Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Reitir og Eik horfa til þess að byggja mikið á milli Hilton og Ármúla

Fast­eigna­fé­lög­in Eik og Reit­ir standa sam­an að til­lögu um upp­bygg­ingu fjölda íbúða í fjöl­býl­is­hús­um á svæði sem er í dag risa­stórt mal­bik­að bíla­stæði á bak við Hilt­on Nordica-hót­el­ið við Suð­ur­lands­braut. Skipu­lags­full­trú­inn í Reykja­vík hef­ur tek­ið já­kvætt í frumdrög að upp­bygg­ingu á svæð­inu.

Reitir og Eik horfa til þess að byggja mikið á milli Hilton og Ármúla
Uppbyggingarhugmynd Hugmyndir Eikar og Reita ganga út á að breyta svæði sem í dag er að mestu lagt undir malbikað bílastæði í reit undir blandaða byggð. Mynd: Arkþing-Nordic

Fasteignafélögin Eik og Reitir fengu undir lok júlí jákvæðar undirtektir frá skipulagsfulltrúanum í Reykjavík varðandi tillögu að framtíðaruppbyggingu á svæðinu á bakvið Hilton Nordica-hótelið við Suðurlandsbraut. Tillaga arkitektastofunnar Arkþing-Nordic fyrir hönd fasteignafélaganna tveggja gerir ráð fyrir að þar geti risið allmörg ný fjölbýlishús með þjónustu á jarðhæðum.

Frumdrögin gera ráð fyrir heildarbyggingarmagni upp á 21.500 fermetra auk 7.700 fermetra bílakjallara. Þar af yrðu u.þ.b. 18.900 fermetrar hugsaðir undir íbúðarhúsnæði og 2.600 fermetrar undir verslun og þjónustu. 

Í umsögn skipulagsfulltrúa, sem samþykkt var á afgreiðslufundi embættisins 27. júlí, segir að tillagan sýni „áhugaverðar hugmyndir að torgum og göngugötum sem jafnframt eru íbúðargötum“ og jafnframt „áhugaverða hugmynd að grænum inngarði til suðurs með djúpum jarðvegi svo tré fái þrifist“. Þá sé áhersla „lögð á góð útirými og góðar gönguleiðir sem tengja Ármúla við stoppistöðvar Borgarlínu við Suðurlandsbraut“.

Sjö til níu hæðir kannski full hátt

Skipulagsfulltrúi segist taka jákvætt í fyrirliggjandi frumdrög að uppbyggingu og segir í umsögn embættisins að hugmyndir um blandaða byggð og íbúðargöturými séu „áhugaverðar og vel útfærðar“. 

LoftmyndFjöldi nýrra húsa mun rísa á þessu svæði er fram líða stundir, ef áform fasteignafélaga verða að veruleika.

Hins vegar vakni spurningar um byggingarmagn og hæðir húsa, en skipulagsfulltrúi segir að þær teljist „full háar“, sérstaklega á horni Suðurlandsbrautar og Lágmúla, en teikning úr tillögunni sýnir þar 9 hæða hátt hús, og við Hallarmúla, þar sem 7 hæða hús er sýnt á teikningu. Einnig segir skipulagsfulltrúi að spurningar vakni um „afstöðu fjölbýlishúss á austasta hluta lóðar til atvinnuhúsnæðis að Hallarmúla 2“.

Í umsögn skipulagsfulltrúa segir að vinna þurfi greiningu á kolefnisspori uppbygingarinnar samhliða hönnun, ásamt greiningu á dagsbirtu íbúða. Þá þurfi að vinna samgöngumat fyrir uppbyggingu, sem skuli leggja til grundvallar ákvörðunar um fjölda bíla- og hjólastæða á svæðinu ásamt bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar. Einnig kemur fram að samþætta þurfi hugmyndir að uppbyggingu á þessu svæði við þróunaráætlun fyrir Múla, sem sögð er á lokastigi.

Fasteignafélögin Eik og Reitir eiga sinn hvorn hlutann af svæðinu sem um ræðir. Reitir eiga húsnæði Nordica-hótelsins og einnig atvinnuhúsnæðið við Hallarmúla 2, en Eik á fasteignina við Ármúla 3, sem meðal annars hýsir höfuðstöðvar tryggingafélagsins VÍS.

Reitir hafa áður kynnt að félagið hafi áform um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á þessu svæði fyrir aftan Hilton-hótelið og kynnti fulltrúi félagsins þær hugmyndir meðal annars á opnum fundi um samgöngu- og skipulagsmál sem Reykjavíkurborg stóð fyrir vorið 2021. Í glærukynningu fulltrúa Reita á þeim fundi kom fram að hægt yrði að koma fyrir allt að 120 íbúðum og 1.300 fermetrum af atvinnuhúsnæði á svæðinu, í sex fjölbýlishúsum.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár