Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Gylfi hefur fengið 50 milljónir frá ráðuneytum og undirstofnun Ásmundar Einars

Á þrem­ur ár­um hef­ur Gylfi Arn­björns­son, fyrr­ver­andi for­seti ASÍ, feng­ið greidd­ar rúm­ar 50 millj­ón­ir króna frá fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu, Vinnu­mála­stofn­un og mennta­mála­ráðu­neyt­inu. Ásmund­ur Ein­ar Daða­son var fé­lags­mála­ráð­herra þeg­ar greiðsl­ur það­an og frá Vinnu­mála­stofn­un voru innt­ar af hendi. Þeg­ar Ásmund­ur Ein­ar fór yf­ir í mennta­mála­ráðu­neyt­ið fylgdi Gylfi hon­um þang­að.

Gylfi hefur fengið 50 milljónir frá ráðuneytum og undirstofnun Ásmundar Einars
Hafði ætlað sér að draga úr vinnu Gylfi, sem er orðinn 65 ára, segir að hann hafi ætlað að draga úr vinnu en svo séu verkefnin svo skemmtileg. Mynd: Hörður Sveinsson

Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur frá því í júnímánuði 2020 fengið greiddar 50,6 milljónir króna fyrir störf fyrir ráðuneyti Ásmundar Einars Daðasonar eða undirstofnanir þess. Greiðslurnar hefur Gylfi fengið vegna vinnu sinnar sem ráðgjafi í átaksverkefnum í kjölfar Covid faraldursins, vegna mótunar framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis og vegna verkefna við eflingu verknáms og framhaldsskóla.

Gylfi var forseti ASÍ í tíu ár, frá árinu 2008 til 2018, og áður framkvæmdastjóri sambandsins. Eftir mikinn ólgusjó í embætti framan af árinu, þar sem meðal annars stjórn VR, Verkalýðsfélag Akraness og aðalfundur Framsýnar lýstu yfir vantrausti á hendur Gylfa, tilkynnti hann í júní 2018 að hann myndi ekki bjóða sig fram til endurkjörs. Hann lét af embætti forseta ASÍ í október 2018.

Sótti um fjölda starfa

Nafn Gylfa var í framhaldinu títt nefnt þegar sagt var frá umsækjendum í ýmsar stöður á vegum hins opinbera næstu misseri. Þanig sótti Gylfi …

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár