Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fötluðu fólki nánast ókleift að nota almenningssamgöngur

Hreyfi­haml­að­ir geta hvorki tek­ið strætó né flugrút­una á Kefla­vík­ur­flug­völl og ferða­þjón­usta fatl­aðra fer ekki milli sveit­ar­fé­laga. Að­eins er gott að­gengi á einni stoppi­stöð strætó á lands­byggð­inni og að­eins er að­gengi fyr­ir hjóla­stóla á tveim­ur leið­um. Ekki er gert ráð fyr­ir sam­ráði við fatl­að fólk í drög­um að sam­göngu­áætlun.

Fötluðu fólki nánast ókleift að nota almenningssamgöngur
„Strætó segir það“ Stefán segir að þó Strætó segi að vagnar fyrirtækisins séu aðgengilegir fötluðu fólki sé reyndin sú að oft sé útbúnaður sem til þarf bilaður eða ekki til staðar. Mynd: Heimildin Tómas

Aðeins ein af 168 biðstöðvum strætó á landsbyggðinni telst vera með gott aðgengi fyrir fatlað fólk.  Aðeins er hjólastólaaðgengi í vögnum sem keyra á tveimur landsbyggðarleiðum Strætó og meðal þeirra leiða þar sem ekki er slíkt aðgengi er leiðin út á Keflavíkurflugvöll, auk þess sem stoppistöð strætó er langt frá flugstöðinni. Þá er ekki heldur hjólastólaaðgengi í Flugrútunni. Í drögum að nýrri samgönguáætlun stjórnvalda er ekki minnst sérstaklega á þarfir fatlaðs fólks né heldur er tilgreint að fatlað fólk skuli eiga aðkomu að stefnumótun og forgangsröðun í samgöngumálum.

Í umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) við drög að samgönguáætlun eru gerðar fjölmargar athugasemdir, einkum að því er snýr að  aðgengi fatlaðs fólks að almenningssamgöngum. Meðal þess sem þar kemur fram er að fleiri fatlaðir einstaklingar gætu nýtt sér almenningssamgöngur ef samgöngutækin sjálf og biðstöðvar væru aðgengilegar. Því er hins vegar alls ekki að heilsa.

„Áætlun um að laga eldri biðstöðvar er hins vegar stopp vegna fjárhagsstöðu borgarinnar“
Stefán Vilbergsson
verkefnastjóri hjá ÖBÍ

Í skýrslu sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir ÖBÍ og var birt í október í fyrra kemur fram, sem fyrr segir, að aðeins ein biðstöð Strætó á landsbyggðinni teljist hafa gott aðgengi fyrir fatlað fólk. Í sömu skýrslu segir að árið 2020 hafi Reykjavíkurborg gert úttekt á biðstöðvum innan borgarinnar, en þær eru 556 talsins, þar af 375 með biðskýli. Niðurstaðan var sú að aðeins fjórar stöðvar væru með gott aðgengi og ellefu með gott eða mjög gott yfirborð. „Í kjölfarið var gerð áætlun um uppbyggingu þeirra og nýjar biðstöðvar hafa verið ágætlega aðgengilegar. Áætlun um að laga eldri biðstöðvar er hins vegar stopp vegna fjárhagsstöðu borgarinnar,“ segir Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri hjá ÖBÍ. Óljóst er hversu margar biðstöðvar eru nú aðgengilegar í borginni en ljóst er að þær eru fjarri því að vera meirihlutinn.

Ryðgað og bilað í Strætó

Þá er málum blandið hvort strætisvagnar Strætó séu aðgengilegir, þó slíkt sé skylt, lögum samkvæmt.  „Sko, Strætó segir það. Við hins vegar fórum í að skoða, í samstarfi við Strætó, hversu aðgengilegir vagnarnir eru og hversu aðgengilegar biðstöðvar eru. Þessir vagnar eiga vissulega að vera aðgengilegir, það eru hlerar sem á að vera hægt að lyfta út fyrir farþega í hjólastól og það er svæði þar sem á að vera hægt að festa stólana með bakið í akstursátt. En það má segja að bæði Strætó og fatlað fólk hafi í fjölda ára eiginlega ekki áttað sig á því að þetta væri raunhæfur ferðamáti fyrir hreyfihamlaða, þá var ástandið á þessum vögnum alls konar. Einn vagn sem við skoðuðum hjá þeim, í honum var hlerinn bara ryðgaður fastur við gólfið. Beltin sem á að nota til að festa hjólastóla voru þá í mörgum tilfellum biluð eða of stutt,“ segir Stefán enn fremur.

„Þú stekkur ekki til ef þú áttar þig á því að það er bæjarhátíð á Selfossi í dag sem þig langar á“
Stefán Vilbergsson
verkefnastjóri hjá ÖBÍ

Akstur landsbyggðarstrætós er á forræði Vegagerðarinnar, sem tók við rekstrinum árið 2019,  og var akstur á leiðum boðinn út. ÖBÍ benti sérstaklega á við það tækifæri að tryggja þyrfti aðgengi í vagnana en reyndin er önnur. Að sögn Stefáns eru aðeins tvær leiðir þar sem vagnar með hjólastólalyftu keyra, milli Reykjavíkur og Akureyrar, og milli Reykjavíkur og Selfoss. Þá þarf fatlað fólk að láta vita af því að það hyggist nýta sér þjónustuna með að minnsta kosti sólarhrings fyrirvara. „Þú stekkur ekki til ef þú áttar þig á því að það er bæjarhátíð á Selfossi í dag sem þig langar á. Svo er hitt að allar biðstöðvarnar hafa verið óaðgengilegar, svo mögulega hugsuðu menn að það sé ekki þörf á því að vera með aðgengilega vagna ef ekki er hægt að setja út lyftuna. Á móti hafi fólk svo hugsað að það væri engin þörf á því að hafa aðgengilegar biðstöðvar ef vagnarnir eru ekki aðgengilegir. Þannig að þetta bítur bara í skottið á sér.“

Ekkert verið lagað

Engin biðstöð á landsbyggðinni hefur verið löguð frá því að ÖBÍ birti skýrslu sína í fyrra, svo enn eru 167 þeirra óaðgengilegar hreyfihömluðu fólki. Í drögum að samgönguáætlun, aðgerðaráætlun áranna 2024 til 2028, er tilgreint að mótuð verði uppbyggingaráætlun um bætt aðgengi fatlaðs fólks að kerfi almenningssamgangna og meðal annars horft til skýrslu ÖBÍ. Stefán segir það gott og blessað en hefur allan vara á sér samt. „Samkvæmt fyrri loforðum eiga 90 prósent biðstöðva að verða aðgengilegar fyrir lok árs 2024 en ég sé það ekki gerast. Það hefur engin biðstöð verið löguð frá því að við birtum skýrsluna, það hefur ekkert fjármagn fengist til þess. Það er þó vonandi að það fylgi fjármagn þessari samgönguáætlun, annars eru þetta bara orðin tóm eins og svo oft hefur verið.“

Ófært út á flugvöll

Í umsögn ÖBÍ er bent á að þegar rekstur flugrútu til Keflavíkurflugvallar var boðin út síðast hafi ekki verið gerð krafa um aðgengi fatlaðs fólks, þrátt fyrir skyldu þar um að lögum. Strætisvagnar sem gangi á flugvöllinn séu óaðgengilegir og biðstöð sé langt frá flugstöðvarinnganginum, illa merkt og umferðarleið sé ekki greiðfær. „Akstursþjónusta fatlaðra keyrir ekki milli sveitarfélaga og nánast ómögulegt er að fá leigubíl með hjólastólaaðgengi. Valmöguleikar hreyfihamlaðs fólks eru því bundnir við einkabílinn,“ segir í umsögninni.

Stefán bendir einnig á að hingað til lands komi mikill fjöldi ferðafólks árlega, sumt hvert fatlað fólk. „Það gefur sér kannski að það komist til Reykjavíkur af því að í öllum öðrum vestrænum löndum má ganga að því að hreyfihamlaðir komist leiðar sinnar. En hér er það ekki svo. Ég held að við verðum að horfast í augu við það að Ísland er kannski ekki land sem verður oft fyrir valinu til ferðalaga fyrir hreyfihamlað fólk."

„Ekki talað um aðkomu fatlaðs fólks að stefnumótun og forgangsröðun í samgöngumálum“
úr umsögn ÖBÍ um drög að samgönguáætlun

Í umsögn ÖBÍ er einnig bent á að fatlað fólk sér sérstaklega háð því að tekið sé tillit til þess við uppbyggingu og rekstur samgöngukerfa. „Í kafla II í samgönguáætlun er lögð áhersla á þarfir barna og ungmenna og mismunandi áskoranir kynja í samgöngum en ekki er minnst á sérstaklega skuli taka mið af þörfum fatlaðs fólks. Í 5. lið er ítrekað að tryggð verði aðkoma barna og ungmenna sem og jafnréttissjónarmiða (sem almennt er sett í samhengi við kynjajafnrétti), en ekki talað um aðkomu fatlaðs fólks að stefnumótun og forgangsröðun í samgöngumálum,“ segir í umsögninni. Setur ÖBÍ það í samhengi við þá staðreynd að Ísland hefur fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þar sem tilgreint er sérstaklega að náið samráð skuli haft við fatlað fólk, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd.

 

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu