Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skemmdarverk framin á fjórum Orkustöðvum í nótt

Regn­boga­fán­ar voru skorn­ir nið­ur á fjór­um bens­ín­stöðv­um Ork­unn­ar í nótt er leið. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur brugð­ist við og flagg­að upp á nýtt jafn harð­an. Mark­aðs­stýra Ork­unn­ar seg­ir að þar á bæ verði ekki lát­ið af stuðn­ingi við hinseg­in fólk. Formað­ur Hinseg­in daga seg­ir um ör­vænt­ing­ar­full við­brögð fá­menns hóps að ræða og legg­ur áherslu á að öll séu vel­kom­in á Hinseg­in daga.

Skemmdarverk framin á fjórum Orkustöðvum í nótt
Flaggað að nýju Markaðsstýra Orkunnar segir að brugðist hafi verið hratt við og regnbogafánunum flaggað að nýju.

Í það minnsta á fjórum bensínstöðvum Orkunnar á höfuðborgarsvæðinu voru framin skemmdarverk í nótt þar sem að regnbogafánar til stuðnings hinsegin fólki voru skornir niður. Formaður Samtakanna ´78 segist telja að um gjörðir fámenns hóps sé að ræða sem gremjist að hafa tapað dagskrárvaldinu í samfélaginu. Á öllum Orkustöðvunum hefur regnbogafánum verið flaggað að nýju.

Heimildin greindi frá því í morgun að regnbogafánar hefðu verið skornir niður á bensínstöð Orkunnar í Öskjuhlíð. „Ég var að keyra framhjá stöðinni þeirra við Smáralind og ég sá ekki betur en búið væri að skera niður regnbogafána þar líka,“ sagði Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, þegar Heimildin ræddi við hann fyrir skemmstu. Þetta staðfesti Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstýra Orkunnar, og sagði að regnbogafánar hefðu verið skornir niður á fjórum stöðvum í nótt.

„Við látum þetta ekkert á okkur fá og styðjum Samtökin í þeirra baráttu,“
Brynja Guðjónsdóttir
markaðsstýra Orkunnar

„Okkur þykir mjög leitt að sjá þetta, en í samráði við öryggisstjóra fyrirtækisins erum við búin að setja upp nýja fána. Við látum þetta ekkert á okkur fá og styðjum Samtökin í þeirra baráttu,“ sagði Brynja.

Að sögn Gunnlaugs hefur Orkan stutt fjárhagslega við hátíðina undanfarin ár og styður við baráttu hinsegin fólks. Orkan flaggar regnbogafánum í ágústmánuði í tilefni Hinsegin daga og til stuðnings fjölbreytileikanum.

Baráttan sé ekki búin

„Þetta er ótrúlega leiðinlegt og hvimleitt að sjá en staðfestir að við þurfum að halda baráttunni áfram, eins og yfirskrift Hinsegin daga segir, baráttan er sannarlega ekki búin,“ segir Gunnlaugur. Hann segir jafnframt að hinsegin fólk sé þess fullvisst að það sé lítill hópur, þó hávær sé, sem standi fyrir andróðri gegn hinseginleikanum.

„Við teljum okkur vita að þessi hópur, þó hávær sé, sé lítill. Auðvitað eru þetta örvæntingarfull viðbrögð háværs en lítils hóps sem finnst þau einhvern veginn hafa misst tökin á umræðunni. Við vitum að þögli meirihlutinn er okkar megin í baráttunni. Við fögnum því líka að við sjáum ítrekað að þegar skemmdarverk sem þessi eru framin, þegar niðrandi skilaboð hafa verið krotuð á regnbogagötur eða regnbogafánar skornir niður, þá bregst fólkið sem hefur staðið fyrir því að mála göturnar eða flagga fánunum strax við. Það tekur þetta nærri sér og vaknar enn frekar til meðvitundar um hvert ástandið er.“

„Ég vil leggja áherslu á að á Hinsegin daga eru öll velkomin.“
Gunnlaugur Bragi Björnsson
formaður Hinsegin daga

Gunnlaugur segir þó að hinsegin fólk sýni engan bilbug á sér, undirbúningur fyrir hinsegin daga sé á lokametrunum. „Við tökum forskot á sæluna á mánudaginn og svo byrjum við af fullum krafti á þriðjudaginn. Ég vil leggja áherslu á að á Hinsegin daga eru öll velkomin.“

Virðist gremjast að hafa tapað dagskrárvaldinu

Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna ´78, segir að samtökin hafi vissulega fundið fyrir bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks en sem betur fer séu það ekki margir sem taki undir andróðurinn. „Þetta er fámennur hópur en hann er hávær, alltaf sömu tíu til fimmtán manneskjurnar, með einhverjum blæbrigðum. Það hafa verið hinsegin hátíðir út um allt land sem hafa verið vel sóttar af heimfólki, bæði hinsegin fólki og svo fólki sem vill sýna stuðning sinn. Það sýnir að samfélagið er gríðarlega opið og hinsegin fólk er almennt vel samþykkt og allur okkar málflutningur. Þess vegna sé ég þessa gjörninga sem svo að annað hvort séu þeir gerðir í hugsunarleysi, einhvers konar bræði, eða þá að þetta sé eitthvað örþrifaráð til þess að vekja athygli á að það sé einhver örsmár hópur sem ekki getur samsamað sig með okkar tilveru. Þessum litla hópi virðist gremjast mjög að hafa tapað dagskrárvaldinu, og gerir með þessu drastístkar tilraunir til að vekja athygli á sér. Ég veit ekki hvernig við náum til þess hóps en hann er að sjálfsögðu velkominn, sjái hann villu síns vegar.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár