Íslenska Kalkþörungafélagið hf., sem unnið hefur kalkþörunga í verksmiðju sinni á Bíldudal, þurfti að reiða fram ríflega hálfan milljarð króna í sekt og ógreidda skatta í fyrra. Árið áður hafði félagið þurft að greiða á annað hundrað milljónir af sömu ástæðu. Þetta kemur fram í nýjasta ársreikningi félagsins sem skilað var nýverið til fyrirtækjaskrár.
0 kr
Frá því Kalkþörungafélagið hóf starfsemi árið 2007 hafði fyrirtækið ekki greitt krónu í tekjuskatt og virtist eiga langt í land með að gera það samkvæmt uppgjöri, ár eftir ár rekinn við eða undir núlli.
Skatturinn taldi hins vegar brögð í tafli. Tapreksturinn væri tilbúningur og hagnaði laumað úr landi framhjá sköttum. Kalkþörungafélagið hefði hagnast vel á framleiðslu sinni mörg undanfarin ár og því skuldað tæpar 650 milljónir króna í tekjuskatt.
643 mkr
Tapið hefði …
Athugasemdir