Gustav Magnar Witzøe, stærsti hluthafi norska laxeldisfyrirtækisins Salmar AS sem er meirihlutaeigandi Arnarlax á Bíldudal, ætlaði að flytja til Sviss af skattalegum ástæðum í fyrra en hætti við. Frá þessu greinir Witzøe í þætti í norska ríkisútvarpinu, svokölluðu Sumartali þar sem þekktir Norðmenn segja sögu sína. Hann hefur síðastliðin ár verið efstur eða ofarlega á listanum yfir ríkustu menn Noregs. „Ég hef aldrei komið til Sviss, hvorki til Bern eða Luzerne. En í fyrrahaust var ég við það að flytja þangað,“ segir hann.
Faðir hans, Gustav Witzøe eldri, er stofnandi Salmar og var hann stærsti hluthafinn þar til hann færði hlutabréfin yfir á son sinn þegar hann var 13 ára gamall, árið 2006. Witzøe eldri settist nýlega í stjórn Arnarlax á Íslandi. Fréttir um þá Witzøe-feðga hafa vakið athygli …
Athugasemdir