Lúxuslíf um borð. Með náttúrulegri loftræstingu og þráðlausu neti býður Bibby Stockholm upp á frábæra lausn við verkefni alls staðar um heiminn.“
Verkefnin sem Bibby þessi, prammi með 222 káetum í því sem líkist stöflum af gámahúsum eða fljótandi blokk í anda gamla sovétsins, hefur helst sinnt síðustu þrjá áratugina eru í allra handa stórframkvæmdum. Hin góða lausn sem auglýst er á síðu skipafélagsins Bibby Marine felur í sér ódýra gistingu fyrir verkamenn.
Líkamsræktarsalur. Afþreyingarherbergi. Veitingahús og bar, segir í auglýsingunni. Rétt eins og Bibby sé lystiskip á leið í Karabíska hafið.
En nú er komið að stærsta og umdeildasta verkefni Bibbys og barinn verður ekki opinn á meðan því stendur: Bresk stjórnvöld hafa tekið hann á leigu og komið honum fyrir í höfn …
Athugasemdir