Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Klórar sér í kollinum yfir uppsögnum alls starfsfólks

Öllu starfs­fólki Sæ­ferða var sagt upp eft­ir að Vega­gerð­in hafn­aði til­boði fyr­ir­tæk­is­ins í ferju­sigl­ing­ar yf­ir Breiða­fjörð. Þar á með­al var starfs­fólk sem ekki vinn­ur á Breiða­fjarð­ar­ferj­unni Baldri held­ur á skemmti­ferða­skip­inu Sæ­rúnu. Úlf­ar Hauks­son, véla­stjóri á Baldri, seg­ir upp­sagn­irn­ar hafa kom­ið mis­jafn­lega við fólk og hann eigi erfitt með að skilja að ekki sé hægt að halda úti skemmti­ferða­sigl­ing­um frá Stykk­is­hólmi.

Klórar sér í kollinum yfir uppsögnum alls starfsfólks
Segja rekstrinum sjálfhætt Jóhanna Ósk Halldórsdóttir framkvæmdastýra Sæferða segir ekki forsendur fyrir rekstri fyrirtækisins án ferjusiglinga. Mynd: Helgi Seljan

Uppsagnir starfsmanna Sæferða, sem réttlættar voru með því að ekki hefðu náðst samningar um rekstur fyrirtækisins á nýrri ferju á Breiðafirði, náðu einnig til starfsfólks sem eingöngu hefur unnið á skemmtiferðaskipinu Særúnu. Samkvæmt framkvæmdastjóra Sæferða er rekstur ferju á Breiðafirði grundvöllur tilvistar fyrirtækisins. Starfsmaður Sæferða segist hins vegar klóra sér í kollinum yfir því að ekki sé hægt að reka farþegaferju á Breiðafirði þegar til landsins komi árlega þrjár milljónir ferðafólks.

Sæferðir, sem rekið hafa Breiðafjarðarferjuna Baldur, sögðu í síðustu viku upp öllum fastráðnum starfsmönnum sínum, 22 talsins, í ljósi þess að Vegagerðin hafnaði tilboði fyrirtækisins í rekstur skipsins Rastar sem taka á við af Baldri í haust. Sæferðir, sem eru að fullu í eigu Eimskipa, voru eina fyrirtækið sem bauð í siglingarnar á firðinum með hinu nýja skipi sem Vegagerðin samdi um kaup á í byrjun síðasta mánaðar.

Sæferðir hafa sinnt ferjusiglingum yfir Breiðafjörð á milli Stykkishólms og Brjánslækjar, með viðkomu í Flatey. Til stóð að leggja ferjusiglingar af á firðinum þegar samningur Vegagerðarinnar við Sæferðir rynni út í vor sem leið en ákveðið var að breyta þeirri ákvörðun og var þá einkum vísað í breytingar á atvinnustarfsemi á sunnanverðum Vestfjörðum með mikilli uppbyggingu laxeldis þar. Langstærsti hluti þjónustu Baldurs yfir vetrarmánuðina hefur falist í flutningi á vörubílum með fullfermi af laxi frá fyrirtækjunum. Til eru þeir sem velt hafa því upp hvort eðlilegt sé að hið opinbera niðurgreiði slíka flutninga fyrir einkafyrirtæki, að stórum hluta í erlendri eigu, með því að halda úti ferjusiglingum.

Hafa áhyggjur af hafnarmannvirkjum

Sæferðir hafa nú selt Baldur sem verður í siglingum á Breiðafirði fram til 15. október. Í stað Baldurs kemur ferjan Röst, smíðuð 1991, sem hefur þann helsta kost umfram Baldur að vera með tvær vélar. Síðastliðin tvö ár hefur Baldur í tvígang orðið vélarvana úti í Breiðafirðinum með tilheyrandi óþægindum og hættu.

Röstin er styttra skip en Baldur, en breiðara. Mun Röstin geta tekið fimm stóra flutningabíla en hægt hefur verið að setja sex bíla í Baldur.  Þá hafa menn sem Heimildin hefur rætt við lýst áhyggjum sínum af hafnarmannvirkjum sem til staðar eru í Stykkishólmi annars vegar og á Brjánslæk hins vegar. Áhyggjurnar snúast fyrst og fremst að því hvort ekjubrýr á báðum stöðum, sem voru hannaðar fyrir mun mjórra skip en Baldur er, muni passa fyrir Röstina. Röstin, rétt eins og Baldur, er svokallað RoRo-skip, það er skip þar sem farartækjum er keyrt um borð í. Til samaburðar eru þau skip sem híft er upp í kölluð LoLo-skip. Það er því mikilvægt að ekjubrýrnar virki fyrir umrædd skip. Sökum þess að Röstin er breiðari en Baldur hafa menn áhyggjur af því að innkeyrsluhornið inn í skipið verði þröngt, einkum þegar lágt er í sjó.

Ekjubrýrnar ekki hannaðar fyrir svo stórt skipEkjubrýr í Stykkishólmi og Brjánslæk voru hannaðar fyrir mun mjórra skip en Baldur. Röstin, sem taka á við af Baldri, er enn breiðari.

Hefur trú á að saman náist

Jóhanna Ósk Halldórsdóttir framkvæmdastýra Sæferða segir að óformlegar viðræður séu hafnar við Vegagerðina um samninga um rekstur á Röstinni. „Óformlegar viðræður eru hafnar og við eigum fund saman í næstu viku þannig að þetta er bara í farvegi. Ef Sæferðir fá ekki áframhaldandi rekstrarsamning er starfseminni sjálfhætt en starfsfólkið verður áfram í Stykkishólmi, það býr þar. Nýr rekstraraðili hlýtur þá að setja sig í samband við þetta fólk og falast eftir kröftum þess. Okkur hefur hins vegar gengið mjög vel að vinna með Vegagerðinni og ég hef alveg trú á að okkur takist að finna einhverja lausn á þessu, við þurfum bara að bera saman bækur okkar og sjá í hverju mismunurinn liggur.“

„Ef Sæferðir fá ekki áframhaldandi rekstrarsamning er starfseminni sjálfhætt“
Jóhanna Ósk Halldórsdóttir
framkvæmdastýra Sæferða

Spurð hvort uppsagnirnar hafi komið illa við starfsfólk Sæferða vill Jóhanna ekki kannast við það. „Ég myndi ekki segja að það hafi komið illa við fólk. Jú, einhverjum kom þetta á óvart en einhverjir aðrir reiknuðu með þessu af því það var svo langt liðið á birtingu útboðsins. Starfsfólkið hefur verið mjög vel upplýst og verður það áfram.“

Uppsagnirnar komu á óvart

Úlfar Hauksson, vélstjóri á Baldri, er ekki tilbúinn til að taka alveg undir með Jóhönnu. „Ég get alveg sagt þér að þetta fór misjafnlega ofan í fólk. Þessi uppsögn, á þessum tímapunkti, hún kom mér frekar á óvart og ég held að hún hafi komið flestum á óvart. Það hefur auðvitað verið rosaleg óvissa um þetta og fólk átti allt eins von á því að þessar siglingar yrðu lagðar af, það hefði til dæmis ekkert komið mér á óvart.“

„Það þarf ekki þrjú þúsund tonna bílferju til þess“
Úlfar Hauksson
vélstjóri á Baldri, um þörf á þjónustu við íbúa Flateyjar

Úlfar bendir í því samhengi á að þó að búseta sé í Flatey sé ljóst að hægt sé að þjónusta íbúa þar með minni tilkostnaði en með því að reka ferju af sama tagi og Baldur eða Röstina. „Það þarf ekki þrjú þúsund tonna bílferju til þess.“

Sem fyrr segir var það ekki aðeins starfsfólk Sæferða sem vinna á Baldri sem fékk uppsagnarbréf heldur einnig starfsfólk á skemmtiferðaskipinu Særúnu. Særún tekur allt að 115 farþega og siglir skoðunarferðir um eyjarnar á Breiðafirði, þar sem sjá má fugla og seli, jafnvel háhyrninga og aðra hvali. Þá er ferskt sjávarfang veitt á meðan á siglingunni stendur og farþegum boðið að smakka á.

Úlfar segir að það komi á óvart að því starfsfólki hafi verið sagt upp einnig. „Eimskip hefur gefið það út að það sé enginn grundvöllur fyrir rekstri Sæferða ef ferjusiglingarnar eru ekki hluti af því. Ég klóra mér svolítið í hausnum yfir því, það koma þrjár milljónir ferðamanna til landsins á ári og Stykkishólmur er í tveggja tíma fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, með öllum infrastrúktúr. Ég á erfitt með að trúa að ekki sé hægt að reka ferðaþjónustusiglingar í slíkum aðstæðum.“

Eykur öryggiSökum þess að Röstin er búin tveimur vélum mun það auka öryggi í ferjusiglingunum. Baldur, sem hér sést á innstíminu 3. ágúst, er aðeins búinn einni vél og hefur orðið vélarvana á Breiðafirði í tvígang seinustu tvö ár.
Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár