Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verð ég að hætta að labba?

Guð­björg Bjarna­dótt­ir hafði reykt í ára­tugi þeg­ar hún ákvað að venda sínu kvæði í kross og fór hún að fitna í kjöl­far­ið. Hún fór að ganga með göngu­hópi og smátt og smátt fékk hún meira þol og fór í lengri göng­ur. Hún greind­ist síð­ar með krabba­mein og seg­ir að það fyrsta sem hún hafi spurt lækn­inn um hafi ver­ið hvort hún þyrfti að hætta að ganga. Hún fór í létt­ari göng­ur með­an á með­ferð­inni stóð og byrj­aði svo aft­ur í göngu­hópn­um; byrj­aði smátt og er nú far­in að fara í lengri göng­ur þótt þol­ið sé ekki orð­ið eins og það var.

Verð ég að hætta að labba?
Líðanin breyttist Guðbjörg segir að hún hafi fengið trú á sjálfa sig þegar hún fór að ganga. Mynd: Heiða Helgadóttir

Guðbjörg Bjarnadóttir byrjaði að ganga með gönguklúbbnum Veseni og vergangi árið 2017. „Ég byrjaði að reykja 17 ára gömul og var í rauninni stórreykingamanneskja. Ég hætti svo að reykja árið 2013 og svo fór ég að fitna smátt og smátt og ætlaði að ná því af mér og fór að ganga. Ég rakst svo á auglýsingu frá Veseni og vergangi á Facebook og skráði mig í byrjendahóp. Þetta var dálítið erfitt; maður þurfti að reyna dálítið á sig en mér fannst þetta strax vera skemmtilegt. Ég fór svo önnina á eftir í þyngri hóp á vegum Vesens og vergangs og þá fórum við í hraðari göngur og svo fór ég í aukagöngur þess á milli á eigin vegum.“

Það var svo í hittifyra sem Guðbjörg greindist með fjórða stigs eitilfrumukrabbamein sem hafði dreift sér. „Það fyrsta sem ég spurði lækninn var: „Verð ég að hætta að labba?“ Það var alltaf …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár