Talið er að á sjötta tug einstaklinga séu nú án allra réttinda hér á landi og fólkið fær ekki þjónustu eftir að hafa verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi.
Samkvæmt nýju útlendingalögunum er fólk svipt allri þjónustu þegar þrjátíu dagar eru liðnir frá synjun um vernd. Þetta er talið þýða að tugir einstaklinga séu nú þegar eða gætu endað á götunni. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra segir að ekki sé vitað hvar fólkið sé, „verkefnið er hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra,“ segir hún í samtali við Heimildina.
„Einhverjar takmarkanir á ferðafrelsi fólks“
Hún segir að ábyrgðin liggi hjá fólkinu sjálfu því að búið sé að fara yfir umsóknir þeirra um vernd á tveimur stjórnsýslustigum og þar með sé málum þeirra lokið hér. „Þegar fólk ætlar ekki að lúta ákvörðun stjórnvalds er það í ólögmætri dvöl,“ segir Guðrún.
Hún segir „meiri líkur en minni“ á að hún leggi fram lagafrumvarp um …
Í Sýrlandi hefur geisað hræðilegt stríð árum saman. Þaðan hefur flúið mikill fjöldi manna undan stríðsógninni.
Það er fróðlegt að bera saman viðbrögð íslenskra stjórnvalda þegar sá straumur flóttamanna stóð sem hæst 2015 og nú gagnvart flóttamönnunum frá Úkraínu.
Er hugsanlegt að munurinn skýrist af því að flestir flóttamanna frá Sýrlandi voru múslimir en flestir frá Úkraínu kristnir ?
Væri þá ekki athugandi að setja í snatri lög um réttindi og skyldur ráðamanna og láta þá lúta undir sömu lög og almennt gerist. Og með sama hætti, draga fyrir dómstóla, ráðamenn sem hundsað hafa athugasemdir um gjörðir sínar á liðnum árum.