Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hleypa fólki að gosinu

Fólk sem vill berja eld­gos­ið við Litla Hrút aug­um þarf að ganga sam­tals um 20 kíló­metra. Ein­ung­is er hægt að ganga frá Suð­ur­strand­ar­vegi en ekki frá öðr­um veg­um eða vega­slóð­um. Göngu­fólk er beð­ið um að vera sér­stak­lega vel und­ir­bú­ið.

Hleypa fólki að gosinu
Nýtt hraun Göngufólk getur nú lagt leið sína að sérstökum útsýnisstað þar sem hægt er horfa á eldgosið sem hófst í gær. Mynd: AFP

Búið að er opna fyrir ferðir fólks að sérstökum útsýnispunkti þar sem hægt er að horfa yfir eldgosið sem hófst síðdegis á mánudag. Einungis er hægt að ganga frá Suðurstrandarvegi en ekki frá öðrum vegum eða vegaslóðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Úlfari Lúðvíkssyni lögreglustjóra á Suðurnesjum.

Viðbragðsaðilar kalla leiðina sem um ræðir Meradalaleið en hún er merkt inn á kortið hér að neðan með bláum lit. Ganga fram og til baka er um 20 kílómetrar í heildina og sérstaklega er tekið fram að hún henti þar af leiðandi ekki öllum. Í tilkynningunni segir að Veðurstofan muni fljótlega gefa út uppfært hættukort af svæðinu.

MeradalaleiðGöngufólk þarf að ganga frá Suðurstrandavegi eftir bláu línunni, hinni svokölluðu Meradalaleið, að sérstökum útsýnisstað.

„Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Göngufólk fari að öllu með gát

Þeim tilmælum er beint til fólks að klæða sig eftir veðri, að hafa með sér nesti og ekki síst vel hlaðinn farsíma. Þó er ekki hægt að tryggja öruggt samband farsíma á svæðinu. Göngufólk er enn fremur beðið um að fylgjast vel með fréttaflutningi og upplýsingum frá Almannavörnum og Veðurstofu Íslands. Þar að auki megi finna upplýsingar á safetravel.is.

Hægt er að fylgjast með loftgæðum á vef sem Umhverfisstofnun heldur úti, loftgaedi.is. Þar má einnig finna hlekk á textaspá frá Veðurstofu Íslands fyrir gasmengun.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eldgos við Litla-Hrút

Fóru á rafmagnshjólastólum í átt að glóandi hrauninu
FréttirEldgos við Litla-Hrút

Fóru á raf­magns­hjóla­stól­um í átt að gló­andi hraun­inu

Andri Val­geirs­son og Hall­grím­ur Ey­munds­son lögðu af stað í ferða­lag í átt að eld­gos­inu við Litla-Hrút á raf­magns­hjóla­stól­um um síð­ustu helgi. Ferð­in gekk stór­áfalla­laust fyr­ir sig, þó þeir hafi kast­ast að­eins til í stól­un­um vegna tor­færs lands­lags og hleðsl­an á raf­hlöð­um stól­anna hafi klár­ast á baka­leið­inni. Andri kall­ar eft­ir því að að­gengi að ís­lensk­um nátt­úruperl­um verði bætt, svo fólk sem not­ast við hjóla­stól geti feng­ið að sjá land­ið eins og gang­andi fólk.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár