Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hver er saga Nígers og um hvað er barist?

Vald­arán var fram­ið í dög­un­um í Níg­er. Þetta er risa­stórt land sem flest­ir Ís­lend­ing­ar vita þó lík­lega fátt um. Hver er til dæm­is saga þessa lands?

Hver er saga Nígers og um hvað er barist?
Valdarán Það búa 24 milljónir í Níger. Mynd: AFP

Níger er 1.200.000 ferkílómetrar sem þýðir að það er tólf sinnum stærra en Ísland. Landið er í 21. sæti yfir sjálfstæð ríki. Nálæg lönd á þeim lista eru Perú, Angóla, Suður-Afríka og nágrannaríkin Tjad og Malí.
Íbúar eru 24 milljónir, álíka margir og í Norður-Kóreu og Ástralíu.

Miðað við stærð landsins er náttúran í Níger heldur fábreytt því nyrðri hluti landsins er undirlagður Sahara-eyðimörkinni en í syðri hlutanum eru gresjur. Skógur hylur vel innan við eitt prósent landsins.

Þótt það hafi hentað evrópsku nýlenduríkjunum sem lögðu undir sig mestalla Afríku á efri hluta 20. aldar að halda því fram að svæðið sunnan Sahara hafi aðeins verið byggt svokölluðum „frumstæðum þjóðflokkum“ sem bjuggu dreift og óskipulega í smáþorpum án allrar ríkjamyndunar, þá fór því raunar fjarri.

Allt frá því um 500 eftir Krists burð hafa verið á þessu svæði fjöldi ríkja og voru sum þeirra býsna stöndug. Einna fyrst var Gana-ríkið í vestri á mótum Máritaníu og Malí (en ekki í núverandi Gana-ríki) en laust fyrir 800 varð til í austri (Níger, Tjad, Líbíu og Kamerún) ríki sem ýmist er kallað Kanem eða Bornu.

Síðar risu Songhay-ríki og Malí-veldið í vestri. Konungur í því síðarnefna á fyrri hluta 14. aldar var hinn víðfrægi Mensa Músa, sem oft er talinn hafa verið ríkasti konungur sögunnar, bæði fyrr og síðar. Veldi hans var þó skammlíft og á þeim slóðum þar sem Níger er nú risu ýmis ríki Hausa-fólksins. Talið er til tíðinda að Hausar bjuggu í raun við eins konar lýðræði því kóngar þeirra voru kosnir af ættarhöfðingjum víða að af svæðinu.

Fleiri ríki mætti telja en þau voru raunar ekki öll fastmótuð að skipulagi og innviðum, einfaldlega af því landflæmið var mikið, fólkið tiltölulega fátt og af ýmsum þjóðernum, og í norðurhluta landsins voru hirðingjaþjóðir allsráðandi og flökkuðu víða — bundu því ekki trúss sitt við einn sjóndeildarhring frekar en annan.

Flestallir íbúar urðu að lyktum múslimar þótt ýmis eldri trúarbrögð væru mjög lífseig. Árið 1515 var byggð í bænum Agadez fræg moska eftir að stríðsmenn Songhay-ríkis lögðu bæinn undir sig. Hún er byggð úr leir og er hæsta mannvirki heimsins úr því efni — mínarettan eða tilleiðsluturninn er 27 metra hár.

Um 1800 kom fram á sjónarsviðið öflugur trúarleiðtogi af Fulani-þjóðinni, Usman dan Fodio, og kom á fót öflugu kalífadæmi með sjálfan sig sem kalífa. Hreyfing hans var ein ýmissa sem komu fram í múslimalöndum um þær mundir og vildu hreinsa trúna og lögin af allri linkind. Usman sigraðist bæði á ríkjum Hausa og leifunum af Kanem-Bornu ríkinu og til varð Sokoto-ríkið sem var raunar fremur laustengt bandalag ýmissa smærri emír-dæma sem öllu viðurkenndu þó kalífann sem æðsta valdsherra sinn.

Sokoto-ríkið hélt velli alla 19. öldina. Athyglisvert er að um miðja öldina voru taldar 2,5 milljónir þræla í ríkinu en þá er sennilegt að heildaríbúafjöldi hafi nálgast 20 milljónir. Í engu ríki í heiminum voru þá fleiri þrælar nema í Bandaríkjunum þar sem þeir voru um 4 milljónir. Eingöngu var heimilt að hneppa fólk í þrældóm sem ekki var múslimar, en um sama bil var fjöldi íbúa reyndar þvingaður til að undirgangast íslam með góðu eða illu.

Þegar leið að lokum 19. aldar hófst skyndilega kapphlaup evrópsku stórveldanna um nýlendur í Afríku. Margir halda að stórveldin hafi sankað að sér nýlendunum á löngum tíma en sannleikurinn er sá að það gerðist á mjög skömmum tíma og í ýmsum tilfellum um eða jafnvel eftir aldamótin 1900. Fram að því höfðu þau eignað sér ýmis svæði og hafnarborgir við ströndina en nú var farið að sækja inn í lönd.

Margir leiðangrar Vesturlandabúa inn í afrísk lönd voru andstyggilegir, er óhætt að segja. Hér er til dæmis hlekkur á þátt sem Vera Illugadóttir flutti fyrir nokkrum árum um franskan leiðangur meðfram Níger-fljóti.

Þegar Frakkar einsettu sér að leggja undir sig svæðið sem nú kallast Níger gekk það hratt og vel fyrir sig frá sjónarmiði Frakkar. Bretar og Þjóðverjar höfðu malað undir sig syðstu héruð Sokoto-ríkisins sem nú tilheyra Nígeríu og Kamerún og fátt varð um varnir í Níger. Afrísku ríkið höfðu ekki tileinkað sér á nokkurn hátt þær tæknibyltingar allar sem höfðu gengið yfir Evrópu og fengu ekki rönd við reist þegar nýlenduherirnir birtust í upphafi 20. aldar. Mótspyrna Túarega, hinnar frægu hirðingjaþjóðar í Sahara-eyðimörkinni, hélt þó áfram til 1922 þegar Níger var formlega gerð að franskri nýlendu.

Ekki var um harða þjóðfrelsisbaráttu að ræða í Níger eftir að Frakkar tóku þar völdin. Þegar ljóst var orðið að tími nýlenduveldanna væri liðinn veittu Frakkar Níger sjálfstæði árið 1960 og forseti varð þá karl einn sem þeim var þóknanlegur.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hringur Hafsteinsson skrifaði
    Það vantar að segja um hvað er verið að berjast. Fyrirsögnin lofar því.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár