Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hefur ofið tugi armbanda í litum hinsegin fólks

Indigo Ið­unn Þor­kels var 11 ára þeg­ar hán komst að því að hán væri kynseg­in. Indigo fædd­ist í lík­ama stelpu og fannst fólk alltaf sjá hán öðru­vísi en hán upp­lifði sig. „Það er eins og þú sért í bún­ingi og all­ir séu að kalla þig nafn­inu á karakt­ern­um sem þú ert að þykj­ast vera,“ seg­ir Indigo sem hef­ur of­ið fjöld­ann all­an af arm­bönd­um í lit­um hinseg­in fólks að und­an­förnu.

Hefur ofið tugi armbanda í litum hinsegin fólks
List Indigo Iðunn vefur mismunandi tegundir af armböndum sem gefa til kynna stuðning við hinsegin fólk.

Indigo Iðunn Þorkels er klætt í heklaðan topp, með marglitað heklað veski og hvítan stein í snæri um hálsinn. Skartið og fatnaðinn bjó hán til sjálft. Indigo á nokkra mánuði í að ná þrettán árum en er samt fyrir löngu síðan farið að tjá tilfinningar sínar með list. Þær tilfinningar geta verið flóknar fyrir unga kynsegin manneskju.

Á vinstri úlnlið Indigo er vinaband í öllum regnbogans litum. Móðir Indigo, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, ber sambærilegt armband og stóra systir, Inga Vildís Þorkelsdóttir, líka. 

Armböndin hefur Indigo ofið í tilefni hinsegin daga sem hófust í þessari viku. 

„Þó að fólk sé ekki hinsegin þá sýna armböndin að fólkið styðji þau,“ segir Indigo sem hefur ofið um fjóra tugi armbanda nú þegar og selt vinum og vandamönnum hluta þeirra.

„Þá mun fólk sem er kannski hrætt um að koma út úr skápnum vita að það er fólk þarna úti sem mun styðja þau …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Merkileg málnotkun. Þessi einstaklingur hefur sem sagt vafið armbönd. Þá spyr maður sig um hvað vafði hún/hann/hán armböndin? Mér þykir líkelgt, en get ekki fyllyrt, að hún/hann/hán hafi ofið armböndin. Ef svo er, þá verður annað skiljanlegt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár