Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spilakort mögulega tekin upp til að draga úr áhættu á peningaþvætti

Markmið fyr­ir­hug­aðr­ar laga­setn­ing­ar sem fel­ur í sér mögu­lega inn­leið­ingu spila­korta er einkum að stuðla að ábyrgri spil­un, sporna við spila­vanda og verj­ast pen­inga­þvætti. Tví­veg­is áð­ur hef­ur stað­ið til að leggja fram sam­bæri­legt frum­varp.

Spilakort mögulega tekin upp til að draga úr áhættu á peningaþvætti
Spilakassar Möguleg innleiðing spilakorta er hluti af vinnu stjórnvalda að úrbótum í vörnum gegn peningaþvætti. Mynd: Shutterstock

Dómsmálaráðuneytið hyggst draga úr áhættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með breytingu á lögum um söfnunarkassa og lögum um Happdrætti Háskóla Íslands. Helstu breytingarnar sem fyrirhugaðar eru snúa að því að ákvæði verði sett í lögin sem um ræðir sem gera kröfu til auðkennis, „mögulega með spilakorti“.

Áhrif og markmið fyrirhugaðrar lagabreytingar eru víðtæk. „Markmið með innleiðingu spilakorta er einkum að stuðla að heilbrigðari leikjamarkaði og ábyrgri spilun, sporna við spilavanda og verjast peningaþvætti.“

Í áformum að lagabreytingunni segir að í áhættumati Ríkislögreglustjóra (RLS) fyrir árið 2019 hafi komið fram að veruleg hætta væri á því að spilakassar gætu verið notaðar til að þvætta fé og að sama áhættuflokkun hafi verið til staðar í mati RLS árið 2021. Verði ekkert aðhafst munu lögin sem undir eru ekki vera „í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og hætta á peningaþvætti væri til staðar á þeim sviðum sem lögin taka til“.

Úrbætur á peningaþvættisvörnum staðið yfir frá 2018

Ísland hefur frá árinu 1991 skuldbundið sig til að samræma löggjöf sína tilmælum alþjóðlega fjármálaaðgerðahópsins Financial Action Task Force (FATF). Í apríl árið 2018 var skýrsla um úttekt FATF á vörnum Íslands gegn peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka og fjármögnun gereyðingarvopna birt. Í henni kom fram að talsverðir veikleikar væru á íslenskri löggjöf og framkvæmd hennar. Síðan þá hefur verið unnið að úrbótum, „sem meðal annars birtast í þeim viðamiklu breytingum sem gerðar hafa verið á íslenskum lögum og reglum hvað þetta varðar,“ segir í áformunum.

Eins og sakir standa uppfylla hvorki lög um söfnunarkassa né lög um Happdrætti Háskóla Íslands kröfur um fullnægjandi varnir gegn peningaþvætti. Samkvæmt áðurnefndu áhættumati RLS er áhætta af peningaþvætti í gegnum spilakassa talin vera mikil. 

„Helstu áhættuþættirnir eru umfang áhættu, bæði hvað varðar fjölda spilakassa og veltu, notkun reiðufjár, sá möguleiki að hægt sé að hlaða inn reiðufé og prenta í kjölfarið út vinningsmiða án þess að spila eða spila fáa leiki, aðgengi spilastaða og annarra til kaupa á vinningsmiðum og nafnleysi spilara. Þessi atriði þarf öll að taka til skoðunar við breytingar á lögunum.“

Líkt og segir í þessari tilvitnun sem fengin er úr áformunum eins og þau eru birt á Samráðsgátt stjórnvalda þá geta nafnlausir spilarar hlaðið tugum þúsunda króna í spilakassana í einu og í stað þess að spila fyrir allt féð, þá prenta spilararnir einfaldlega út vinningsmiða sem síðan er hægt að innleysa og þannig verður til lögmæt slóð fjármuna.

Mun ekki síst gagnast spilurum

Í mati á áhrifum lagasetningarinnar kemur fram að lagabreytingarnar gætu haft áhrif á afkomu Íslandsspila og Happdrættis Háskóla Íslands en óljóst sé hversu mikil áhrifin kunni að vera. Ekki er gert ráð fyrir að breytingarnar muni koma til með að hafa áhrif á afkomu ríkissjóðs eða sveitarfélaga.

Ljóst er að fyrirhugaðar lagabreytingar muni stuðla að vernd þeirra sem stunda spilakassana. „Með upptöku spilakorta verður vernd þeirra sem stunda spilamennsku hjá Íslandsspilum og HHÍ aukin. Verði fyrirhugað frumvarp óbreytt að lögum mun það styrkja stöðu allra kynja, en þá sérstaklega karla þar sem þeir eru í meirihluta þeirra sem stunda spilamennsku hjá framangreindum aðilum,“ segir í áformunum.

Staðið til að leggja fram sambærilegt frumvarp áður

Líkt og Heimildin hefur fjallað um þá stóð til á haustþingi 2022 að leggja fram lagafrumvarp sem myndi fela í sér innleiðingu spilakorta. Það var í samræmi við aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þá var innleiðing slíkra spilakorta sögð vera í forgangi vegna „mikillar áhættu“. Samkvæmt fyrri aðgerðaáætlun átti að leggja frumvarpið fram haustið 2020. Nú stendur enn á ný til að leggja slíkt frumvarp fram.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Spilakort mögulega tekin upp"
    Það færist bara meira yfir á netið - nema fyrir þá allslausu sem hvorki eru með net né greiðslukort.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    90 % peningarþvættis fer gegnum fyrirtæki og fjármálastofnanir. Þetta batterí er bara fyrir smælkið og smadopsala. Kaninn byrjaði með þetta fyrir löngu og þá beint gegn vændi og dopsölum. Ekki alvöru peningaþvætti.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
3
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
3
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
5
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár