Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Reitir og Eik horfa til þess að byggja mikið á milli Hilton og Ármúla

Fast­eigna­fé­lög­in Eik og Reit­ir standa sam­an að til­lögu um upp­bygg­ingu fjölda íbúða í fjöl­býl­is­hús­um á svæði sem er í dag risa­stórt mal­bik­að bíla­stæði á bak við Hilt­on Nordica-hót­el­ið við Suð­ur­lands­braut. Skipu­lags­full­trú­inn í Reykja­vík hef­ur tek­ið já­kvætt í frumdrög að upp­bygg­ingu á svæð­inu.

Reitir og Eik horfa til þess að byggja mikið á milli Hilton og Ármúla
Uppbyggingarhugmynd Hugmyndir Eikar og Reita ganga út á að breyta svæði sem í dag er að mestu lagt undir malbikað bílastæði í reit undir blandaða byggð. Mynd: Arkþing-Nordic

Fasteignafélögin Eik og Reitir fengu undir lok júlí jákvæðar undirtektir frá skipulagsfulltrúanum í Reykjavík varðandi tillögu að framtíðaruppbyggingu á svæðinu á bakvið Hilton Nordica-hótelið við Suðurlandsbraut. Tillaga arkitektastofunnar Arkþing-Nordic fyrir hönd fasteignafélaganna tveggja gerir ráð fyrir að þar geti risið allmörg ný fjölbýlishús með þjónustu á jarðhæðum.

Frumdrögin gera ráð fyrir heildarbyggingarmagni upp á 21.500 fermetra auk 7.700 fermetra bílakjallara. Þar af yrðu u.þ.b. 18.900 fermetrar hugsaðir undir íbúðarhúsnæði og 2.600 fermetrar undir verslun og þjónustu. 

Í umsögn skipulagsfulltrúa, sem samþykkt var á afgreiðslufundi embættisins 27. júlí, segir að tillagan sýni „áhugaverðar hugmyndir að torgum og göngugötum sem jafnframt eru íbúðargötum“ og jafnframt „áhugaverða hugmynd að grænum inngarði til suðurs með djúpum jarðvegi svo tré fái þrifist“. Þá sé áhersla „lögð á góð útirými og góðar gönguleiðir sem tengja Ármúla við stoppistöðvar Borgarlínu við Suðurlandsbraut“.

Sjö til níu hæðir kannski full hátt

Skipulagsfulltrúi segist taka jákvætt í fyrirliggjandi frumdrög að uppbyggingu og segir í umsögn embættisins að hugmyndir um blandaða byggð og íbúðargöturými séu „áhugaverðar og vel útfærðar“. 

LoftmyndFjöldi nýrra húsa mun rísa á þessu svæði er fram líða stundir, ef áform fasteignafélaga verða að veruleika.

Hins vegar vakni spurningar um byggingarmagn og hæðir húsa, en skipulagsfulltrúi segir að þær teljist „full háar“, sérstaklega á horni Suðurlandsbrautar og Lágmúla, en teikning úr tillögunni sýnir þar 9 hæða hátt hús, og við Hallarmúla, þar sem 7 hæða hús er sýnt á teikningu. Einnig segir skipulagsfulltrúi að spurningar vakni um „afstöðu fjölbýlishúss á austasta hluta lóðar til atvinnuhúsnæðis að Hallarmúla 2“.

Í umsögn skipulagsfulltrúa segir að vinna þurfi greiningu á kolefnisspori uppbygingarinnar samhliða hönnun, ásamt greiningu á dagsbirtu íbúða. Þá þurfi að vinna samgöngumat fyrir uppbyggingu, sem skuli leggja til grundvallar ákvörðunar um fjölda bíla- og hjólastæða á svæðinu ásamt bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar. Einnig kemur fram að samþætta þurfi hugmyndir að uppbyggingu á þessu svæði við þróunaráætlun fyrir Múla, sem sögð er á lokastigi.

Fasteignafélögin Eik og Reitir eiga sinn hvorn hlutann af svæðinu sem um ræðir. Reitir eiga húsnæði Nordica-hótelsins og einnig atvinnuhúsnæðið við Hallarmúla 2, en Eik á fasteignina við Ármúla 3, sem meðal annars hýsir höfuðstöðvar tryggingafélagsins VÍS.

Reitir hafa áður kynnt að félagið hafi áform um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á þessu svæði fyrir aftan Hilton-hótelið og kynnti fulltrúi félagsins þær hugmyndir meðal annars á opnum fundi um samgöngu- og skipulagsmál sem Reykjavíkurborg stóð fyrir vorið 2021. Í glærukynningu fulltrúa Reita á þeim fundi kom fram að hægt yrði að koma fyrir allt að 120 íbúðum og 1.300 fermetrum af atvinnuhúsnæði á svæðinu, í sex fjölbýlishúsum.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár