Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Enn einn stjórnandinn hættur hjá Íslandsbanka

Þrír stjórn­end­ur hjá Ís­lands­banka hafa misst starf sitt frá því að sátt bank­ans við Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands var birt fyr­ir viku síð­an. Ný stjórn verð­ur kos­in yf­ir bank­ann á hlut­hafa­fundi sem fer fram í lok mán­að­ar.

Enn einn stjórnandinn hættur hjá Íslandsbanka

Atli Rafn Björnsson, sem hafði verið yfir fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, er hættur í bankanum. Frá þessu er greint á Vísi

Því eru stjórnendur Íslandsbanka sem hafa hætt störfum frá því að tæplega 1,2 milljarða króna sekt sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands lagði á bankann, vegna fjölmargra lögbrota sem framin voru í tengslum við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka vorið 2022, var opinberuð í byrjun síðustu viku. 

Birna Einarsdóttir, sem hafði verið bankastjóri Íslandsbanka síðan 2008, var fyrst til að kveðja. Tilkynnt var um starfslok hennar með tilkynningu sem almannatengslafyrirtækið KOM sendi á fjölmiðla klukkan 3:51 aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku. Það gerðist í kjölfar stjórnarfundar í bankanum sem hófst síðdegis daginn áður, og stóð fram á nótt. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar var Birna ekki á þeim buxunum að hætta í starfi sínu þegar fundurinn hófst, og barðist fyrir stöðunni sem hún hafði skömmu áður sagt við fjölmiðla að …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Að klóra í bakkann

    Nú krafsa þingmenn sem mest þeir geta

    Nú hafa nokkrir þingmenn í baklandi ríkisstjórnarinnar verið að þykjast gera réttlætiskröfur. Gera þeir kröfur um að upplýst verði um starfslokasamning fyrrum bankastjóra Íslandsbanka.

    Væntanlega hafa brotrækir millistjórnendur einnig feita starfsloka-samninga. Vandinn er auðvitað sá að þingmenn hafa engin völd yfir slíkum upplýsingum úr bankanum.

    Þetta er auðvitað algjör sýndarmennska til þess eins sem er að upplýsa almenning um fnykinn sem fannst frá þessum banka og af öllum þeim sem stjórnuðu þessum aðgerðum. Er allir telja sig vera algjörlega saklausir af öllu óeðlilegu.

    Það er auðvitað stjórn Íslandsbanka sem á að bera alla ábyrgð á vinnubrögðum sínum, það eru þeir sem hafa stjórnað öllum vinnubrögðum bankans.

    En síðan eftir atvikum einstakir stjórnendur í bankanum og millistjórnendur.
    Það hefur m.a. komið í ljós að mikill minnihluti hluthafa í bankanum stjórna bankanum. Ekki fulltrúar stærstu eig-enda sem er ríkissjóður og lífeyrissjóðir.

    M.ö. að sannast hefur að slíkt fyrirkomulag gengur ekki upp enda hefur hefur iðulega komið í ljós að slíkum fyrir-tækjum er ekki stjórnað samkvæmt viðhorfum almennings (launafólks)

    Þessir núverandi stjórnendur bankans gera nú allt sem þeir geta til að halda völdum sínum yfir bankanum með því m.a. að raða nýju fólki í ábyrgðarstöðurnar sem eru handavaldir af þessum sömu stjórnendum.

    Þetta eru slík vinnubrögð sem við þessir sauðsvörtu fáum að sjá og verða ekki til að auka traust á þessum banka.

    Það virðist alveg augljóst að stjórnarfólk Íslandsbanka vill ekki að þessar hundakúnstir þeirra um stjórn bankans fari fyrir dómstóla.

    Nokkuð sem væri eðlilegt og að núverandi stjórn verði strax skipt út. Það er krafan sem þessir aumingja þing-menn ættu að gera.

    Hræsni þingmannanna er auðvitað yfirgengileg. Því nánast allir stjórnendur í stjórnkerfinu eru með furðulega feita starfsloka samninga og virðist engu skipta hvernig starfslok þeirra bera að. Þetta á einnig við um þingmenn og ráðherra.

    Þetta er einnig þannig hjá æðstu stjórnendum í atvinnurekstrinum og breytir þá engu um þótt ríkissjóður sé að hluta eigendur fyrir-tækjanna.

    Á þennan tvískinnung horfir launafólk á og áttar einnig sig á, að þetta er auðvitað bara mjög alvarleg spilling sem mikill fnykur er af.

    Fólk sem býr við mjög rífleg launakjör hefur enga þörf fyrir ríflega starfslokasamninga umfram það sem almennt launafólk býr við.
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Enn fækkar persónum og leikendum í þessum Íslandsbanka farsa – en mun leikstjórinn/framleiðandinn sleppa?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brosir gegnum sárin
1
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár