Indigo Iðunn Þorkels er klætt í heklaðan topp, með marglitað heklað veski og hvítan stein í snæri um hálsinn. Skartið og fatnaðinn bjó hán til sjálft. Indigo á nokkra mánuði í að ná þrettán árum en er samt fyrir löngu síðan farið að tjá tilfinningar sínar með list. Þær tilfinningar geta verið flóknar fyrir unga kynsegin manneskju.
Á vinstri úlnlið Indigo er vinaband í öllum regnbogans litum. Móðir Indigo, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, ber sambærilegt armband og stóra systir, Inga Vildís Þorkelsdóttir, líka.
Armböndin hefur Indigo ofið í tilefni hinsegin daga sem hófust í þessari viku.
„Þó að fólk sé ekki hinsegin þá sýna armböndin að fólkið styðji þau,“ segir Indigo sem hefur ofið um fjóra tugi armbanda nú þegar og selt vinum og vandamönnum hluta þeirra.
„Þá mun fólk sem er kannski hrætt um að koma út úr skápnum vita að það er fólk þarna úti sem mun styðja þau …
Athugasemdir (1)