Það hefur sjaldan vafist fyrir mér að skrifa. Ritgerðir, pistlar, greinar eða heilu bækurnar, ef því er að skipta – ekkert vandamál. Meira að segja bréfin, sem ég handskrifaði pennavinum mínum í gamla daga, flokkuðust fremur sem bögglapóstur en sendibréf. En að skrifa í stuttu máli um það sem ég hef lært í lífinu … það hefur staðið í mér eins og þaninn korktappi í gamalli glerflösku. Því það er ekkert smáræði sem hægt er að læra á tæpum sjötíu árum.
Alla þessa áratugi hef ég setið fleiri námskeið en ég hef tölu á í stærstu menntastofnun heims, Skóla lífsins – skólanum sem hvert einasta mannsbarn er skráð í við fæðingu, hvort sem því líkar betur eða verr. Í þeim skóla eru margar og miserfiðar námsbrautir. Sumar veljum við sjálf og þá getur verið leikur að læra. En oft höfum við lítið sem ekkert val. Okkur er beint inn á …
Athugasemdir