Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ákvörðun Kristjáns Þórs talin hefnd vegna lagasetningar Færeyinga

Ákvörð­un um að aft­ur­kalla heim­ild­ir Fær­ey­inga til loðnu­veiða við Ís­land ár­ið 2017 var tek­in í kjöl­far laga­setn­ing­ar sem bann­aði er­lent eign­ar­hald í fær­eysk­um út­gerð­um. Þar átti Sam­herji mest und­ir. Kristján Þór Júlí­us­son þá­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra neit­aði því að svo hefði ver­ið en í skýrslu um sam­skipti Ís­lands og Fær­eyja er það hins veg­ar stað­fest.

Ákvörðun Kristjáns Þórs talin hefnd vegna lagasetningar Færeyinga
Neitaði en skýrslan segir annað Kristján Þór neitaði því að afturköllun veiðiheimildanna hefði verið vegna nýrrar löggjafar Færeyinga en það kemur hins vegar fram í skýrslu um samskipti þjóðanna að svo hafi verið. Mynd: Hlíf Una

Færeyska þingið samþykkti um miðjan desember árið 2017 frumvarp um sjávarútvegsmál sem hafði í för með sér bann við eignarhaldi erlendra aðila í færeyskri útgerð. Íslensk stjórnvöld höfðu lagst hart á færeysk stjórnvöld og beitt miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir lagasetninguna, eða í það minnsta koma í veg fyrir að þeim íslensku aðilum sem fyrir voru í færeyskum sjávarútvegi yrði úthýst. Það er að segja Samherja. Þegar það tókst ekki beitti nýr sjávarútvegsráðherra Íslands, Kristján Þór Júlíusson, því hefndarbragði að afturkalla heimildir færeyskra skipa til loðnuveiða á Íslandsmiðum.

Færeysk stjórnvöld boðuðu á árinu 2017 róttækar breytingar í sjávarútvegi, breytingar sem meðal annars hefðu haft í för með sér bann við erlendu eignarhaldi í útgerðarfyrirtækjum, sem aftur hefðu gert Samherja að selja hlut sinn í færeysku stórútgerðinni Framherja árið 2023. Eftir mikinn þrýsting, ekki síst frá íslenskum stjórnvöldum var gildistöku laganna frestað, fyrst til ársins 2023 en síðar til ársins 2032.

Samþykkt laganna, þvert ofan í og þrátt fyrir, mikla andstöðu íslenskra stjórnvalda virðist hafa valdið því að hefndarhugur hljóp í íslenska stjórnmálamenn. Í það minnsta tilkynnti Kristján Þór sjávarútvegráðherra 30. desember 2017, hálfur mánuði eftir samþykkt laganna færeyskuað hann hygðist fella úr gildi heimildir færeyskra skipa til loðnuveiða á Íslandi. Loðnuvertíð var þá að hefjast. Afleiðingarnar yrðu líka talsverðar fyrir Íslendinga sem á móti gætu ekki veitt kolmunna í færeyskum sjó en þær veiðar færu fram mun síðar á árinu. 

Kristján Þór gaf þá skýringu að Færeyingar hefðu gert ósanngjarnar kröfur í samningaviðræðum þjóðanna fyrr í sama mánuði. Færeyingar komu af fjöllum í viðbrögðum sínum og sögðu ekkert í viðræðunum hafa gefið tilefni til að slíta þeim eða grípa til þessara aðgerða. Mánuði síðar settlaðist málið og samningar náðust.

Ástæðan ekki gefin upp í færeysku útgáfunni

Þó lítið væri rætt um það opinberlega grunaði marga að Kristján Þór hefði fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, gripið til aðgerðanna í árslok 2017 í hefndar- eða mótmælaskyni við ákvörðun Færeyinga um að að úthýsa erlendri fjárfestingu úr færeyskum útvegi. Þá helst og raunar eingöngu Samherja, fyrirtækinu sem Kristján tengdist, hafandi verið stjórnarformaður félagsins til ársins 1998. Kristján Þór stóð þó alltaf fast á því að ástæðan væri fyrst og fremst stífni Færeyinga í samningum.

„Þetta breyttist í desember 2017 eftir samþykki fiskveiðifrumvarpsins“
Úr skýrslu um samskipti Íslands og Færeyja.

Það var þó ekki mat utanríkisráðuneytisins íslenska, ef marka má hvaða ástæða var gefin fyrir þessum aðgerðum gegn Færeyingum, í skýrslu sem kom út árið 2021 undir forystu Júlíusar Hafstein sendiherra, að beiðni utanríkisráðherra, um samskipti Íslands og Færeyja. Þar er ákvörðun Kristjáns Þórs um afturköllun veiðiheimilda Færeyinga, sögð viðbragð við lagasetningu Færeyinganna:

„Færeyingar hafa um áratuga skeið fengið tilslakanir frá Íslandi, t.d. varðandi magn kvótanna, skiptingu tegunda eða löndunartímabil. Þetta breyttist í desember 2017 eftir samþykki fiskveiðifrumvarpsins, en þá samþykkti Alþingi þingsályktun sem lokaði á loðnuveiðar Færeyinga á Íslandsmiðum 2018 nema samkomulag næðist um aðgang íslenskra skipa til kolmunnaveiða í færeyskri lögsögu 2018.“

Skýrslan, Samskipti Íslands og Færeyja, var kynnt af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í september 2021, í íslenskri og færeyskri útgáfu. Sú síðarnefnda er ólík þeirri íslensku um eitt. Í henni er ekki minnst á fiskveiðifrumvarpið færeyska sem ástæðu eða undanfara ákvörðunar Íslands um að loka á loðnuveiðar Færeyinga. Orðin þrjú: „eftir samþykkt fiskveiðifrumvarpsins“ voru ólíkt öðru í skýrslunni, aldrei þýdd. Í það minnsta skiluðu þau sér ekki í færeysku útgáfu skýrslunnar.

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Takk Heimildin!
    Halda svo áfram að vinda ofan af þessum lygamörðum ÖLLUM.
    Bæði fyrrum og núverandi ráð-eitthvað og það sama um þingmenn fyrrverandi og núverandi.
    Heimildin ber nafn með rentu.
    4
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Djísús.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
3
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
3
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
5
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár