Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Reitir og Eik horfa til þess að byggja mikið á milli Hilton og Ármúla

Fast­eigna­fé­lög­in Eik og Reit­ir standa sam­an að til­lögu um upp­bygg­ingu fjölda íbúða í fjöl­býl­is­hús­um á svæði sem er í dag risa­stórt mal­bik­að bíla­stæði á bak við Hilt­on Nordica-hót­el­ið við Suð­ur­lands­braut. Skipu­lags­full­trú­inn í Reykja­vík hef­ur tek­ið já­kvætt í frumdrög að upp­bygg­ingu á svæð­inu.

Reitir og Eik horfa til þess að byggja mikið á milli Hilton og Ármúla
Uppbyggingarhugmynd Hugmyndir Eikar og Reita ganga út á að breyta svæði sem í dag er að mestu lagt undir malbikað bílastæði í reit undir blandaða byggð. Mynd: Arkþing-Nordic

Fasteignafélögin Eik og Reitir fengu undir lok júlí jákvæðar undirtektir frá skipulagsfulltrúanum í Reykjavík varðandi tillögu að framtíðaruppbyggingu á svæðinu á bakvið Hilton Nordica-hótelið við Suðurlandsbraut. Tillaga arkitektastofunnar Arkþing-Nordic fyrir hönd fasteignafélaganna tveggja gerir ráð fyrir að þar geti risið allmörg ný fjölbýlishús með þjónustu á jarðhæðum.

Frumdrögin gera ráð fyrir heildarbyggingarmagni upp á 21.500 fermetra auk 7.700 fermetra bílakjallara. Þar af yrðu u.þ.b. 18.900 fermetrar hugsaðir undir íbúðarhúsnæði og 2.600 fermetrar undir verslun og þjónustu. 

Í umsögn skipulagsfulltrúa, sem samþykkt var á afgreiðslufundi embættisins 27. júlí, segir að tillagan sýni „áhugaverðar hugmyndir að torgum og göngugötum sem jafnframt eru íbúðargötum“ og jafnframt „áhugaverða hugmynd að grænum inngarði til suðurs með djúpum jarðvegi svo tré fái þrifist“. Þá sé áhersla „lögð á góð útirými og góðar gönguleiðir sem tengja Ármúla við stoppistöðvar Borgarlínu við Suðurlandsbraut“.

Sjö til níu hæðir kannski full hátt

Skipulagsfulltrúi segist taka jákvætt í fyrirliggjandi frumdrög að uppbyggingu og segir í umsögn embættisins að hugmyndir um blandaða byggð og íbúðargöturými séu „áhugaverðar og vel útfærðar“. 

LoftmyndFjöldi nýrra húsa mun rísa á þessu svæði er fram líða stundir, ef áform fasteignafélaga verða að veruleika.

Hins vegar vakni spurningar um byggingarmagn og hæðir húsa, en skipulagsfulltrúi segir að þær teljist „full háar“, sérstaklega á horni Suðurlandsbrautar og Lágmúla, en teikning úr tillögunni sýnir þar 9 hæða hátt hús, og við Hallarmúla, þar sem 7 hæða hús er sýnt á teikningu. Einnig segir skipulagsfulltrúi að spurningar vakni um „afstöðu fjölbýlishúss á austasta hluta lóðar til atvinnuhúsnæðis að Hallarmúla 2“.

Í umsögn skipulagsfulltrúa segir að vinna þurfi greiningu á kolefnisspori uppbygingarinnar samhliða hönnun, ásamt greiningu á dagsbirtu íbúða. Þá þurfi að vinna samgöngumat fyrir uppbyggingu, sem skuli leggja til grundvallar ákvörðunar um fjölda bíla- og hjólastæða á svæðinu ásamt bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar. Einnig kemur fram að samþætta þurfi hugmyndir að uppbyggingu á þessu svæði við þróunaráætlun fyrir Múla, sem sögð er á lokastigi.

Fasteignafélögin Eik og Reitir eiga sinn hvorn hlutann af svæðinu sem um ræðir. Reitir eiga húsnæði Nordica-hótelsins og einnig atvinnuhúsnæðið við Hallarmúla 2, en Eik á fasteignina við Ármúla 3, sem meðal annars hýsir höfuðstöðvar tryggingafélagsins VÍS.

Reitir hafa áður kynnt að félagið hafi áform um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á þessu svæði fyrir aftan Hilton-hótelið og kynnti fulltrúi félagsins þær hugmyndir meðal annars á opnum fundi um samgöngu- og skipulagsmál sem Reykjavíkurborg stóð fyrir vorið 2021. Í glærukynningu fulltrúa Reita á þeim fundi kom fram að hægt yrði að koma fyrir allt að 120 íbúðum og 1.300 fermetrum af atvinnuhúsnæði á svæðinu, í sex fjölbýlishúsum.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
5
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.
Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
6
FréttirStjórnarslit 2024

Bjarni vildi ekki þykj­ast - Svandís seg­ir hann óhæf­an

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
3
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
5
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár