Segjast hafa upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist

Dýra­vernd­ar­sam­band­ið fer fram á taf­ar­lausa stöðv­un á blóð­töku úr fylfull­um hryss­um. Rann­saka þurfi öll þau til­felli þar sem hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­töku í fyrra­sum­ar en þau voru sam­kvæmt Mat­væla­stofn­un átta. Sam­band­ið seg­ist hins veg­ar hafa „áreið­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar“ um að til­fell­in hafi ver­ið mun fleiri.

Segjast hafa upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist
„Alvarlegt dýraníð“ DÍS fengu ábendingu um að dýralæknir hefði ekki aflífað hryssu sem í ógáti var stungin á barkann og hefði skepnan legið kvalin í allt að tíu mínútur á meðan henni blæddi út. Mynd: Shutterstock

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fer fram á að blóðtöku úr fylfyllum hryssum verði tafarlaust hætt. Það gerir DÍS í samhengi við fréttaflutning Heimildarinnar um miðjan þennan mánuð þar sem greint var frá því að átta hryssur hefðu drepist við eða eftir blóðtöku í fyrrasumar. Fer sambandið fram á að „öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög.“

Heimildin greindi frá því fyrr í mánuðinum að Matvælastofnun hefði á síðasta ári borist tilkynningar um átta hryssur sem hefðu drepist í tengslum við blóðtöku, og hafa þær aldrei verið skráðar fleiri. Þar af drapst ein hryssan í blóðtökunni sökum þess að svo virðist sem stunga hafi misheppnast og henni annað hvort blætt út eða hún hafi kafnað.

Talið er að hryssurnar hafi drepist vegna reynsluleysis þeirra dýralækna sem framkvæmdu blóðtökuna. Eftir umræður um blóðmerahald og ömurlega meðferð á skepnunum við blóðtökuna, eftir að þýsk dýraverndunarsamtök birtu heimildarmynd þar sem sjá mátti aðfarirnar, hættu íslenskir dýralæknar störfum fyrir Ísteka, fyrirtækið sem sér um blóðtökuna. Í þeirra stað voru ráðnir erlendir dýralæknar sem enga reynslu höfðu af framkvæmd sem þessari.

„Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku“
Úr tilkynningu DÍS

Í tilkynningu frá DÍS segir sambandinu hafi borist „áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum 10 bæjum fjórar hryssur.“

Þá segir í tilkynningunni að DÍS hafi einnig fengið ábendingu um að hryssa hafi í ógáti verið stungin í gegnum barka af óreyndum dýralækni í fyrrasumar. Sá hafi ekki brugðist við með því að aflífa hryssuna, eins og skylt sé að gera, heldur hafi hún legið í allt að tíu mínútur meðan henni blæddi út. „Um er að ræða alvarlegt dýraníð,“ segir sambandið.

„Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer Dýraverndarsamband Íslands fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög,“ segir enn fremur í tilkynningunni sem stjórn Dýraverndarsambands Íslands skrifar undir.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Hversu djúpt ætlar græðgin að draga orðspor okkar á alþjóða vettfangi? er ekki nó komið
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár