Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leyst upp eftir dauðann

Ný að­ferð við með­höndl­un jarð­neskra leifa, sem sögð er um­hverf­i­s­vænni en aðr­ar leið­ir, ryð­ur sér nú til rúms. Bret­ar hafa ný­ver­ið breytt lög­um til þess að heim­ila að lík séu leyst upp í brenn­heitri blöndu efna og vatns. Bein­in standa eft­ir, eru möl­uð og sett í duft­ker. Ein­ung­is má greftra eða brenna lík á Ís­landi og eru bálfar­ir orðn­ar yf­ir 60 pró­sent út­fara á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Leyst upp eftir dauðann
Tankur Hér má sjá þrýstitank á borð við þá sem notaðir eru við upplausnaraðferðina. Mynd: Bio Response Solutions

Nú geta Bretar valið um annað en að láta ýmist grafa sig eða brenna eftir dauðann, en ný aðferð við að meðhöndla lík var lögleidd í Bretlandi fyrr í sumar. Hún felst í því að lík eru leyst upp í efnablönduðu vatni, sem nær 160 gráðu hita, í þrýstitanki sem sérstaklega er hannaður til verksins.

Eftir að líkaminn hefur mallað í þrjá til fjóra tíma í efnablöndunni standa eftir ber beinin, sem eru mulin og afhent aðstandendum í duftkeri. Líkamsleifablöndunni er hins vegar veitt í frárennsli.

Þessi aðferð er ekki ný af nálinni, en hún hefur þegar verið lögleidd í mörgum ríkjum Bandaríkjanna, í Kanada og í Suður-Afríku, auk þess sem nefna má að norska þingið réðst í lagabreytingar í fyrra til þess að heimila tilraunir með aðferðina.

Notkun upplausnaraðferðarinnar er þó ekki útbreidd og vitneskja um hana virðist það ekki heldur, þó að aðeins hafi verið fjallað um aðferðina í fjölmiðlum. Það vakti til dæmis nokkra athygli fjölmiðla er aðferðin var notuð við útför suður-afríska biskupsins Desmonds Tutu í upphafi síðasta árs. Hann hafði haft þá ósk við dauða sinn að gengið yrði frá jarðneskum leifum hans á eins umhverfisvænan hátt og hægt væri.

Talsmenn þessarar aðferðar við meðhöndlun jarðneskra leifa hafa einmitt bent á að þetta sé umhverfisvænna en líkbrennsla, þar sem minni orku þurfi til að „sjóða“ en brenna lík, auk þess sem engar gróðurhúsalofttegundir losni út í andrúmsloftið þegar lík eru leyst upp í vatni.

Í frétt breska blaðsins Guardian var sagt frá því að í skoðanakönnun sem gerð var meðal bresks almennings sögðust nær engir svarendur þekkja til þessarar aðferðar, en heil 29 prósent sögðu, eftir að hafa fengið kynningu á henni, að þeir myndu velja að láta leysa sig upp ef sá kostur væri fyrir hendi.

Kom af fjöllum á bálstofunni

Heimildin ákvað að hafa samband á bálstofuna sem Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmis reka í Fossvoginum og athuga hvort þar væri einhver vitneskja um þessa aðferð. Svo reyndist ekki vera, en María Benediktsdóttir, umsjónarmaður bálstofunnar, sagði blaðamanni að hún kæmi alveg af fjöllum. 

„Ég hef bara ekkert heyrt um þetta, svo þú ert alveg að segja mér nýjar fréttir,“ sagði hún, en nefndi þó að henni þætti áhugavert að heyra af upplausnaraðferðinni.

Í Fossvoginum er hins vegar einungis verið að brenna.

„Við brennum bara alla hér í ofninum hjá okkur, í kistu og inn í ofn,“ segir María og bætir við að mikil aukning hafi orðið á bálförum undanfarin ár, en hlutfall bálfara er nú orðið um 60 prósent á móti kistugröfum á höfuðborgarsvæðinu. 

BálstofaLíkbrennsluofn í Fossvogi. Það tekur á bilinu eina til tvær klukkustundir að brenna hvert lík, ásamt kistu.

„Þetta hefur verið rosalega mikil aukning og fer bara vaxandi,“ segir María, sem reiknar með því að fólk kjósi bálfarir sökum þess að þá taki gröfin minna pláss og aðferðin sé umhverfisvænni.

„Síðasta ár voru 1.107 brennslur og þar áður voru níuhundruð og eitthvað. Það verður svo pottþétt enn meira í ár, árið hefur farið vel af stað. Þetta er alltaf að aukast, það er nóg að gera hjá mér, það vantar ekki. Það vantar eiginlega bara meiri vinnutíma, við erum að brenna svona 5-6 á dag,“ segir María Benediktsdóttir, á bálstofunni í Fossvogi.

Fyrsta bálförin á Íslandi fór fram 31. júlí árið 1948, er dr. Gunnlaugur Claessen var brenndur. Gunnlaugur hafði verið framámaður varðandi bálfarir á Íslandi og var til dæmis fyrsti formaður Bálfararfélags Íslands, sem stofnað var árið 1934. Hann lést rúmri viku áður en bálstofan var vígð.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GM
    Gretar Marinosson skrifaði
    Reikningur frá útfararstofu vegna nýlegrar útfarar var upp á rúmlega 800 þúsund. Þar spurði ég útfararstjórann hvort ávallt væri brennt í forláta kistum og hann kvað svo vera.
    0
  • Unnsteinn Sigurgeirsson skrifaði
    Hvernig væri að brenna bara líkið ekki kistuna
    3
    • Íris Arthúrsdóttir skrifaði
      Ég fékk þau svör hjá útfararþjónustu kirkjugarðanna á sínum tíma að það yrði að vera kista til að það væri einhver eldiviður í ofninum. Mér var gefið upp hátt verð á kistunni og sagt að það væri það ódýrasta sem til væri en þegar ég kannaði málið fann ég mjög ódýrar kistur hjá öðrum söluaðila. Það er auðvelt að maka krókinn þegar viðskiptavinirnir eiga í fullu fangi með að takast á við sáran missi oft á tíðum. Það er nóg af timbri til hér í landinu sem fer í förgun, skil ekki af hverju þarf að brenna dýrar kistur með hverjum manni núna á tímum umhverfisvitundar þar sem krafan um að draga úr sóun verður sífellt hærri. Mér finnst líka ótrúverðugt að starfsmenn í brennslunni hafi ekki heyrt orð um þessa nýju aðferð sem er að ryðja sér til rúms í heiminum, ég hef lesið um þetta og starfa þó ekki í þessari grein.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár