Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Var Prígozhin gluggaður? Hvaðan kemur þetta orðalag yfir pólitísk morð?

Var Prígozhin gluggaður? Hvaðan kemur þetta orðalag yfir pólitísk morð?
Sendimenn Ferdínands 2. keisara gluggaðir í Prag.

Í gær spurðist dauði Prígozhins olígarka og málaliðaforingja í Rússlandi. Án þess að farið sé nánar út í það hafa margir sjálfsagt veitt athygli hótfyndnum getgátum um að Rússinn hafi slysast til að „detta út um glugga“ þótt allir viti náttúrlega að hann dó (ef hann er þá dáinn!) í flugvél sem hrapaði af himnum ofan. En hvað á þessi hótfyndni að þýða? Af hverju talar fólk um að „detta út um glugga“?

Raunin er sú að sérstaklega í Mið- og Austur-Evrópu hefur orðalagið „að detta út glugga“ mjög sértæka merkingu. Það merkir þegar valdhafar af einhverju tagi losa sig við andstæðinga með því að kasta þeim út um glugga — og er svo oft notað í yfirfærðri merkingu um hvers konar morð á til dæmis pólitískum andstæðingum.

Þá yfirleitt morð sem látið er líta út fyrir að vera slys.

Í mörgum tungumálum er til sérstakt sagnorð yfir þetta sem dregið er af síð-latnesku orðunum „de“ (sem merkir „niður“ eða „niður úr“) og fenestra (sem merkir „gluggi“). Í ensku er talað um „to defenestrate“ og á íslensku mætti kannski með hæfilegri léttúð tala um „að glugga (einhvern)“ þegar átt er við að myrða viðkomandi með þessum hætti.

En af hvaða tilefni er þetta orðalag notað? Hver eða hverjir voru fyrst „gluggaðir“?

Svo vill til að þetta orðalag tengist alveg sérstaklega Prag höfuðborg Tékklands (og áður Bæheims) þótt nú seinni árin detti menn oftar út um glugga í Rússlandi.

Allra elsta dæmið er samt úr Biblíunni, 2. konunungabók. Þar segir frá því þegar hin illa Jezebel fylgist með úr gluggum konungshallarinnar í borginni Jesreel er Jehú konungur og andstæðingur hennar heldur innreið sína í borgina:

Geldingarnir glugga Jezebel.Myndina gerði Gustave Doré.

„Hún hrópaði þegar Jehú var kominn gegnum borgarhliðið: „Hvernig líður [Jehú], morðingja húsbónda síns?“ [Jehú] leit upp í gluggann og spurði: „Hver styður mig, hver?“ Tveir eða þrír hirðmenn [geldingar] litu þá út um gluggann og hann hrópaði til þeirra: „Fleygið henni niður.“ Þeir fleygðu henni þá niður og blóðið úr henni slettist á múrvegginn og hestana þegar þeir tröðkuðu á henni.“

En þá víkur sögunni til Prag. Í elsta dæminu um „glugganir“ þar voru yfirvöldin reyndar ekki að verki, heldur þvert á móti.

Árið 1419 var allt á suðupunkti í borginni vegna trúarbragðadeilna. Einn af leiðtogum svonefndra Hússíta var presturinn Jan Želivský og eitt sinn leiddi hann kröfugöngu skoðanasystkina sinna að ráðhúsi borgarinnar. Einhver í ráðhúsinu kastaði þá steini að Želivský sem meiddist nokkuð. Ofsareiðir stuðningsmenn prestsins ruddust þá inn í ráðhúsið og hentu borgarstjóranum og nokkrum borgarráðsmönnum út um glugga og létu þeir allt líf sitt.

Rúmum 60 árum síðar átti sér stað mjög svipaður atburður í Prag og nokkrum nágrannaþorpum. Aftur geisuðu trúardeilur og einn trúflokkurinn stefndi sínu fólki í ráðhúsin þar sem borgarstjóri og sjö borgarráðsmenn hlutu skjótan dauða þegar þeir duttu skyndilega út um glugga.

Frægasta dæmið um „gluggun“ í Prag átti sér svo stað 1618 og enn voru það trúardeilur sem allt snerist um.

Bæheimur var þá orðinn hluti Habsborgararíkisins. Valdaætt Habsborgaranna var kaþólsk en mótmælendur höfðu lengi haft tögl og hagldir í Prag. Keisararnir Rudolf 2. og síðan Mattías höfðu veitt þeim formlegt leyfi til þess en nú var nýr keisari að taka við, Ferdinand 2., og hann gaf strax til kynna að hann yrði ekki jafn umburðarlyndur.

Sendimönnum keisara var varpað út um efsta gluggann.

Í maí 1618 birtust fjórir sendimenn Ferdinands í ráðhúsinu í Prag og lögðu þar fram bréf frá keisaranum þar sem skýrt kom fram að nú yrði aldeilis þjarmað að mótmælendum, þeir sviptir eigum sínum, þeim bannað að reisa kirkjur og kapellur og svo framvegis.

Borgararnir í Prag fyrtust illa við og heimtuðu að fá að vita hvort sendimennirnir sjálfir hefðu átt þátt í að semja þetta dónalega bréf keisarans. Tveir þeirra viðurkenndu það um síðir og þá var þeim umsvifalaust hent út um glugga úr 21s metra hæð og ritari þeirra fylgdi með til frekari áréttingar.

Þótt ótrúlegt kunni að virðast lifðu þremenningarnir allir fallið af. Ritarinn var síðar aðlaður og kallaðist eftir það Baron von Hohenfall eða Barón von Háfalls.

Kaþólikkar héldu því að sjálfsögðu fram að guð hefði haldið verndarhendi sinni yfir þremenningunum en mótmælendur svöruðu því að skýringin væri öllu jarðbundnari — þeir hefðu sem sé lent í skítahaug sem hefði tekið af þeim fallið.

Sendimenn keisara gluggaðir!

En hvað sem því leið, þá reiddist Ferdínand keisari ofsalega þegar hann spurði þessa meðferð á sendiboðum sínum og stefndi þegar her sínum til Bæheims til að refsa yfirvöldum í Prag.

Og þar hófst hið hryllilega blóðbað sem kallað hefur verið 30 ára stríðið.

Fjórða dæmið um „gluggun“ í Prag er líka oft nefnt til sögu. Sá atburður átti sér stað árið 1948. Við lok síðari heimsstyrjaldar réði Rauði herinn Tékkóslóvakíu og þrátt fyrir loforð um frjálsar kosningar, þar sem Tékkar og Slóvakar fengju að ráða framtíð sinni sjálfir, þá varð snemma ljóst að Stalín leiðtogi Sovétríkjanna ætlaði alls ekki að sleppa neinum tökum af landinu.

Ríkisstjórn undir forystu kommúnista var tekin við völdum en utanríkisráðherra var Jan Masaryk sem hafði verið einn helsti leiðtogi útlagastjórnar Tékka í London á stríðsárunum.

Í mars 1948 mátti heita ljóst að Masaryk yrði brátt ýtt til hliðar af kommúnistum og þeir tækju öll völd í landinu.

Jan Masaryk.

Þá var það, að því er flestir töldu, að Masaryk var ekki bara ýtt til hliðar heldur beinlínis ýtt út um gluggann. 

Lík hans fannst að morgni dags fyrir neðan baðherbergisglugga á húsi utanríkisráðuneytisins í Prag en þar hafði Masaryk haldið til. Líkið var aðeins í náttfötunum. Hin opinbera skýring yfirvalda kommúnista var sú að Masaryk hefði framið sjálfsmorð en því trúðu ekki margir. Auðvitað hefði Masaryk verið gluggaður af tékkneskum kommúnistum og/eða útsendurum Stalíns.

Eftir að Tékkland varð sjálfstætt við lok kalda stríðsins hefur málið verið rannsakað í þaula og niðurstaða yfirvalda er raunar sú að ekki verði úr því skorið hvort Masaryk hafi verið hjálpað út um gluggann eður ei. Vísbendingar eru til um hvora skýringu sem er — morð eða sjálfsmorð vegna örvæntingar yfir því hvernig komið væri fyrir Tékkum.

En hafi Masaryk verið kastað út um gluggann var að minnsta kosti ekki langt að sækja fyrirmyndir að aðferð morðingjanna.

Og síðan hafa svo ótal margir, ekki síst í Rússlandi, látið lífið einmitt á sama hátt, með því að detta svona slysalega út um glugga.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
5
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
7
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár