Í september 1991 fundu þýsk hjón lík í rúmlega 3.200 metra hæð í skriðjökli einum í Ötzal-fjöllum á landamærum Austurríkis og Ítalíu. Greinilegt var að líkið hafði verið fast í jöklinum en komið í ljós að hálfu þegar jökullinn hóf að hopa nokkru áður. Yfirvöld sóttu líkið, sem reyndist af karlmanni, og hófust handa um að rannsaka hvað hefði komið fyrir.
Í fyrstu var talið víst að þarna hefði verið á ferð fjallgöngumaður sem hefði orðið úti fyrir einhverjum árum eða jafnvel áratugum, en það reyndist fjarri öllum sanni.
Karlinn reyndist nefnilega hafa dáið fyrir meira en 5.200 árum þarna á jöklinum og síðan hulist snjó rétt eftir andlátið og líkið af þeim sökum varðveist einstaklega vel allan þennan tíma.
Vísindamenn komust nú í feitt og hafa æ síðan verið að rannsaka Ötzi hátt og lágt, en það nafn fékk hann eftir jöklinum þar …
Fjórar góðar á tveimur dögum.
Persónulegt met ?