Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hefur ofið tugi armbanda í litum hinsegin fólks

Indigo Ið­unn Þor­kels var 11 ára þeg­ar hán komst að því að hán væri kynseg­in. Indigo fædd­ist í lík­ama stelpu og fannst fólk alltaf sjá hán öðru­vísi en hán upp­lifði sig. „Það er eins og þú sért í bún­ingi og all­ir séu að kalla þig nafn­inu á karakt­ern­um sem þú ert að þykj­ast vera,“ seg­ir Indigo sem hef­ur of­ið fjöld­ann all­an af arm­bönd­um í lit­um hinseg­in fólks að und­an­förnu.

Hefur ofið tugi armbanda í litum hinsegin fólks
List Indigo Iðunn vefur mismunandi tegundir af armböndum sem gefa til kynna stuðning við hinsegin fólk.

Indigo Iðunn Þorkels er klætt í heklaðan topp, með marglitað heklað veski og hvítan stein í snæri um hálsinn. Skartið og fatnaðinn bjó hán til sjálft. Indigo á nokkra mánuði í að ná þrettán árum en er samt fyrir löngu síðan farið að tjá tilfinningar sínar með list. Þær tilfinningar geta verið flóknar fyrir unga kynsegin manneskju.

Á vinstri úlnlið Indigo er vinaband í öllum regnbogans litum. Móðir Indigo, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, ber sambærilegt armband og stóra systir, Inga Vildís Þorkelsdóttir, líka. 

Armböndin hefur Indigo ofið í tilefni hinsegin daga sem hófust í þessari viku. 

„Þó að fólk sé ekki hinsegin þá sýna armböndin að fólkið styðji þau,“ segir Indigo sem hefur ofið um fjóra tugi armbanda nú þegar og selt vinum og vandamönnum hluta þeirra.

„Þá mun fólk sem er kannski hrætt um að koma út úr skápnum vita að það er fólk þarna úti sem mun styðja þau …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Merkileg málnotkun. Þessi einstaklingur hefur sem sagt vafið armbönd. Þá spyr maður sig um hvað vafði hún/hann/hán armböndin? Mér þykir líkelgt, en get ekki fyllyrt, að hún/hann/hán hafi ofið armböndin. Ef svo er, þá verður annað skiljanlegt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár