Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Heimilin greiða niður óverðtryggðu lánin og færa sig í verðtrygginguna

Lands­menn hafa aldrei áð­ur ver­ið með jafn mik­ið af verð­tryggð­um lán­um hjá bönk­um. Krónu­tala þeirra hef­ur hækk­að vegna þess að heim­ili skipta yf­ir í þau til að lækka greiðslu­byrði og vegna þess að verð­bæt­ur leggj­ast á höf­uð­stól þeirra. Þær verð­bæt­ur eru um­tals­verð­ar þeg­ar verð­bólga er jafn há og hún hef­ur ver­ið und­an­far­ið.

Heimilin greiða niður óverðtryggðu lánin og færa sig í verðtrygginguna
Tilfærsla Mánaðarleg greiðslubyrði af hefðbundu óverðtryggðu húsnæðisláni á breytilegum vöxtum hefur næstum tvöfaldast frá því í byrjun árs í fyrra. Mynd: Bára Huld Beck

Frá byrjun árs 2023 og út júní síðastliðinn greiddu heimili landsins niður óverðtryggð íbúðalán hjá bönkum fyrir 21,9 milljarða króna umfram það sem þau hafa tekið af slíkum lánum. Þar munar mestu um óverðtryggð lán sem bera breytilega vexti, en heimilin hafa greitt meira í 25 milljarða króna i upp- og umframgreiðslur en þau hafa tekið í ný slík lán. 

Á sama tímabili, hálfu ári, tóku heimilin verðtryggð lán fyrir 41,1 milljarð króna umfram það sem þau greiddu upp. 

Þetta kemur fram í nýlegum hagtölum Seðlabanka Íslands um bankakerfið. 

Þar segir enn fremur að verðtryggð útlán með veði í húsnæði hjá kerfislegu mikilvægu bankanna þremur: Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka, hafi farið úr því að vera 545 í 668 milljarða króna á milli júnímánaðar 2022 og 2023. Það er aukning upp á 123 milljarða króna, eða 22,5 prósent á einu ári. Stærstur hluti aukningarinnar hefur komið til á þessu ári. Í krónum talið hefur umfang verðtryggðra íbúðalána aldrei verið meira. Ástæðan þess að hækkun á útistandandi verðtryggðum íbúðalánum er umfram þau lán sem voru tekin er sú að í mikilli verðbólgu, líkt og hefur geisað undanfarna mánuði, leggjast verðbætur á höfuðstól lánanna og hækka hann. 

Umfang óverðtryggðra íbúðalána hefur hins vegar dregist umtalsvert saman síðustu mánuði. Í lok síðasta árs var umfang þess lánastabba um 1.130 milljarðar króna. Í lok júní síðastliðins var hann kominn niður í 1.099 milljarða króna og hafði þar með lækkað um 31 milljarð króna á hálfu ári, eða um tæp þrjú prósent. 

Færa sig vegna stóraukinnar greiðslubyrði

Ástæða þessa er einföld og öllum skiljanleg: verðbólga hefur verið gríðarhá í lengri tíma og stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið hækkaðir skarpt til að berjast við hana. Þeir standa nú í 8,75 prósentum sem er átta prósentustigum hærra en þeir voru þegar vextirnir náðu lágmarki vorið 2021, en þá voru þeir 0,75 prósent. 

Vegna þessa hafa breytilegir óverðtryggðir íbúðalánavextir stóru bankanna, sem voru á bilinu 3,3 til 3,43 prósent fyrir rúmlega tveimur árum síðan, hækkað og eru nú allir komnir yfir tíu prósent. Áhrif þess á greiðslubyrði þeirra sem eru með óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum eru þau að mánaðarleg greiðsla af hefðbundnu 45 milljón króna láni hefur aukist um rúmlega 90 prósent, og upp í um 367 þúsund krónur á mánuði. 

Morgunljóst er að það ráða ekki öll heimili við slíka hækkun á greiðslubyrði og því hafa sífellt fleiri skipt yfir í verðtryggð lán, sem fela í sér lægri greiðslubyrði en eftirgjöf á eigin fé vegna þeirra verðbóta sem leggjast á höfuðstól lána. 

Fyrir liggur að fleiri munu bætast í þann hóp sem á erfitt með greiðslubyrðina á næstu mánuðum og árum. Um 650 milljarða króna stafli af íbúðalánum sem bera í dag lága fasta vexti munu losna á árunum 2024 og 2025. Um er að ræða rúmlega fjórðung allra húsnæðisskulda. Auk þess eiga lán upp á um 74 milljarða króna að renna út á árinu 2023, en þar er um að ræða 4.451 heimili. 

Besti mánuður lífeyrissjóða frá því fyrir faraldur

Vaxtahækkanirnar hafa þegar skilað því að vaxtagjöld heimila landsins jukust um 60 prósent milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og sama tímabils í ár, samkvæmt nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands. Þau námu alls 30,8 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er hæsta krónutala sem íslensk heimili hafa nokkru sinni greitt í vaxtakostnað á ársfjórðungi. 

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands telur þrátt fyrir þetta að staða mikils meirihluta heimila landsins sem eru með fasteignalán sé „með ágætum“ þótt mikilvægt sé að búa í haginn fyrir versnandi fjárhag þeirra. Í fundargerð hennar vegna fundar sem fór fram í byrjun júní kom fram að nefndin brýndi fyrir lánveitendum – bönkum og lífeyrissjóðum – að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Bankarnir hafa verið að benda þeim sem standa frammi fyrir talsverðri aukningu á greiðslubyrði að breyta úr óverðtryggðu láni í verðtryggt, lengja lánstíma eða fara í endurfjármögnun og greiða upp óhagkvæmari smærri lán. Þá bjóða þeir upp á greiðsluhlé yfir sumartímann – að senda íbúðalánið í sumarfrí – sem eykur ráðstöfunartekjur fólks yfir frímánuðina. Engin þessara aðgerða er þó ný af nálinni. Þær hafa allir staðið heimilum landsins til boða áður en núverandi ástand skall á.

Einhver heimili eru líka að kjósa með fótunum og færa sig til lífeyrissjóða með lán sín, þar sem óverðtryggðir vextir eru skaplegri. Það er til að mynda hægt að taka óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna á 8,85 prósent vöxtum. Ný veitt íbúðalán lífeyrissjóða voru 7,3 milljarðar króna í júní og hafa ekki verið hærri krónutala innan mánaðar síðan í febrúar 2020, eða áður en kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum krafti. Þau skiptust nokkuð jafnt milli þess að vera verðtryggð og óverðtryggð.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu