Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heimilin greiða niður óverðtryggðu lánin og færa sig í verðtrygginguna

Lands­menn hafa aldrei áð­ur ver­ið með jafn mik­ið af verð­tryggð­um lán­um hjá bönk­um. Krónu­tala þeirra hef­ur hækk­að vegna þess að heim­ili skipta yf­ir í þau til að lækka greiðslu­byrði og vegna þess að verð­bæt­ur leggj­ast á höf­uð­stól þeirra. Þær verð­bæt­ur eru um­tals­verð­ar þeg­ar verð­bólga er jafn há og hún hef­ur ver­ið und­an­far­ið.

Heimilin greiða niður óverðtryggðu lánin og færa sig í verðtrygginguna
Tilfærsla Mánaðarleg greiðslubyrði af hefðbundu óverðtryggðu húsnæðisláni á breytilegum vöxtum hefur næstum tvöfaldast frá því í byrjun árs í fyrra. Mynd: Bára Huld Beck

Frá byrjun árs 2023 og út júní síðastliðinn greiddu heimili landsins niður óverðtryggð íbúðalán hjá bönkum fyrir 21,9 milljarða króna umfram það sem þau hafa tekið af slíkum lánum. Þar munar mestu um óverðtryggð lán sem bera breytilega vexti, en heimilin hafa greitt meira í 25 milljarða króna i upp- og umframgreiðslur en þau hafa tekið í ný slík lán. 

Á sama tímabili, hálfu ári, tóku heimilin verðtryggð lán fyrir 41,1 milljarð króna umfram það sem þau greiddu upp. 

Þetta kemur fram í nýlegum hagtölum Seðlabanka Íslands um bankakerfið. 

Þar segir enn fremur að verðtryggð útlán með veði í húsnæði hjá kerfislegu mikilvægu bankanna þremur: Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka, hafi farið úr því að vera 545 í 668 milljarða króna á milli júnímánaðar 2022 og 2023. Það er aukning upp á 123 milljarða króna, eða 22,5 prósent á einu ári. Stærstur hluti aukningarinnar hefur komið til á þessu ári. Í krónum talið hefur umfang verðtryggðra íbúðalána aldrei verið meira. Ástæðan þess að hækkun á útistandandi verðtryggðum íbúðalánum er umfram þau lán sem voru tekin er sú að í mikilli verðbólgu, líkt og hefur geisað undanfarna mánuði, leggjast verðbætur á höfuðstól lánanna og hækka hann. 

Umfang óverðtryggðra íbúðalána hefur hins vegar dregist umtalsvert saman síðustu mánuði. Í lok síðasta árs var umfang þess lánastabba um 1.130 milljarðar króna. Í lok júní síðastliðins var hann kominn niður í 1.099 milljarða króna og hafði þar með lækkað um 31 milljarð króna á hálfu ári, eða um tæp þrjú prósent. 

Færa sig vegna stóraukinnar greiðslubyrði

Ástæða þessa er einföld og öllum skiljanleg: verðbólga hefur verið gríðarhá í lengri tíma og stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið hækkaðir skarpt til að berjast við hana. Þeir standa nú í 8,75 prósentum sem er átta prósentustigum hærra en þeir voru þegar vextirnir náðu lágmarki vorið 2021, en þá voru þeir 0,75 prósent. 

Vegna þessa hafa breytilegir óverðtryggðir íbúðalánavextir stóru bankanna, sem voru á bilinu 3,3 til 3,43 prósent fyrir rúmlega tveimur árum síðan, hækkað og eru nú allir komnir yfir tíu prósent. Áhrif þess á greiðslubyrði þeirra sem eru með óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum eru þau að mánaðarleg greiðsla af hefðbundnu 45 milljón króna láni hefur aukist um rúmlega 90 prósent, og upp í um 367 þúsund krónur á mánuði. 

Morgunljóst er að það ráða ekki öll heimili við slíka hækkun á greiðslubyrði og því hafa sífellt fleiri skipt yfir í verðtryggð lán, sem fela í sér lægri greiðslubyrði en eftirgjöf á eigin fé vegna þeirra verðbóta sem leggjast á höfuðstól lána. 

Fyrir liggur að fleiri munu bætast í þann hóp sem á erfitt með greiðslubyrðina á næstu mánuðum og árum. Um 650 milljarða króna stafli af íbúðalánum sem bera í dag lága fasta vexti munu losna á árunum 2024 og 2025. Um er að ræða rúmlega fjórðung allra húsnæðisskulda. Auk þess eiga lán upp á um 74 milljarða króna að renna út á árinu 2023, en þar er um að ræða 4.451 heimili. 

Besti mánuður lífeyrissjóða frá því fyrir faraldur

Vaxtahækkanirnar hafa þegar skilað því að vaxtagjöld heimila landsins jukust um 60 prósent milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og sama tímabils í ár, samkvæmt nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands. Þau námu alls 30,8 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er hæsta krónutala sem íslensk heimili hafa nokkru sinni greitt í vaxtakostnað á ársfjórðungi. 

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands telur þrátt fyrir þetta að staða mikils meirihluta heimila landsins sem eru með fasteignalán sé „með ágætum“ þótt mikilvægt sé að búa í haginn fyrir versnandi fjárhag þeirra. Í fundargerð hennar vegna fundar sem fór fram í byrjun júní kom fram að nefndin brýndi fyrir lánveitendum – bönkum og lífeyrissjóðum – að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Bankarnir hafa verið að benda þeim sem standa frammi fyrir talsverðri aukningu á greiðslubyrði að breyta úr óverðtryggðu láni í verðtryggt, lengja lánstíma eða fara í endurfjármögnun og greiða upp óhagkvæmari smærri lán. Þá bjóða þeir upp á greiðsluhlé yfir sumartímann – að senda íbúðalánið í sumarfrí – sem eykur ráðstöfunartekjur fólks yfir frímánuðina. Engin þessara aðgerða er þó ný af nálinni. Þær hafa allir staðið heimilum landsins til boða áður en núverandi ástand skall á.

Einhver heimili eru líka að kjósa með fótunum og færa sig til lífeyrissjóða með lán sín, þar sem óverðtryggðir vextir eru skaplegri. Það er til að mynda hægt að taka óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna á 8,85 prósent vöxtum. Ný veitt íbúðalán lífeyrissjóða voru 7,3 milljarðar króna í júní og hafa ekki verið hærri krónutala innan mánaðar síðan í febrúar 2020, eða áður en kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum krafti. Þau skiptust nokkuð jafnt milli þess að vera verðtryggð og óverðtryggð.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
1
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
2
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár