Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kjálkanes hagnaðist um 4,4 milljarða og á 28 milljarða í eigið fé

Fjár­fest­inga­fé­lag í eigu Björgólfs Jó­hanns­son­ar og að­ila sem tengj­ast hon­um fjöl­skyldu­bönd­um er á með­al stærstu eig­enda Síld­ar­vinnsl­unn­ar og Sjóvá. Þá er fé­lag­ið stærsti hlut­haf­inn í Norð­ur­böð­um, sem eiga Jarð­böð­in á Mý­vatni og Sjó­böð­in á Húsa­vík. Það borg­aði hlut­höf­um sín­um 850 millj­ón­ir króna í arð vegna síð­asta árs.

Kjálkanes hagnaðist um 4,4 milljarða og á 28 milljarða í eigið fé
Stjórnarformaður Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og Samherja, sem var formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins árum saman, er stjórnarformaður Kjálkanes og á meðal eigenda. Mynd: Samherji

Kjálkanes, fjárfestingafélag með heimilisfesti á Grenivík í eigu sömu aðila og eiga útgerðina Gjögur, hagnaðist um 4,4 milljarða króna í fyrra. Vegna þessa árangurs lagði stjórn félagsins til að 850 milljónir króna yrðu greiddar út í arð vegna ársins 2022 og eigið fé Kjálkanes 28 milljarðar króna í lok síðasta árs. Félagið er nær skuldlaust og eiginfjárhlutfall þess er 99,93 prósent.

Félagið greiddi hluthöfum sínum tvo milljarða króna í arð í fyrra og því nema arðgreiðslur á tveimur árum næstum 2,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýlega birtum árs­reikn­ingi Kjálka­ness. 

Langverðmætasta eign félagsins er 16,06 prósent hlutur í Síldarvinnslunni en Kjálkanes er næst stærsti eigandi hennar á eftir Samherja, sem á 30,06 prósent. 

Björgólfur stjórnarformaður

Á meðal hluthafa er Björgólfur Jóhanns­son, sem er meðal annars fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­herja og var um árabil formaður Samtaka atvinnulífsins, en aðrir hlut­hafar eru fólk sem teng­ist honum fjöl­skyldu­bönd­um, meðal ann­ars systk­ini hans. Systk­ina­hóp­ur­inn á 8,67 pró­sent hlut hver en Björgólfur er stjórnarformaður Kjálkaness. Stærstu ein­stöku eig­end­urnir eru hins vegar Ingi Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri félags­ins, og Anna Guð­munds­dótt­ir, sem eiga 22,54 pró­sent hlut hvor. Anna situr í stjórn Síldarvinnslunnar og Ingi er varamaður í stjórn. 

Auk þess á Kjálka­nes 37,41 pró­sent hlut í Hrólfsskeri, stærsta eig­anda trygg­inga­fé­lags­ins Sjó­vá með 15,65 prósent hlut. Stærsti eigandi Hrólfsskers er Kaldbakur, fjárfestingafélag Samherjasamstæðunnar. Björgólfur er stjórn­ar­for­maður Sjó­vá. 

Þá á Kjálkanes 36,38 prósent hlut í Norðurböðum og er stærsti hluthafi þess. Á meðal eigna Norðurbaða er 44 prósent hlutur í Jarðböðunum í Mývatnssveit og 35 prósent hlutur í Sjóböðunum á Húsavík. Björgólfur og Ingi sitja í stjórn Norðurbaða. 

Raunverulegt eigið fé sennilega miklu meira

Síld­ar­vinnslan, stærsta eign Kjálka­ness, var skráð á markað í maí í 2021. Þegar það gerðist seldi Kjálkanes bréf í henni fyrir alls 17 millj­arða króna, en bók­færður sölu­hagn­aður var níu millj­arðar króna. Sú sala gjörbreytti stöðu félagsins til hins betra og leiddi til þess að hagnaður þess milli áranna 2020 og 2021 um 10,7 milljarða króna. 

Miðað við útboðs­gengi var virði Síldarvinnslunnar 101,3 millj­arðar króna við skrán­ingu. Það hefur hækkað gríð­ar­lega síðan þá, en við lok við­skipta í síðustu viku var félagið metið á tæplega 218 millj­arða króna. Það þýðir að hlutur Kjálkanes í Síldarvinnslunni er metinn á um 35 milljarða króna. Bókfært virði hans í ársreikningi er hins vegar 13,6 milljarðar króna. Miðað við þetta þá er eigið fé Kjálkanes vanmetið um rúmlega 20 milljarða króna.

Þar verður þó að taka með í reikninginn að Síldarvinnslan keypti útgerðina Vísi í Grindavík í fyrra á 31 milljarð króna. Skömmu áður hafði félagið keypt 34,2 prósent hlut í norska lax­eld­is­fé­lag­inu Arctic Fish Holding AS fyrir um 13,7 millj­arða króna. Það félag á allt hlutafé í Arctic Fish ehf. sem er eitt af stærstu lax­eld­is­fyr­ir­tækjum á Íslandi og rekur eld­is­stöðvar á Vest­fjörðum.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár