Guðbjörg Bjarnadóttir byrjaði að ganga með gönguklúbbnum Veseni og vergangi árið 2017. „Ég byrjaði að reykja 17 ára gömul og var í rauninni stórreykingamanneskja. Ég hætti svo að reykja árið 2013 og svo fór ég að fitna smátt og smátt og ætlaði að ná því af mér og fór að ganga. Ég rakst svo á auglýsingu frá Veseni og vergangi á Facebook og skráði mig í byrjendahóp. Þetta var dálítið erfitt; maður þurfti að reyna dálítið á sig en mér fannst þetta strax vera skemmtilegt. Ég fór svo önnina á eftir í þyngri hóp á vegum Vesens og vergangs og þá fórum við í hraðari göngur og svo fór ég í aukagöngur þess á milli á eigin vegum.“
Það var svo í hittifyra sem Guðbjörg greindist með fjórða stigs eitilfrumukrabbamein sem hafði dreift sér. „Það fyrsta sem ég spurði lækninn var: „Verð ég að hætta að labba?“ Það var alltaf …
Athugasemdir