Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kvennafótboltinn á Englandi bannaður vegna of mikilla vinsælda

Á fyrstu kvenna­leikj­um í fót­bolta rudd­ust áhorf­end­ur inn á völl­inn með klám og dóna­skap. En síð­ar urðu vin­sæld­ir kvenna­bolt­ans svo mikl­ar að karl­arn­ir urðu af­brýði­sam­ir.

Kvennafótboltinn á Englandi bannaður vegna of mikilla vinsælda
Liðskona Dick, Kerr Ladies glímir við liðsmann í öðru kvennaliði. Félagið hélt velli til 1965 þótt því væri bannað að keppa á lögformlegum fótboltavöllum og stóð iðulega fyrir sýningarleikjum í fjáröflunarskyni.

Nú þegar áhugi á kvennafótbolta færist sífellt í aukana á Englandi, vegna frábærs árangurs landsliðsins á alþjóðamótum undanfarin misseri, þá er gaman að minnast þess að þvert ofan í það sem margir halda, þá er þetta alls ekki í fyrsta sinn sem kvennabolti hefur náð vinsældum í þessu fæðingarlandi fótboltans.

Þegar árið 1881 fóru fram átta eins konar landsleikir í kvennafótbolta milli Englands og Skotlands. Í fyrsta leiknum hafði England frumkvæðið í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Snemma í seinni hálfleik skoraði Lily St. Clare fyrir Skota og þær skosku bættu síðan við tveim mörkum sem þær Louise Cole og Maud Rimeford skoruðu. Skotland vann því 3-0.

Þetta voru þó varla alvöruleikir heldur eins konar sýningar- eða skemmtiatriði sem sett voru upp milli farandleikflokka sem þá var algengt að færu um sveitir og bæi Bretlands.

Nettie Honeyball í fullum fótboltaskrúða 1895— Nafnið var dulnefni og ekki er …
Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu