Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Enn einn stjórnandinn hættur hjá Íslandsbanka

Þrír stjórn­end­ur hjá Ís­lands­banka hafa misst starf sitt frá því að sátt bank­ans við Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands var birt fyr­ir viku síð­an. Ný stjórn verð­ur kos­in yf­ir bank­ann á hlut­hafa­fundi sem fer fram í lok mán­að­ar.

Enn einn stjórnandinn hættur hjá Íslandsbanka

Atli Rafn Björnsson, sem hafði verið yfir fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, er hættur í bankanum. Frá þessu er greint á Vísi

Því eru stjórnendur Íslandsbanka sem hafa hætt störfum frá því að tæplega 1,2 milljarða króna sekt sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands lagði á bankann, vegna fjölmargra lögbrota sem framin voru í tengslum við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka vorið 2022, var opinberuð í byrjun síðustu viku. 

Birna Einarsdóttir, sem hafði verið bankastjóri Íslandsbanka síðan 2008, var fyrst til að kveðja. Tilkynnt var um starfslok hennar með tilkynningu sem almannatengslafyrirtækið KOM sendi á fjölmiðla klukkan 3:51 aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku. Það gerðist í kjölfar stjórnarfundar í bankanum sem hófst síðdegis daginn áður, og stóð fram á nótt. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar var Birna ekki á þeim buxunum að hætta í starfi sínu þegar fundurinn hófst, og barðist fyrir stöðunni sem hún hafði skömmu áður sagt við fjölmiðla að …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Að klóra í bakkann

    Nú krafsa þingmenn sem mest þeir geta

    Nú hafa nokkrir þingmenn í baklandi ríkisstjórnarinnar verið að þykjast gera réttlætiskröfur. Gera þeir kröfur um að upplýst verði um starfslokasamning fyrrum bankastjóra Íslandsbanka.

    Væntanlega hafa brotrækir millistjórnendur einnig feita starfsloka-samninga. Vandinn er auðvitað sá að þingmenn hafa engin völd yfir slíkum upplýsingum úr bankanum.

    Þetta er auðvitað algjör sýndarmennska til þess eins sem er að upplýsa almenning um fnykinn sem fannst frá þessum banka og af öllum þeim sem stjórnuðu þessum aðgerðum. Er allir telja sig vera algjörlega saklausir af öllu óeðlilegu.

    Það er auðvitað stjórn Íslandsbanka sem á að bera alla ábyrgð á vinnubrögðum sínum, það eru þeir sem hafa stjórnað öllum vinnubrögðum bankans.

    En síðan eftir atvikum einstakir stjórnendur í bankanum og millistjórnendur.
    Það hefur m.a. komið í ljós að mikill minnihluti hluthafa í bankanum stjórna bankanum. Ekki fulltrúar stærstu eig-enda sem er ríkissjóður og lífeyrissjóðir.

    M.ö. að sannast hefur að slíkt fyrirkomulag gengur ekki upp enda hefur hefur iðulega komið í ljós að slíkum fyrir-tækjum er ekki stjórnað samkvæmt viðhorfum almennings (launafólks)

    Þessir núverandi stjórnendur bankans gera nú allt sem þeir geta til að halda völdum sínum yfir bankanum með því m.a. að raða nýju fólki í ábyrgðarstöðurnar sem eru handavaldir af þessum sömu stjórnendum.

    Þetta eru slík vinnubrögð sem við þessir sauðsvörtu fáum að sjá og verða ekki til að auka traust á þessum banka.

    Það virðist alveg augljóst að stjórnarfólk Íslandsbanka vill ekki að þessar hundakúnstir þeirra um stjórn bankans fari fyrir dómstóla.

    Nokkuð sem væri eðlilegt og að núverandi stjórn verði strax skipt út. Það er krafan sem þessir aumingja þing-menn ættu að gera.

    Hræsni þingmannanna er auðvitað yfirgengileg. Því nánast allir stjórnendur í stjórnkerfinu eru með furðulega feita starfsloka samninga og virðist engu skipta hvernig starfslok þeirra bera að. Þetta á einnig við um þingmenn og ráðherra.

    Þetta er einnig þannig hjá æðstu stjórnendum í atvinnurekstrinum og breytir þá engu um þótt ríkissjóður sé að hluta eigendur fyrir-tækjanna.

    Á þennan tvískinnung horfir launafólk á og áttar einnig sig á, að þetta er auðvitað bara mjög alvarleg spilling sem mikill fnykur er af.

    Fólk sem býr við mjög rífleg launakjör hefur enga þörf fyrir ríflega starfslokasamninga umfram það sem almennt launafólk býr við.
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Enn fækkar persónum og leikendum í þessum Íslandsbanka farsa – en mun leikstjórinn/framleiðandinn sleppa?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár