Í sömu viku og fréttir bárust af því að skemmtiferðaskip væru helsti mengunarvaldur Evrópu var eitt slíkt, splunkunýtt og sælgætisblátt að lit, sjósett við strendur Finnlands þar sem það var smíðað fyrir bandaríska eigendur sína. Þetta var þó ekki formleg jómfrúarferð fleysins, hún verður ekki farin fyrr en í janúar á næsta ári er það leggur úr höfn frá Miami í Flórída í ferð um Karabíska hafið. Með um 8.000 manns innanborðs, álíka margt fólk og skráð er til heimilis á Akranesi og í nærsveitum.
Allt frá því Freedom of the Seas var hleypt af stokkunum árið 2006 hefur bandaríska lystiskipafélagið Royal Caribbean haft í flota sínum stærstu skemmtiferðaskip heimshafanna. Freedom of the Seas er þó smábátur í samanburði við þau sem á eftir komu og þá sérstaklega það allra nýjasta: Icon of the Seas – stærsta …
Athugasemdir