Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ísmaðurinn Ötzi var dökkur á hörund og sköllóttur, ekki loðinn og hvítur!

Ísmaðurinn Ötzi var dökkur á hörund og sköllóttur, ekki loðinn og hvítur!
Ötzi eða Ötzi? Til vinstri er mynd sem gerð var af Ötzi eftir hinar misheppnuðu DNA-rannsóknir 2012. Til hægri er mynd sem AI-forrit gerði eftir þeim lýsingum sem nú hafa birst af Ötzi eftir að í ljóst kom að hann er ættaður frá Miðausturlöndum en styðjast raunar ekki við lag höfuðkúpunnar.

Í september 1991 fundu þýsk hjón lík í rúmlega 3.200 metra hæð í skriðjökli einum í Ötzal-fjöllum á landamærum Austurríkis og Ítalíu. Greinilegt var að líkið hafði verið fast í jöklinum en komið í ljós að hálfu þegar jökullinn hóf að hopa nokkru áður. Yfirvöld sóttu líkið, sem reyndist af karlmanni, og hófust handa um að rannsaka hvað hefði komið fyrir.

Svona kom Ötzi fyrir sjónir 1991.

Í fyrstu var talið víst að þarna hefði verið á ferð fjallgöngumaður sem hefði orðið úti fyrir einhverjum árum eða jafnvel áratugum, en það reyndist fjarri öllum sanni.

Karlinn reyndist nefnilega hafa dáið fyrir meira en 5.200 árum þarna á jöklinum og síðan hulist snjó rétt eftir andlátið og líkið af þeim sökum varðveist einstaklega vel allan þennan tíma.

Vísindamenn komust nú í feitt og hafa æ síðan verið að rannsaka Ötzi hátt og lágt, en það nafn fékk hann eftir jöklinum þar …

Kjósa
47
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Þetta er flott hjá þér Illugi.
    Fjórar góðar á tveimur dögum.
    Persónulegt met ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár