Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kjálkanes hagnaðist um 4,4 milljarða og á 28 milljarða í eigið fé

Fjár­fest­inga­fé­lag í eigu Björgólfs Jó­hanns­son­ar og að­ila sem tengj­ast hon­um fjöl­skyldu­bönd­um er á með­al stærstu eig­enda Síld­ar­vinnsl­unn­ar og Sjóvá. Þá er fé­lag­ið stærsti hlut­haf­inn í Norð­ur­böð­um, sem eiga Jarð­böð­in á Mý­vatni og Sjó­böð­in á Húsa­vík. Það borg­aði hlut­höf­um sín­um 850 millj­ón­ir króna í arð vegna síð­asta árs.

Kjálkanes hagnaðist um 4,4 milljarða og á 28 milljarða í eigið fé
Stjórnarformaður Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og Samherja, sem var formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins árum saman, er stjórnarformaður Kjálkanes og á meðal eigenda. Mynd: Samherji

Kjálkanes, fjárfestingafélag með heimilisfesti á Grenivík í eigu sömu aðila og eiga útgerðina Gjögur, hagnaðist um 4,4 milljarða króna í fyrra. Vegna þessa árangurs lagði stjórn félagsins til að 850 milljónir króna yrðu greiddar út í arð vegna ársins 2022 og eigið fé Kjálkanes 28 milljarðar króna í lok síðasta árs. Félagið er nær skuldlaust og eiginfjárhlutfall þess er 99,93 prósent.

Félagið greiddi hluthöfum sínum tvo milljarða króna í arð í fyrra og því nema arðgreiðslur á tveimur árum næstum 2,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýlega birtum árs­reikn­ingi Kjálka­ness. 

Langverðmætasta eign félagsins er 16,06 prósent hlutur í Síldarvinnslunni en Kjálkanes er næst stærsti eigandi hennar á eftir Samherja, sem á 30,06 prósent. 

Björgólfur stjórnarformaður

Á meðal hluthafa er Björgólfur Jóhanns­son, sem er meðal annars fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­herja og var um árabil formaður Samtaka atvinnulífsins, en aðrir hlut­hafar eru fólk sem teng­ist honum fjöl­skyldu­bönd­um, meðal ann­ars systk­ini hans. Systk­ina­hóp­ur­inn á 8,67 pró­sent hlut hver en Björgólfur er stjórnarformaður Kjálkaness. Stærstu ein­stöku eig­end­urnir eru hins vegar Ingi Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri félags­ins, og Anna Guð­munds­dótt­ir, sem eiga 22,54 pró­sent hlut hvor. Anna situr í stjórn Síldarvinnslunnar og Ingi er varamaður í stjórn. 

Auk þess á Kjálka­nes 37,41 pró­sent hlut í Hrólfsskeri, stærsta eig­anda trygg­inga­fé­lags­ins Sjó­vá með 15,65 prósent hlut. Stærsti eigandi Hrólfsskers er Kaldbakur, fjárfestingafélag Samherjasamstæðunnar. Björgólfur er stjórn­ar­for­maður Sjó­vá. 

Þá á Kjálkanes 36,38 prósent hlut í Norðurböðum og er stærsti hluthafi þess. Á meðal eigna Norðurbaða er 44 prósent hlutur í Jarðböðunum í Mývatnssveit og 35 prósent hlutur í Sjóböðunum á Húsavík. Björgólfur og Ingi sitja í stjórn Norðurbaða. 

Raunverulegt eigið fé sennilega miklu meira

Síld­ar­vinnslan, stærsta eign Kjálka­ness, var skráð á markað í maí í 2021. Þegar það gerðist seldi Kjálkanes bréf í henni fyrir alls 17 millj­arða króna, en bók­færður sölu­hagn­aður var níu millj­arðar króna. Sú sala gjörbreytti stöðu félagsins til hins betra og leiddi til þess að hagnaður þess milli áranna 2020 og 2021 um 10,7 milljarða króna. 

Miðað við útboðs­gengi var virði Síldarvinnslunnar 101,3 millj­arðar króna við skrán­ingu. Það hefur hækkað gríð­ar­lega síðan þá, en við lok við­skipta í síðustu viku var félagið metið á tæplega 218 millj­arða króna. Það þýðir að hlutur Kjálkanes í Síldarvinnslunni er metinn á um 35 milljarða króna. Bókfært virði hans í ársreikningi er hins vegar 13,6 milljarðar króna. Miðað við þetta þá er eigið fé Kjálkanes vanmetið um rúmlega 20 milljarða króna.

Þar verður þó að taka með í reikninginn að Síldarvinnslan keypti útgerðina Vísi í Grindavík í fyrra á 31 milljarð króna. Skömmu áður hafði félagið keypt 34,2 prósent hlut í norska lax­eld­is­fé­lag­inu Arctic Fish Holding AS fyrir um 13,7 millj­arða króna. Það félag á allt hlutafé í Arctic Fish ehf. sem er eitt af stærstu lax­eld­is­fyr­ir­tækjum á Íslandi og rekur eld­is­stöðvar á Vest­fjörðum.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár