Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Segjast hafa upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist

Dýra­vernd­ar­sam­band­ið fer fram á taf­ar­lausa stöðv­un á blóð­töku úr fylfull­um hryss­um. Rann­saka þurfi öll þau til­felli þar sem hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­töku í fyrra­sum­ar en þau voru sam­kvæmt Mat­væla­stofn­un átta. Sam­band­ið seg­ist hins veg­ar hafa „áreið­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar“ um að til­fell­in hafi ver­ið mun fleiri.

Segjast hafa upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist
„Alvarlegt dýraníð“ DÍS fengu ábendingu um að dýralæknir hefði ekki aflífað hryssu sem í ógáti var stungin á barkann og hefði skepnan legið kvalin í allt að tíu mínútur á meðan henni blæddi út. Mynd: Shutterstock

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fer fram á að blóðtöku úr fylfyllum hryssum verði tafarlaust hætt. Það gerir DÍS í samhengi við fréttaflutning Heimildarinnar um miðjan þennan mánuð þar sem greint var frá því að átta hryssur hefðu drepist við eða eftir blóðtöku í fyrrasumar. Fer sambandið fram á að „öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög.“

Heimildin greindi frá því fyrr í mánuðinum að Matvælastofnun hefði á síðasta ári borist tilkynningar um átta hryssur sem hefðu drepist í tengslum við blóðtöku, og hafa þær aldrei verið skráðar fleiri. Þar af drapst ein hryssan í blóðtökunni sökum þess að svo virðist sem stunga hafi misheppnast og henni annað hvort blætt út eða hún hafi kafnað.

Talið er að hryssurnar hafi drepist vegna reynsluleysis þeirra dýralækna sem framkvæmdu blóðtökuna. Eftir umræður um blóðmerahald og ömurlega meðferð á skepnunum við blóðtökuna, eftir að þýsk dýraverndunarsamtök birtu heimildarmynd þar sem sjá mátti aðfarirnar, hættu íslenskir dýralæknar störfum fyrir Ísteka, fyrirtækið sem sér um blóðtökuna. Í þeirra stað voru ráðnir erlendir dýralæknar sem enga reynslu höfðu af framkvæmd sem þessari.

„Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku“
Úr tilkynningu DÍS

Í tilkynningu frá DÍS segir sambandinu hafi borist „áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum 10 bæjum fjórar hryssur.“

Þá segir í tilkynningunni að DÍS hafi einnig fengið ábendingu um að hryssa hafi í ógáti verið stungin í gegnum barka af óreyndum dýralækni í fyrrasumar. Sá hafi ekki brugðist við með því að aflífa hryssuna, eins og skylt sé að gera, heldur hafi hún legið í allt að tíu mínútur meðan henni blæddi út. „Um er að ræða alvarlegt dýraníð,“ segir sambandið.

„Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer Dýraverndarsamband Íslands fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög,“ segir enn fremur í tilkynningunni sem stjórn Dýraverndarsambands Íslands skrifar undir.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Hversu djúpt ætlar græðgin að draga orðspor okkar á alþjóða vettfangi? er ekki nó komið
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár