Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Skert ferðafrelsi og öryggisgæsla í „búsetuúrræði með takmörkunum“

Ferða­frelsi fólks sem hef­ur ver­ið synj­að um vernd hér og fer ekki úr landi verð­ur tak­mark­að og ör­ygg­is­gæsla við íverustað þeirra gangi hug­mynd­ir Guð­rún­ar Haf­steins­dótt­ur, dóms­mála­ráð­herra um „bú­setu­úr­ræði með tak­mörk­un­um“ eft­ir. Hún seg­ir að laga­leg­ur mis­skiln­ing­ur sé á milli dóms­mála- og fé­lags­mála­ráðu­neyt­is hvað varð­ar þjón­ustu við fólk­ið sem um ræði.

Skert ferðafrelsi og öryggisgæsla í „búsetuúrræði með takmörkunum“

Talið er að á sjötta tug einstaklinga séu nú án allra réttinda hér á landi og fólkið fær ekki þjónustu eftir að hafa verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi.
Samkvæmt nýju útlendingalögunum er fólk svipt allri þjónustu þegar þrjátíu dagar eru liðnir frá synjun um vernd. Þetta er talið þýða að tugir einstaklinga séu nú þegar eða gætu endað á götunni. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra segir að ekki sé vitað hvar fólkið sé, verkefnið er hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra,“ segir hún í samtali við Heimildina.

„Einhverjar takmarkanir á ferðafrelsi fólks“

Hún segir að ábyrgðin liggi hjá fólkinu sjálfu því að búið sé að fara yfir umsóknir þeirra um vernd á tveimur stjórnsýslustigum og þar með sé málum þeirra lokið hér. „Þegar fólk ætlar ekki að lúta ákvörðun stjórnvalds er það í ólögmætri dvöl,“ segir Guðrún. 

Hún segir meiri líkur en minni á að hún leggi fram lagafrumvarp um …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Nú geisar hræðilegt stríð í Úkraínu. Sem betur fer ákváðu íslensk stjórnvöld að taka á móti fjölda flóttamanna þaðan.

    Í Sýrlandi hefur geisað hræðilegt stríð árum saman. Þaðan hefur flúið mikill fjöldi manna undan stríðsógninni.

    Það er fróðlegt að bera saman viðbrögð íslenskra stjórnvalda þegar sá straumur flóttamanna stóð sem hæst 2015 og nú gagnvart flóttamönnunum frá Úkraínu.

    Er hugsanlegt að munurinn skýrist af því að flestir flóttamanna frá Sýrlandi voru múslimir en flestir frá Úkraínu kristnir ?
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Það vekur furðu að þessi lög skuli vera afturvirk og beitt geng einstaklingum sem samfélagið hefur ekki getað tekið afstöðu til svo árum saman – líklega vegna lélegrar stjórnsýslu.
    Væri þá ekki athugandi að setja í snatri lög um réttindi og skyldur ráðamanna og láta þá lúta undir sömu lög og almennt gerist. Og með sama hætti, draga fyrir dómstóla, ráðamenn sem hundsað hafa athugasemdir um gjörðir sínar á liðnum árum.
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Ríkisstjórn VG klikkar ekki á sínum hægri öfgum ? Munið að það er ekki sama hver stjórnar ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár