Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vilja ferlíkið Bibby í burtu

Hann er stór og hann er ljót­ur og ligg­ur nú við bryggju í Port­land í Dor­set-sýslu sem þekkt er fyr­ir nátt­úru­feg­urð. En það er þó um­deilt hlut­verk pramm­ans Bibby Stockholm sem ekki síst hef­ur far­ið fyr­ir brjóst­ið á fólki. Um borð vilja stjórn­völd að fólk í leit að vernd, allt að 500 manns í einu, dvelji á með­an unn­ið er að úr­lausn þeirra mála.

Vilja ferlíkið Bibby í burtu
Í slipp Bibby Stockholm fékk andlitslyftingu áður en honum var siglt til Portland í Dorset-sýslu þar sem hann mun liggja í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Mynd: AFP

Lúxuslíf um borð. Með náttúrulegri loftræstingu og þráðlausu neti býður Bibby Stockholm upp á frábæra lausn við verkefni alls staðar um heiminn.“

Verkefnin sem Bibby þessi, prammi með 222 káetum í því sem líkist stöflum af gámahúsum eða fljótandi blokk í anda gamla sovétsins, hefur helst sinnt síðustu þrjá áratugina eru í allra handa stórframkvæmdum. Hin góða lausn sem auglýst er á síðu skipafélagsins Bibby Marine felur í sér ódýra gistingu fyrir verkamenn.

Líkamsræktarsalur. Afþreyingarherbergi. Veitingahús og bar, segir í auglýsingunni. Rétt eins og Bibby sé lystiskip á leið í Karabíska hafið.

BarinnBúið er að breyta Bibby Stockholm svo engan bar er þar lengur að finna. Barinn var notaður til að selja lúxuslífið áður.

En nú er komið að stærsta og umdeildasta verkefni Bibbys og barinn verður ekki opinn á meðan því stendur: Bresk stjórnvöld hafa tekið hann á leigu og komið honum fyrir í höfn …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár