Kvikmyndagerðarmenn kalla eftir því að hlúð sé að kvikmyndinni, en íslenskar myndir unnu til tuga verðlauna á erlendri grundu bara á síðasta ári. Áhorf hefur þó færst í auknum mæli yfir til streymisveitanna og stór hluti endurgreiðslna fara í erlenda framleiðslu. „Þetta er óskaplega skrítin stefna, að eyða ekki þessum peningum í innlenda kvikmyndagerð,“ segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri.
Hundrað ár eru frá því að fyrsta leikna íslenska kvikmyndin, Ævintýri Jóns og Gvendar, var frumsýnd. Við erum því að stíga inn í aðra öld kvikmyndagerðar á landinu og listgreinin komin með nýjar áskoranir, tækni og viðfangsefni sem enginn hefði getað séð fyrir þegar landsmenn söfnuðust saman í Nýja bíói 17. júní 1923 til að sjá svart-hvíta, hljóðlausa stuttmynd í Chaplin-stíl. Nú til dags er fagmennska í greininni, meira jafnrétti og fjölbreytni og kvikmyndagerðarfólk missir ekki lengur húsin sín í hrönnum til að borga …
Athugasemdir