Froðudiskó og feikileg mengun

Stærsta skemmti­ferða­skip heims er það „um­hverf­i­s­væn­asta” hing­að til. Seg­ir skipa­fé­lag­ið. Með því að nota fljót­andi jarðgas sem að­al­upp­sprettu eldsneyt­is sé los­un kol­díoxí­ðs 30-40 pró­sent­um minni en af dísi­lol­íu. Seg­ir skipa­fé­lag­ið. Ekki tákn heims­haf­anna, líkt og vís­að er til í nafni þess, held­ur meng­andi, kapí­talísk­ur og blaut­ur draum­ur. Segja gagn­rýn­end­ur.

Froðudiskó og feikileg mengun
Það stærsta Tölvuteikningar af Icon of the Seas hafa kannski kitlað ferðagleði einhverra en hláturtaugar annarra.

Í sömu viku og fréttir bárust af því að skemmtiferðaskip væru helsti mengunarvaldur Evrópu var eitt slíkt, splunkunýtt og sælgætisblátt að lit, sjósett við strendur Finnlands þar sem það var smíðað fyrir bandaríska eigendur sína. Þetta var þó ekki formleg jómfrúarferð fleysins, hún verður ekki farin fyrr en í janúar á næsta ári er það leggur úr höfn frá Miami í Flórída í ferð um Karabíska hafið. Með um 8.000 manns innanborðs, álíka margt fólk og skráð er til heimilis á Akranesi og í nærsveitum.

KynninginEngu hefur verið til sparað við kynningu á Icon of the Seas.

Allt frá því Freedom of the Seas var hleypt af stokkunum árið 2006 hefur bandaríska lystiskipafélagið Royal Caribbean haft í flota sínum stærstu skemmtiferðaskip heimshafanna. Freedom of the Seas er þó smábátur í samanburði við þau sem á eftir komu og þá sérstaklega það allra nýjasta: Icon of the Seas – stærsta …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár