Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekkert fararsnið á veirunni en smittölur lágar

Guð­rún Asp­e­lund sótt­varna­lækn­ir tel­ur lík­legt að kór­ónu­veir­an sem get­ur vald­ið Covid-19 sé kom­in til þess að vera í heim­in­um. Enn grein­ist fólk smit­að á spít­öl­um lands­ins flesta daga og seg­ir Guð­rún mesta áhyggju­efn­ið ef fólk í við­kvæm­um hóp­um smit­ast.

Ekkert fararsnið á veirunni en smittölur lágar
Sýnataka Andlitsgrímur, sífelldar sýnatökur og tveggja metra fjarlægð voru hluti af daglegu lífi á meðan faraldrinum stóð. Fyrir flesta er sá veruleiki löngu horfinn á braut. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sjö til 35 einstaklingar hafa greinst vikulega með Covid-19 hér á landi í PCR prófum og klínískum greiningum á síðastliðnum þremur mánuðum, samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis. 

Sýni hafa aðallega verið tekin á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri að undanförnu, annars vegar til þess að hægt sé að meðhöndla fólk rétt og hins vegar til þess að koma í veg fyrir að smit berist til annarra sjúklinga eða starfsfólks. 

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er hætt að taka sýni vegna einkenna Covid-19 og tekur einungis sýni hjá fólki sem er á leið til landa sem krefjast neikvæðs Covid-19 prófs ferðamanna við komuna þangað. 

Greind sýni hafa því verið mjög fá að undanförnu. Líklega eru fleiri smitaðir úti í samfélaginu, og vita ýmist af því með því að taka heimapróf eða gera sér ekki grein fyrir því að þeir séu með Covid. Landlæknisembættið hefur ekki upplýsingar um það hve margir þeir einstaklingar eru. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár