víði og þarna óx þinur og meira að segja sedrusviður. Og dýralíf var fjölbreytt, samanber skögultannana stóru sem ösluðu um mýrar og skóga.

En ekki löngu eftir þetta fór að kólna á Grænlandi.

Og víðast hvar um heiminn, einkum á pólsvæðum.

Ísöldin boðaði komu sína.

Og jöklarnir lögðust af ofurþunga yfir leifar af því fjölbreytta jurta- og dýralífi sem hafði í milljónir ára ráðið ríkjum á Grænlandi.

En á Peary-landi og nánasta nágrenni þar sem skraufþurr en köld eyðimörk kom í stað mýra og skóga og gróðurfláka, þar var og er enn hægt að nálgast þessar merkilegu leifar og merki um horfinn heim. 

Eske Willersleg og Kurt Kjær grafa í eyðimörkinaí leit að lífssýnum tveggja milljón ára gömlum.
Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár