Kvennafótboltinn á Englandi bannaður vegna of mikilla vinsælda

Á fyrstu kvenna­leikj­um í fót­bolta rudd­ust áhorf­end­ur inn á völl­inn með klám og dóna­skap. En síð­ar urðu vin­sæld­ir kvenna­bolt­ans svo mikl­ar að karl­arn­ir urðu af­brýði­sam­ir.

Kvennafótboltinn á Englandi bannaður vegna of mikilla vinsælda
Liðskona Dick, Kerr Ladies glímir við liðsmann í öðru kvennaliði. Félagið hélt velli til 1965 þótt því væri bannað að keppa á lögformlegum fótboltavöllum og stóð iðulega fyrir sýningarleikjum í fjáröflunarskyni.

Nú þegar áhugi á kvennafótbolta færist sífellt í aukana á Englandi, vegna frábærs árangurs landsliðsins á alþjóðamótum undanfarin misseri, þá er gaman að minnast þess að þvert ofan í það sem margir halda, þá er þetta alls ekki í fyrsta sinn sem kvennabolti hefur náð vinsældum í þessu fæðingarlandi fótboltans.

Þegar árið 1881 fóru fram átta eins konar landsleikir í kvennafótbolta milli Englands og Skotlands. Í fyrsta leiknum hafði England frumkvæðið í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Snemma í seinni hálfleik skoraði Lily St. Clare fyrir Skota og þær skosku bættu síðan við tveim mörkum sem þær Louise Cole og Maud Rimeford skoruðu. Skotland vann því 3-0.

Þetta voru þó varla alvöruleikir heldur eins konar sýningar- eða skemmtiatriði sem sett voru upp milli farandleikflokka sem þá var algengt að færu um sveitir og bæi Bretlands.

Nettie Honeyball í fullum fótboltaskrúða 1895— Nafnið var dulnefni og ekki er …
Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár