„Fólk með Downs-heilkenni getur lifað innihaldsríku lífi eins og allir aðrir,“ segir Ingólfur Einarsson, barnalæknir og sviðsstjóri hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð. Skortur sé á almennri þekkingu á Downs-heilkenni í samfélaginu. „Þegar fjallað er um einstaklinga með Downs-heilkenni er yfirleitt einblínt á neikvæðu hliðarnar og á hvers konar stuðning og þjónustu þeir þurfa á að halda.“
Á alþjóðlegum degi Downs-heilkennisins í ár, 21. mars, var fjallað um áhyggjur fólks yfir því að síðasta barnið með Downs-heilkennið væri fætt á Íslandi. Ekkert barn með heilkennið hafði þá fæðst hér á landi í rúm tvö ár. Ástæðan eru fósturskimanir þar sem skimað er eftir litningafrávikinu sem er Downs-heilkennið. Þessar skimanir eru kynntar sem val en ýmsir verðandi foreldrar upplifa að þeim hafi nánast verið ýtt af fólki í heilbrigðiskerfinu að ekki bara fara í skimun heldur í framhaldinu að láta rjúfa þungunina ef barnið kemur til með að vera með Downs-heilkennið. Tvær stúlkur …
Athugasemdir