Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hefur ofið tugi armbanda í litum hinsegin fólks

Indigo Ið­unn Þor­kels var 11 ára þeg­ar hán komst að því að hán væri kynseg­in. Indigo fædd­ist í lík­ama stelpu og fannst fólk alltaf sjá hán öðru­vísi en hán upp­lifði sig. „Það er eins og þú sért í bún­ingi og all­ir séu að kalla þig nafn­inu á karakt­ern­um sem þú ert að þykj­ast vera,“ seg­ir Indigo sem hef­ur of­ið fjöld­ann all­an af arm­bönd­um í lit­um hinseg­in fólks að und­an­förnu.

Hefur ofið tugi armbanda í litum hinsegin fólks
List Indigo Iðunn vefur mismunandi tegundir af armböndum sem gefa til kynna stuðning við hinsegin fólk.

Indigo Iðunn Þorkels er klætt í heklaðan topp, með marglitað heklað veski og hvítan stein í snæri um hálsinn. Skartið og fatnaðinn bjó hán til sjálft. Indigo á nokkra mánuði í að ná þrettán árum en er samt fyrir löngu síðan farið að tjá tilfinningar sínar með list. Þær tilfinningar geta verið flóknar fyrir unga kynsegin manneskju.

Á vinstri úlnlið Indigo er vinaband í öllum regnbogans litum. Móðir Indigo, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, ber sambærilegt armband og stóra systir, Inga Vildís Þorkelsdóttir, líka. 

Armböndin hefur Indigo ofið í tilefni hinsegin daga sem hófust í þessari viku. 

„Þó að fólk sé ekki hinsegin þá sýna armböndin að fólkið styðji þau,“ segir Indigo sem hefur ofið um fjóra tugi armbanda nú þegar og selt vinum og vandamönnum hluta þeirra.

„Þá mun fólk sem er kannski hrætt um að koma út úr skápnum vita að það er fólk þarna úti sem mun styðja þau …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Merkileg málnotkun. Þessi einstaklingur hefur sem sagt vafið armbönd. Þá spyr maður sig um hvað vafði hún/hann/hán armböndin? Mér þykir líkelgt, en get ekki fyllyrt, að hún/hann/hán hafi ofið armböndin. Ef svo er, þá verður annað skiljanlegt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
2
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár