Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Stýrivextir hækkaðir um 0,5 prósent og þeir því orðnir 9,25 prósent

Þrátt fyr­ir að ár­s­verð­bólga hafi hjaðn­að þá hef­ur und­ir­liggj­andi verð­bólga minnk­að hæg­ar. Inn­lend­ar verð­hækk­an­ir hafa reynst þrálát­ar og tölu­verð spenna er enn á vinnu­mark­aði.

Stýrivextir hækkaðir um 0,5 prósent og þeir því orðnir 9,25 prósent
Peningastefnunefnd Formaður nefndarinnar er Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Seðlabanki Íslands

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentustig og þeir þar með orðnir 9,25 prósent. stýrivextir hafa ekki verið hærri síðan í desember 2009, eða í næstum 14 ár. 

Þetta er fjórtánda vaxtahækkunin í röð. Stýrivextir náðu sögulegu lágmarki í maí 2021, áður en að yfirstandandi vaxtahækkunarferli hófst, en þá voru þeir 0,75 prósent. Stýrivextir voru síðast svona háir í janúar 2010, rúmlega einu  ári eftir bankahrunið. 

Nefndin hækkaði síðast vexti í maí, þá um 1,25 prósentustig, og alls hafa þeir hækkað um, 3,25 prósentustig frá áramótum. Ástæða þessa er einföld: verðbólga hefur verið gríðarhá í lengri tíma og stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið hækkaðir skarpt til að berjast við hana.

Hækkanirnar, sem eru til þess gerðar að draga úr eftirspurn í hagkerfinu, hafa mikil áhrif á lánakjör margra íslenskra heimila. Þannig borguðu þau um 31 milljarði króna meira í vexti á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Um er að ræða 60 prósent hækkun á einu ári. Síðan þá hafa vextirnir hækkað enn frekar, og greiðslurnar með.

Breytilegir óverðtryggðir íbúðalánavextir stóru bankanna, sem voru á bilinu 3,3 til 3,43 prósent fyrir rúmlega tveimur árum síðan, hafa enda hækkað mikið og eru nú allir komnir yfir tíu prósent. Þeir munu án efa hækka á ný á næstu dögum í kjölfar ákvörðunar peningastefnunefndarinnar. Áhrif þess á greiðslubyrði þeirra sem eru með óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum eru þau að mánaðarleg greiðsla af hefðbundnu 45 milljón króna láni hefur þegar aukist um rúmlega 90 prósent, og upp í um 367 þúsund krónur á mánuði. 

Þrálátar verðhækkanir og spenna

Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að verðbólga hafi hjaðnað undanfarið og mældist 7,6 prósent í júlí. „Framlag húsnæðisliðarins til verðbólgu hefur minnkað, dregið hefur úr alþjóðlegum verðhækkunum og gengi krónunnar hækkað. Innlendar verðhækkanir hafa hins vegar reynst þrálátar og eru enn á breiðum grunni. Undirliggjandi verðbólga hefur því minnkað hægar en mæld verðbólga og var 6,7 prósent í júlí.“

Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta fjórðungi þessa árs og atvinnuleysi hefur haldið áfram að minnka. Enn sé því töluverð spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúinu í heild þótt vísbendingar séu um að tekið sé að hægja á vexti efnahagsumsvifa. „Verðbólguhorfur til lengri tíma hafa lítið breyst þótt horfur til skamms tíma hafi batnað frá því í maí. Þá eru verðbólguvæntingar til lengri tíma vel yfir markmiði. Því er enn hætta á að verðbólga reynist þrálát.

Í ljósi þess er nauðsynlegt að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar. Einkum er mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags. Vísbendingar eru um að áhrif vaxtahækkana undanfarin misseri séu að koma skýrar fram og mun peningastefnan á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Seðlabankastjóri er spilltur, hann getur ekki verið svona heimskur, og ræðst að þjóðinni reglulega. Megi hann njóta sín í jailinu hið fyrsta.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár