Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Vökulir neytendur geta haft mikil áhrif

Þórólf­ur Matth­ías­son hag­fræð­ing­ur seg­ir að neyt­end­ur geti haft mik­il áhrif á verð­bólgu­tím­um. Verð­könn­un Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að fyr­ir fjög­urra manna fjöl­skyldu get­ur það skipt mörg þús­und krón­um á viku hvar keypt er í mat­inn.

Vökulir neytendur geta haft mikil áhrif
Verðathugul Þórólfur segir að þó neytendur geti haft áhrif með því að vera vakandi fyrir verðum missi flestir yfirsýnina þegar verðbólgan fer yfir ákveðin mörk; 20 prósent eða 25 prósent á ársgrundvelli. Mynd: Hlíf Una

„Í gamla daga, þegar verðbólgan var 40 til 80 prósent, þá vandi maður sig á því að skoða verðmiðann á niðursuðudósum til dæmis, hvort verðið væri lægra innst við vegginn en þær sem voru yst, og það kom alveg fyrir,“ segir Þórólfur Geir Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Það gat verið mismunandi verð á sömu vöru í sömu búðinni. En það er náttúrlega ekki þannig lengur.“ 

Það sé þó ýmislegt annað en að teygja sig í öftustu dósina af baunum neytendur geta gert til að bregðast við verðhækkunu. 

„Það er hægt að gera þetta þannig að eyða heilmiklum tíma í að versla og vera vel upplýstur. En þegar verðbólgan fer yfir ákveðin mörk, 20 prósent eða 25 prósent á ársgrundvelli, er þetta komið á svo mikla hreyfingu að þú missir yfirsýnina og þá er ekki vinnandi vegur að fylgjast með,“ segir hann og tekur örlítið nýrra dæmi.

Treysta …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Íslenski verðbólgudraugurinn

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár