Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þróunarsamvinna Íslands: Hækka framlög með „bókhaldsbrellu“

Ís­lensk stjórn­völd hafa óspart nýtt sér glufu sem ger­ir þeim kleift að telja kostn­að við flótta­fólk á Ís­landi fram sem op­in­bera þró­un­ar­að­stoð. Þeg­ar stjórn­mála­menn hreykja sér af aukn­um fram­lög­um hef­ur lít­ið ver­ið auk­ið við hefð­bundna þró­un­ar­að­stoð. End­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki seg­ir bók­hald­ið ekki stand­ast lög um op­in­ber fjár­mál og að töl­urn­ar séu ekki byggð­ar á raun­kostn­aði held­ur með­al­tali og spám.

Þróunarsamvinna Íslands: Hækka framlög með „bókhaldsbrellu“
Utanríkisráðherrar Ýmislegt hefur gerst síðan Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við af Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Eitt af því er úttekt sem KPMG var fengið til að gera á þróunarsamvinnukostnaði vegna umsækjenda um vernd og kvótaflóttafólks. Mynd: Heiða Helgadóttir

Guðlaugur Þór Þórðarson, þá utanríkisráðherra, botnaði ekkert í því af hverju væri verið að „skamma hann“, eins og hann orðaði það sjálfur í pontu Alþingis í marsmánuði 2019, fyrir það hvernig fjármunum Íslands til þróunaraðstoðar væri varið. Þetta var í umræðu um fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2020 til 2024 en í henni var dregin upp mynd af því hversu metnaðarfull stjórnvöld ætluðu sér að vera næstu árin hvað varðar alþjóðlega þróunaraðstoð og markmið um að verja 0,7 prósentum af þjóðarframleiðslu til hennar, eins og Ísland og önnur iðnríki höfðu lofað Sameinuðu þjóðunum að gera og raunar sett í lög árið 1971. 

Íslensk stjórnvöld ætluðu sér þó ekki að vera neitt sérstaklega metnaðarfull, eins og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, orðaði það í sömu umræðu. Ísland, „ein ríkasta þjóð í heimi“, ætlaði eingöngu að ná hlutfallinu 0,35 prósent á tímabilinu fyrir árið 2024. Stjórnvöld ætluðu með öðrum orðum að miða að …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Varð skugginn af sjálfri sér
4
Móðursýkiskastið#6

Varð skugg­inn af sjálfri sér

Í þess­um loka­þætti Móð­ur­sýkiskasts­ins fá­um við að heyra frá konu sem var sett á lyf sem gætu hafa haft mjög nei­kvæð áhrif á heilsu henn­ar. Lyf sem henni voru gef­in við sjúk­dómi sem svo kom í ljós að hún var ekki með. Hún gekk á milli lækna í ald­ar­fjórð­ung áð­ur en hún fékk rétta grein­ingu. Ragn­hild­ur Þrast­ar­dótt­ir hef­ur um­sjón með þáttar­öð­inni. Hall­dór Gunn­ar Páls­son hann­aði stef og hljóð­heim þátt­anna. Þátt­ur­inn í heild sinni er að­eins að­gengi­leg­ur áskrif­end­um Heim­ild­ar­inn­ar. Áskrift má nálg­ast á heim­ild­in.is/askrift.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár