Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hver er saga Nígers og um hvað er barist?

Vald­arán var fram­ið í dög­un­um í Níg­er. Þetta er risa­stórt land sem flest­ir Ís­lend­ing­ar vita þó lík­lega fátt um. Hver er til dæm­is saga þessa lands?

Hver er saga Nígers og um hvað er barist?
Valdarán Það búa 24 milljónir í Níger. Mynd: AFP

Níger er 1.200.000 ferkílómetrar sem þýðir að það er tólf sinnum stærra en Ísland. Landið er í 21. sæti yfir sjálfstæð ríki. Nálæg lönd á þeim lista eru Perú, Angóla, Suður-Afríka og nágrannaríkin Tjad og Malí.
Íbúar eru 24 milljónir, álíka margir og í Norður-Kóreu og Ástralíu.

Miðað við stærð landsins er náttúran í Níger heldur fábreytt því nyrðri hluti landsins er undirlagður Sahara-eyðimörkinni en í syðri hlutanum eru gresjur. Skógur hylur vel innan við eitt prósent landsins.

Þótt það hafi hentað evrópsku nýlenduríkjunum sem lögðu undir sig mestalla Afríku á efri hluta 20. aldar að halda því fram að svæðið sunnan Sahara hafi aðeins verið byggt svokölluðum „frumstæðum þjóðflokkum“ sem bjuggu dreift og óskipulega í smáþorpum án allrar ríkjamyndunar, þá fór því raunar fjarri.

Allt frá því um 500 eftir Krists burð hafa verið á þessu svæði fjöldi ríkja og voru sum þeirra býsna stöndug. Einna fyrst var Gana-ríkið í vestri á mótum Máritaníu og Malí (en ekki í núverandi Gana-ríki) en laust fyrir 800 varð til í austri (Níger, Tjad, Líbíu og Kamerún) ríki sem ýmist er kallað Kanem eða Bornu.

Síðar risu Songhay-ríki og Malí-veldið í vestri. Konungur í því síðarnefna á fyrri hluta 14. aldar var hinn víðfrægi Mensa Músa, sem oft er talinn hafa verið ríkasti konungur sögunnar, bæði fyrr og síðar. Veldi hans var þó skammlíft og á þeim slóðum þar sem Níger er nú risu ýmis ríki Hausa-fólksins. Talið er til tíðinda að Hausar bjuggu í raun við eins konar lýðræði því kóngar þeirra voru kosnir af ættarhöfðingjum víða að af svæðinu.

Fleiri ríki mætti telja en þau voru raunar ekki öll fastmótuð að skipulagi og innviðum, einfaldlega af því landflæmið var mikið, fólkið tiltölulega fátt og af ýmsum þjóðernum, og í norðurhluta landsins voru hirðingjaþjóðir allsráðandi og flökkuðu víða — bundu því ekki trúss sitt við einn sjóndeildarhring frekar en annan.

Flestallir íbúar urðu að lyktum múslimar þótt ýmis eldri trúarbrögð væru mjög lífseig. Árið 1515 var byggð í bænum Agadez fræg moska eftir að stríðsmenn Songhay-ríkis lögðu bæinn undir sig. Hún er byggð úr leir og er hæsta mannvirki heimsins úr því efni — mínarettan eða tilleiðsluturninn er 27 metra hár.

Um 1800 kom fram á sjónarsviðið öflugur trúarleiðtogi af Fulani-þjóðinni, Usman dan Fodio, og kom á fót öflugu kalífadæmi með sjálfan sig sem kalífa. Hreyfing hans var ein ýmissa sem komu fram í múslimalöndum um þær mundir og vildu hreinsa trúna og lögin af allri linkind. Usman sigraðist bæði á ríkjum Hausa og leifunum af Kanem-Bornu ríkinu og til varð Sokoto-ríkið sem var raunar fremur laustengt bandalag ýmissa smærri emír-dæma sem öllu viðurkenndu þó kalífann sem æðsta valdsherra sinn.

Sokoto-ríkið hélt velli alla 19. öldina. Athyglisvert er að um miðja öldina voru taldar 2,5 milljónir þræla í ríkinu en þá er sennilegt að heildaríbúafjöldi hafi nálgast 20 milljónir. Í engu ríki í heiminum voru þá fleiri þrælar nema í Bandaríkjunum þar sem þeir voru um 4 milljónir. Eingöngu var heimilt að hneppa fólk í þrældóm sem ekki var múslimar, en um sama bil var fjöldi íbúa reyndar þvingaður til að undirgangast íslam með góðu eða illu.

Þegar leið að lokum 19. aldar hófst skyndilega kapphlaup evrópsku stórveldanna um nýlendur í Afríku. Margir halda að stórveldin hafi sankað að sér nýlendunum á löngum tíma en sannleikurinn er sá að það gerðist á mjög skömmum tíma og í ýmsum tilfellum um eða jafnvel eftir aldamótin 1900. Fram að því höfðu þau eignað sér ýmis svæði og hafnarborgir við ströndina en nú var farið að sækja inn í lönd.

Margir leiðangrar Vesturlandabúa inn í afrísk lönd voru andstyggilegir, er óhætt að segja. Hér er til dæmis hlekkur á þátt sem Vera Illugadóttir flutti fyrir nokkrum árum um franskan leiðangur meðfram Níger-fljóti.

Þegar Frakkar einsettu sér að leggja undir sig svæðið sem nú kallast Níger gekk það hratt og vel fyrir sig frá sjónarmiði Frakkar. Bretar og Þjóðverjar höfðu malað undir sig syðstu héruð Sokoto-ríkisins sem nú tilheyra Nígeríu og Kamerún og fátt varð um varnir í Níger. Afrísku ríkið höfðu ekki tileinkað sér á nokkurn hátt þær tæknibyltingar allar sem höfðu gengið yfir Evrópu og fengu ekki rönd við reist þegar nýlenduherirnir birtust í upphafi 20. aldar. Mótspyrna Túarega, hinnar frægu hirðingjaþjóðar í Sahara-eyðimörkinni, hélt þó áfram til 1922 þegar Níger var formlega gerð að franskri nýlendu.

Ekki var um harða þjóðfrelsisbaráttu að ræða í Níger eftir að Frakkar tóku þar völdin. Þegar ljóst var orðið að tími nýlenduveldanna væri liðinn veittu Frakkar Níger sjálfstæði árið 1960 og forseti varð þá karl einn sem þeim var þóknanlegur.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hringur Hafsteinsson skrifaði
    Það vantar að segja um hvað er verið að berjast. Fyrirsögnin lofar því.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Ný og óvænt kenning: Hafði Jörðin hring um sig miðja líkt og Satúrnus?
Flækjusagan

Ný og óvænt kenn­ing: Hafði Jörð­in hring um sig miðja líkt og Sa­t­úrn­us?

„Mán­inn hátt á himni skín, hrím­föl­ur og grár ...“ seg­ir í ára­móta­kvæð­inu al­kunna. En hugs­ið ykk­ur nú að ekki ein­ung­is mán­inn einn skini hátt á himni, held­ur teygði sig um all­an him­inn hring­ur af geim­stein­um, ryki, grjót­flís­um af öll­um stærð­um, ísklump­um og jafn­vel smá­mán­um marg­vís­leg­um? Um Jörð­ina okk­ar væri í raun og veru hring­ur eins og sá al­þekkt­ur er um...

Mest lesið

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
5
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.
Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
6
FréttirStjórnarslit 2024

Bjarni vildi ekki þykj­ast - Svandís seg­ir hann óhæf­an

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
3
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
5
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu