Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

KSÍ heyrði fyrst af máli Alberts í júlí – „Á þessum tíma var þetta orðrómur“

Starfs­fólki KSÍ barst í sum­ar orð­róm­ur um meint brot Al­berts Guð­munds­son­ar lands­liðs­manns og var stjórn fé­lags­ins til­kynnt um það án þess að hann væri nafn­greind­ur. Ljóst er að verk­ferl­ar inn­an KSÍ þeg­ar kem­ur að meint­um of­beld­is­brot­um leik­manna hafa ver­ið tekn­ir til gagn­gerr­ar end­ur­skoð­un­ar síð­an Guðni Bergs­son þurfti að segja af sér sem formað­ur KSÍ eft­ir að hafa log­ið vegna slíkra mála. Vanda Sig­ur­geirs­dótt­ir vill ekki ræða hvort end­ur­tekn­ar kær­ur vegna kyn­ferð­is­brota gegn lands­liðs­mönn­um hafi nei­kvæð áhrif á ímynd þess.

KSÍ heyrði fyrst af máli Alberts í júlí – „Á þessum tíma var þetta orðrómur“
Ólík viðbrögð vegna ásakana um kynferðisbrot Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson sem hefur verið kærður, Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ og Guðni Bergsson fyrrverandi formaður. Mynd: Heimildin Tómas

„Lögmaður hringdi í okkur og tilkynnti okkur að það væri búið að leggja fram kæru,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), um kæru vegna kynferðisbrots gegn landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni sem einnig leikur með Genóa á Ítalíu. Símtalið barst að morgni miðvikudagsins 23. ágúst, fyrir tveimur dögum. Vanda vill þó ekki nafngreina manninn, talar aðeins um „leikmann“, en Albert hefur verið nafngreindur bæði í íslenskum og ítölskum fjölmiðlum. 

Upphaflega hafði starfsfóki KSÍ hins vegar borist orðrómur um meint brot Alberts. „Það gerist í lok júlí,“ segir Vanda. „Það er orðrómur og við tökum öll svona mál alvarlega, viljum gera það sem okkur ber að gera samkvæmt okkar ferlum og vísum þessu beint til samskiptaráðgjafa,“ segir hún. 

Stjórn upplýst um orðróminn

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tók til starfa á vormánuðum 2020 eftir að frumvarp til laga um starfið var unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Markmiðið með starfi samskiptaráðgjafa er að stuðla …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    "Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tók til starfa á vormánuðum 2020 eftir að mennta- og menningarmálaráðuneytið setti lög um starfið."

    Á Íslandi er lagasetning í höndum Alþingis. Framkvæmdarvaldið og þar með ráðuneytin setja ekki lög.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár