Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Froðudiskó og feikileg mengun

Stærsta skemmti­ferða­skip heims er það „um­hverf­i­s­væn­asta” hing­að til. Seg­ir skipa­fé­lag­ið. Með því að nota fljót­andi jarðgas sem að­al­upp­sprettu eldsneyt­is sé los­un kol­díoxí­ðs 30-40 pró­sent­um minni en af dísi­lol­íu. Seg­ir skipa­fé­lag­ið. Ekki tákn heims­haf­anna, líkt og vís­að er til í nafni þess, held­ur meng­andi, kapí­talísk­ur og blaut­ur draum­ur. Segja gagn­rýn­end­ur.

Froðudiskó og feikileg mengun
Það stærsta Tölvuteikningar af Icon of the Seas hafa kannski kitlað ferðagleði einhverra en hláturtaugar annarra.

Í sömu viku og fréttir bárust af því að skemmtiferðaskip væru helsti mengunarvaldur Evrópu var eitt slíkt, splunkunýtt og sælgætisblátt að lit, sjósett við strendur Finnlands þar sem það var smíðað fyrir bandaríska eigendur sína. Þetta var þó ekki formleg jómfrúarferð fleysins, hún verður ekki farin fyrr en í janúar á næsta ári er það leggur úr höfn frá Miami í Flórída í ferð um Karabíska hafið. Með um 8.000 manns innanborðs, álíka margt fólk og skráð er til heimilis á Akranesi og í nærsveitum.

KynninginEngu hefur verið til sparað við kynningu á Icon of the Seas.

Allt frá því Freedom of the Seas var hleypt af stokkunum árið 2006 hefur bandaríska lystiskipafélagið Royal Caribbean haft í flota sínum stærstu skemmtiferðaskip heimshafanna. Freedom of the Seas er þó smábátur í samanburði við þau sem á eftir komu og þá sérstaklega það allra nýjasta: Icon of the Seas – stærsta …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár