Guðlaugur Þór Þórðarson, þá utanríkisráðherra, botnaði ekkert í því af hverju væri verið að „skamma hann“, eins og hann orðaði það sjálfur í pontu Alþingis í marsmánuði 2019, fyrir það hvernig fjármunum Íslands til þróunaraðstoðar væri varið. Þetta var í umræðu um fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2020 til 2024 en í henni var dregin upp mynd af því hversu metnaðarfull stjórnvöld ætluðu sér að vera næstu árin hvað varðar alþjóðlega þróunaraðstoð og markmið um að verja 0,7 prósentum af þjóðarframleiðslu til hennar, eins og Ísland og önnur iðnríki höfðu lofað Sameinuðu þjóðunum að gera og raunar sett í lög árið 1971.
Íslensk stjórnvöld ætluðu sér þó ekki að vera neitt sérstaklega metnaðarfull, eins og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, orðaði það í sömu umræðu. Ísland, „ein ríkasta þjóð í heimi“, ætlaði eingöngu að ná hlutfallinu 0,35 prósent á tímabilinu fyrir árið 2024. Stjórnvöld ætluðu með öðrum orðum að miða að …
Athugasemdir (1)