Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur í 16,1 prósentustigum í nýrri fylgiskönnun Prósents og hefur aldrei mælst lægra í könnunum fyrirtækisins. Samfylkingin trónir á toppi könnunarinnar með 27,4 prósentustiga stuðning aðspurðra. Þá eru stjórnarflokkarnir Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Framsóknarflokkurinn með rúmlega 7 prósentustiga fylgi hvor. Saman eru ríkisstjórnarflokkarnir því með 30,5 prósenta fylgi og ríkisstjórn því kolfallin ef kosningar væru haldnar nú í sumar, miðað við niðurstöður könnunarinnar.
Óvinsælasti flokkurinn samkvæmt könnun Prósent er Sósíalistaflokkurinn en aðeins 2,9 prósent þátttakenda sögðust styðja flokkinn. Píratar fylgja Sjálfstæðisflokknum á hæla með 14,5 prósentustiga fylgi en þar á eftir koma Viðreisn með 8,9 prósentustiga fylgi, og Flokkur fólksins með 8,5 prósent. Miðflokkurinn mælist á milli Vinstri grænna og Framsóknarflokksins með 7,2 prósentustiga stuðning.
Tvö ár eru í næstu Alþingiskosningar en búast má við töluvert breyttu landslagi innan íslenskra stjórnmála ef stjórnarandstöðuflokkar halda áfram að sækja í sig veðrið og ríkisstjórnarflokkar að tapa fylgi.
Ólga í ríkisstjórnarsamtarfi
Niðurstöður eru í takt við þá þróun sem mælst hefur í nýjustu könnunum Gallup en þá hlaut Samfylkingin mesta fylgi flokkana á meðan að ríkisstjórnarflokakrnir töpuðu fylgi.
Sjá má fylgisbreytingar flokkanna allt frá 9. janúar árið 2016 og fram að 30. júní 2023 samkvæmt Gallup. Eftir formannsbreytingu innan Samfylkingarinnar hefur fylgi flokksins tvöfaldast á stuttum tíma á meðan að fylgi hinna flokkana virðist lækka, að Miðflokknum undanskildum.
Ríkisstjórnarsamstarfið hefur verið í brennidepli síðustu mánuði og náðu deilur innan þess suðumarki við lok þingveturs þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti um hvalveiðibann sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. Í könnun Prósents um afstöðu þjóðarinnar til hvalveiðibannsins sögðust 48 prósent þátttakenda vera ánægð með ákvörðun matvælaráðherra en 26 prósent mjög óánægð. Þá voru töluvert fleiri karlmenn óánægðir með ákvörðunina en konur og kjósendur Pírata og Samfylkingarinnar lang ánægðust með bannið. Fylgjendur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins voru neikvæðastir með ákvörðunina.
Einnig vakti athygli fyrr á árinu þegar Guðlaugur Þór Þórðarson loftlags-, umhverfis-, og orkuráðherra skoraðisitjandi formann Sjálfstæðisflokksins Bjarna Bendiktsson á hólm í kosningum um embættið á miðju kjörtímabili. Bjarni hélt stöðu sinni með 59% atkvæða en Guðlaugur Þór fékk 40%. Sá atburður virðist ekki hafa styrkt stöðu Sjálfstæðisflokksins.
Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 22. júní til 19. júlí 2023.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut í ríkisbanka með afslætti.
Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.
Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka menn í forsvari.
*******************************************************************