Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Færri gistinætur á höfuðborgarsvæðinu núna en í fyrra

Ferða­mönn­um fjölg­ar áfram en hver og einn er í styttri tíma og eyð­ir minna af pen­ing­um en í fyrra. Það kem­ur þó ferða­þjón­ust­unni ekki á óvart. Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, seg­ir síð­asta ár óvenju­legt. Gistinótt­um ferða­manna fjölg­aði ut­an höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Færri gistinætur á höfuðborgarsvæðinu núna en í fyrra
Flestar gistinætur ferðafólks eru enn á höfuðborgarsvæðinu en þar fækkaði þeim þó á milli ára, miðað við júní, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Fjölda gistinátta fjölgaði alls staðar á landinu í júní samanborið við sama mánuð í fyrra, nema á höfuðborgarsvæðinu. Þar fækkaði fjölda gistinátta í júnímánuði á milli ára, þrátt fyrir töluverða aukningu ferðamanna til landsins. Gistinóttum fjölgaði mest á Suðurlandi, um 13 prósent á milli ára. Fjöldi hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu stóð í stað á milli ára og þýða færri gistinætur því að nýting þeirra varð minni. Þetta sýna tölur Hagstofu Íslands um gistinætur í júní. 

Góður gangur Jóhannes segir að það hafi gengið vel að jafna árstíðarsveiflur og fá ferðamenn til að fara víðar um landið en bara á höfuðborgarsvæðið.

Gistinæturnar eru enn langflestar á höfuðborgarsvæðinu, jafnvel þó þær hafi verið 5252 nóttum færri nú en í fyrra. Samtals voru gistinæturnar 231.849 í júní síðastliðnum á höfuðborgarsvæðinu. Á Suðurlandi voru gistinæturnar 123.957 í júní núna en höfðu verið 109.340 í júní á síðasta ári. Nýtingin var að sama skapi einna mest á höfuðborgarsvæðinu, 80 prósent, en hún væri bæði hærri á Suðurlandi og Austurlandi, þar sem hún var 85,3 prósent og 82,4 prósent.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þetta ekki koma á óvart. 

„Ég held að við séum að sjá í rauninni þróun sem er að verða af nokkrum orsökum. Við erum að koma út úr ári sem var mjög óvenjulegt,“ segir hann úr eigin sumarfríi, þar sem hann er truflaður af blaðamanni. Jóhannes segir að ferðamenn hafi hagað ferðalögum sínum með óvenjulegum hætti í fyrra, með lengri ferðum en íslensk ferðaþjónusta á að venjast. „Ferðamenn voru að gista fleiri nætur, jafnvel upp í það að ferðamenn eins og frá Þýskalandi voru að koma í þrjár vikur frekar en tvær,“ segir hann og bætir við að „Bandaríkjamenn voru að koma hingað og stoppa, bara sem dæmi, kannski í átta nætur í staðin fyrir fimm og í samhengi við það fara lengra út frá höfuðborgarsvæðinu, fara lengra um landið.“

Ferðavilji eftir COVID og uppsafnað sparifé hafi auðveldað ferðafólki frá löndum sem einna helst heimsækja Ísland að eyða meiru og vera lengur. „Svo það kemur ekki á óvart á þessu ári að sjá þetta dragast saman aftur. Við erum að sjá, miðað við kortaveltutölur, heldur minni eyðslu per ferðamann, heldur minni dvalarlengd en í fyrra, og svo framvegis,“ segir Jóhannes.

Meira kunni þó vel að spila inn í breytta hegðun ferðafólks.

„Verðin hafa farið töluvert hraðar upp hér eftir faraldurinn heldur en til dæmis í nágrannaborgunum á Norðurlöndunum og það hefur eflaust einhver áhrif líka á þá sem hafa hugsað sér að koma með stuttum fyrirvara.“

„Þeir sem eru að koma til Íslands ætla sér að stórum hluta að fara um landið og skoða náttúruna og það er bara töluvert erfiðara að fá gistirými þar sem framboð er minna víða um landið og það getur vel verið að fólk ákveði að koma síðar á árinu eða á næsta ári eða eitthvað slíkt og þess vegna gæti verið að þetta rými nýtist ekki jafn vel á höfuðborgarsvæðinu.“

„Verðin hafa farið töluvert hraðar upp hér eftir faraldurinn heldur en til dæmis í nágranna borgunum á Norðurlöndunum“

Fjöldi gistinátta sýnir að Suðurland stekkur upp á milli ára. Er þetta afleiðing þess að við höfum reynt að dreifa ferðamönnum?

„Já, ég myndi segja að við höfum náð umtalsverðum árangri í því á þessum undanförnum árum. Það hefur verið í rauninni frá því að Inspired by Iceland, eða Ísland allt árið, herferðin hófst, hefur verið eiginlega þessi tvöfalda mantra markaðssetningar á Íslandi þetta: Ísland allt árið og Ísland allt landið. Að minnka árstíðasveifluna og koma ferðamönnum víðar um land. Og þetta hefur tekist ótrúlega vel. Það er hægt að sjá á því að þegar þetta tímabil byrjaði þá vorum við mesta árstíðasveiflu á Norðurlöndum en núna erum við með minnsta, ef mig misminnir ekki, ef horft er á landið í heild.“

Líka á veturnarFerðafólk hefur í auknum mæli sótt Ísland heim yfir vetrarmánuðina.

Jóhannes segir þó árstíðasveifluna meiri utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess. Verkefnið að ná þeim sveiflum niður gangi hraðar en að dreifa ferðamönnum, sem þó hafi gengið ágætlega. 

„Það hefur gengið að mörgu leyti vel líka þó við hefðum gjarnan viljað sjá hraðari þróun á því,“ segir hann. 

Þó að hver og einn skuli vera að eyða minna en í fyrra og gistinóttum fækkað á höfuðborgarsvæðinu eru heilt yfir fleiri gistinætur að seljast og fleiri að koma til landsins en áður. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru uppsafnaðar gistinætur í ár orðnar hátt í 4,1 milljón talsins samanborið við 3,5 milljónir á sama tímapunkti í fyrra, og útlit fyrir að gistinætur á ársgrundvelli fari í fyrsta sinn yfir 9 milljónir í ár. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
5
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
2
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
4
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár