Með Heimildinni sem kom út í morgun fylgir Verðbólguspilið. Í því gefst leikmönnum tækifæri á að setja sig í spor hins alvolduga neytanda sem stýrir vægi ólíkra þátta vörukörfunnar sem notuð er til að reikna vísitölu neysluverðs. Þó spilið sé fyrst og fremst til gamans gert endurspeglar það raunverulegar breytingar sem ólíkt neyslumynstur hefur á hvernig verðbólgan snertir hvern og einn.
En hvað er það sem verðbólga og vísitala neysluverðs mælir og, ekki síður, hvað mælir hún ekki?
Ásta Jenný Sigurðardóttir, sérfræðingur í vísitölum, vinnur á vísitölusviði Hagstofu Íslands og hefur það hlutverk, ásamt fleirum, að reikna út verðbreytingar. Finna út hver verðbólgan er. Hún lýsir aðferðafræðinni svona: „Grunnmarkmiðið er að mæla breytingar á neysluverði,“ útskýrir hún. „Við notum ákveðið flokkunarkerfi en þar er neyslu í grunninn skipt í tólf flokka. …
Athugasemdir