Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ákvörðun Kristjáns Þórs talin hefnd vegna lagasetningar Færeyinga

Ákvörð­un um að aft­ur­kalla heim­ild­ir Fær­ey­inga til loðnu­veiða við Ís­land ár­ið 2017 var tek­in í kjöl­far laga­setn­ing­ar sem bann­aði er­lent eign­ar­hald í fær­eysk­um út­gerð­um. Þar átti Sam­herji mest und­ir. Kristján Þór Júlí­us­son þá­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra neit­aði því að svo hefði ver­ið en í skýrslu um sam­skipti Ís­lands og Fær­eyja er það hins veg­ar stað­fest.

Ákvörðun Kristjáns Þórs talin hefnd vegna lagasetningar Færeyinga
Neitaði en skýrslan segir annað Kristján Þór neitaði því að afturköllun veiðiheimildanna hefði verið vegna nýrrar löggjafar Færeyinga en það kemur hins vegar fram í skýrslu um samskipti þjóðanna að svo hafi verið. Mynd: Hlíf Una

Færeyska þingið samþykkti um miðjan desember árið 2017 frumvarp um sjávarútvegsmál sem hafði í för með sér bann við eignarhaldi erlendra aðila í færeyskri útgerð. Íslensk stjórnvöld höfðu lagst hart á færeysk stjórnvöld og beitt miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir lagasetninguna, eða í það minnsta koma í veg fyrir að þeim íslensku aðilum sem fyrir voru í færeyskum sjávarútvegi yrði úthýst. Það er að segja Samherja. Þegar það tókst ekki beitti nýr sjávarútvegsráðherra Íslands, Kristján Þór Júlíusson, því hefndarbragði að afturkalla heimildir færeyskra skipa til loðnuveiða á Íslandsmiðum.

Færeysk stjórnvöld boðuðu á árinu 2017 róttækar breytingar í sjávarútvegi, breytingar sem meðal annars hefðu haft í för með sér bann við erlendu eignarhaldi í útgerðarfyrirtækjum, sem aftur hefðu gert Samherja að selja hlut sinn í færeysku stórútgerðinni Framherja árið 2023. Eftir mikinn þrýsting, ekki síst frá íslenskum stjórnvöldum var gildistöku laganna frestað, fyrst til ársins 2023 en síðar til ársins 2032.

Samþykkt laganna, þvert ofan í og þrátt fyrir, mikla andstöðu íslenskra stjórnvalda virðist hafa valdið því að hefndarhugur hljóp í íslenska stjórnmálamenn. Í það minnsta tilkynnti Kristján Þór sjávarútvegráðherra 30. desember 2017, hálfur mánuði eftir samþykkt laganna færeyskuað hann hygðist fella úr gildi heimildir færeyskra skipa til loðnuveiða á Íslandi. Loðnuvertíð var þá að hefjast. Afleiðingarnar yrðu líka talsverðar fyrir Íslendinga sem á móti gætu ekki veitt kolmunna í færeyskum sjó en þær veiðar færu fram mun síðar á árinu. 

Kristján Þór gaf þá skýringu að Færeyingar hefðu gert ósanngjarnar kröfur í samningaviðræðum þjóðanna fyrr í sama mánuði. Færeyingar komu af fjöllum í viðbrögðum sínum og sögðu ekkert í viðræðunum hafa gefið tilefni til að slíta þeim eða grípa til þessara aðgerða. Mánuði síðar settlaðist málið og samningar náðust.

Ástæðan ekki gefin upp í færeysku útgáfunni

Þó lítið væri rætt um það opinberlega grunaði marga að Kristján Þór hefði fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, gripið til aðgerðanna í árslok 2017 í hefndar- eða mótmælaskyni við ákvörðun Færeyinga um að að úthýsa erlendri fjárfestingu úr færeyskum útvegi. Þá helst og raunar eingöngu Samherja, fyrirtækinu sem Kristján tengdist, hafandi verið stjórnarformaður félagsins til ársins 1998. Kristján Þór stóð þó alltaf fast á því að ástæðan væri fyrst og fremst stífni Færeyinga í samningum.

„Þetta breyttist í desember 2017 eftir samþykki fiskveiðifrumvarpsins“
Úr skýrslu um samskipti Íslands og Færeyja.

Það var þó ekki mat utanríkisráðuneytisins íslenska, ef marka má hvaða ástæða var gefin fyrir þessum aðgerðum gegn Færeyingum, í skýrslu sem kom út árið 2021 undir forystu Júlíusar Hafstein sendiherra, að beiðni utanríkisráðherra, um samskipti Íslands og Færeyja. Þar er ákvörðun Kristjáns Þórs um afturköllun veiðiheimilda Færeyinga, sögð viðbragð við lagasetningu Færeyinganna:

„Færeyingar hafa um áratuga skeið fengið tilslakanir frá Íslandi, t.d. varðandi magn kvótanna, skiptingu tegunda eða löndunartímabil. Þetta breyttist í desember 2017 eftir samþykki fiskveiðifrumvarpsins, en þá samþykkti Alþingi þingsályktun sem lokaði á loðnuveiðar Færeyinga á Íslandsmiðum 2018 nema samkomulag næðist um aðgang íslenskra skipa til kolmunnaveiða í færeyskri lögsögu 2018.“

Skýrslan, Samskipti Íslands og Færeyja, var kynnt af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í september 2021, í íslenskri og færeyskri útgáfu. Sú síðarnefnda er ólík þeirri íslensku um eitt. Í henni er ekki minnst á fiskveiðifrumvarpið færeyska sem ástæðu eða undanfara ákvörðunar Íslands um að loka á loðnuveiðar Færeyinga. Orðin þrjú: „eftir samþykkt fiskveiðifrumvarpsins“ voru ólíkt öðru í skýrslunni, aldrei þýdd. Í það minnsta skiluðu þau sér ekki í færeysku útgáfu skýrslunnar.

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Takk Heimildin!
    Halda svo áfram að vinda ofan af þessum lygamörðum ÖLLUM.
    Bæði fyrrum og núverandi ráð-eitthvað og það sama um þingmenn fyrrverandi og núverandi.
    Heimildin ber nafn með rentu.
    4
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Djísús.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár