Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svandís Svavarsdóttir: Sek um vanrækslu hefði ég hunsað álit fagráðsins

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir að­gerða­leysi líka vera ákvörð­un. Hún hef­ur ekki rætt við Kristján Lofts­son eft­ir að hún tók ákvörð­un um tíma­bund­ið hval­veiða­bann. Verk­efn­ið fram und­an er að ræða við leyf­is­hafa og sér­fræð­inga Mat­væla­stofn­un­ar og ráðu­neyt­is­ins um fram­tíð hval­veiða.

<span>Svandís Svavarsdóttir:</span> Sek um vanrækslu hefði ég hunsað álit fagráðsins
Tekist á um hvali „Velferð allra dýra er á mínu borði,“ sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis í dag þar sem tímabundið bann á hvalveiðum var til umfjöllunar. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Hefði ég hunsað svo afdráttarlausa niðurstöðu fagráðs án þess að hafa nokkuð haldbært sem benti til þess að niðurstaðan væri ekki rétt hefði ég gerst sek um vanrækslu.“  

Þetta er meðal þess sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis í dag þar sem nefndarmenn tókust á um ákvörðun ráðherra um að stöðva veiðar á langreyðum tímabundið. Matvælaráðuneytið greindi frá ákvörðuninni á þriðjudag og frétti Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar, af tímabundnu hvalveiðibanni í fjölmiðlum. Hann boðaði til fundar í atvinnuveganefnd þar sem óskað var rökstuðnings ráðherra.   

Óskað eftir rökstuðningiStefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, boðaði til fundarins til að fá rökstuðning ráðherra fyrir ákvörðun sinni um að banna hvalveiðar tímabundið.

Svandís sagðist hafa forðast það hingað til að grípa til úrræða sem gætu raskað starfsleyfi hvalveiðishafa án þess að rík nauðsyn væri til. Niðurstaða fagráðsins hafi verið afdráttarlaus og því hafi hún ákveðið að stöðva hvalveiðar tímabundið. „Mér sem ráðherra er skylt að bregðast við til að sjá til þess að starfsemi sem er háð mínu leyfi sé ekki andstæð lögum.“

„Aðgerðaleysi er líka ákvörðun 

Svandís hefur verið gagnrýnd fyrir að gæta ekki meðalhófs við ákvörðun sína, meðal annars af Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra og tóku Teitur Björn Einarsson og Hildur Sverrisdóttir, nefndarmenn atvinnuveganefndar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, undir þá gagnrýni á fundi nefndarinnar. 

Svandís sagði meðalhóf ekki felast í að framfylgja ekki lögum, heldur felst það í að gera það með þeim hætti sem er minnst íþyngjandi fyrir borgarana. „Mér finnst oft gleymast í þessari umræðu að aðgerðaleysi er líka ákvörðun. Hefði ég hunsað svo afdráttarlausa niðurstöðu fagráðs án þess að hafa nokkuð haldbært sem benti til þess að niðurstaðan væri ekki rétt hefði ég gerst sek um vanrækslu.“  

Tárvot Inga Sæland yfirgaf fundarherbergið

Fundurinn hófst á birtingu myndskeiðs, að frumkvæði ráðherra, sem Heimildin birti í maí sem sýnir langt dauðastríðs hvals. Myndefnið var tekið upp af eftirlitsmanni á vegum Matvælastofnunar sem var, samkvæmt nýrri reglugerð sem matvælaráðherra gaf út síðasta sumar, að fylgjast með velferð hvalanna.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, yfirgaf fundarherbergið í tárum skömmu eftir að myndskeiðið hófst. „Ég er nú ein af þeim sem á afskaplega erfitt með að horfa á hvers kyns dýraníð,“ sagði Inga þegar hún tók til máls síðar á fundinum. 

„Velferð allra dýra er á mínu borði“
Svandis Svavarsdóttir,
matvælaráðherra

„Nú er blússandi blóðmerahald í gangi og við höfum verið að berjast gegn því lengi,“ sagði Inga og spurði Svandísi hvort hún ætlaði að vernda velferð allra dýra eða bara sumra. Stefán Vagn, formaður nefndarinnar, minnti á efni fundarins. Inga svaraði með því að segja að hún hefði frjálst orð. „Mér er ljúft að svara því. Velferð allra dýra er á mínu borði,“ svaraði Svandís.  

MatvælaráðherraSvandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur að ef hún hefði hunsað afdráttarlausa niðurstöðu fagráðs um velferð dýra hefði hún gerst sek um vanrækslu.

Hvað gerist eftir 31. ágúst?

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherra hvað tekur við eftir 31. ágúst. Svandís sagði að það velti á því samtali sem fram undan er. 

„Löggjafinn hefur falið mér, sem ráðherra sem fer með dýraverndunarmál, ábyrgð á að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem ég hef. Þessi ábyrgð er sérstaklega rík í þessum málaflokki þar sem dýr eru málleysingjar sem eiga sér ekki annan málsvara, að lögum, en stjórnvöld.“  

Hvalveiðileyfið sem er í gildi nú, þó tímabundin stöðvun sé í gildi, rennur út um áramótin. „Það sem er mitt verkefni núna, fyrir utan þetta ferli sem núgildandi leyfi er í, er að undirbyggja það með sem fjölbreyttustum hætti hver afstaða stjórnvalda verður til mögulegrar óskar um nýtt leyfi, sem myndi þá taka gildi frá næstu áramótum,“ sagði Svandís í samtali við Heimildina að fundi loknum. 

„Þar hef ég gögn Matvælastofnunar, þar hef ég niðurstöðu fagráðs, þar hef ég skýrslu vistfræðings um vistkerfi sjávar og áhrif hvala á kolefnisbindingu. Í júlí á ég von á nýrri greiningu sem lítur að efnahagslegum sjónarmiðum. Ég legg áherslu á það að þetta sé traustur og öruggur grunnur fyrir þá ákvörðun sem þarf að taka þegar og ef það erindi berst.“

Aðspurð hverjir munu taka þátt í umræddu samtali segir Svandís að fyrst og fremst sé um að ræða sérfræðinga Matvælastofnunar og ráðuneytisins. 

Sá ekki ástæðu til að hitta Kristján Loftsson

„Og síðan er það leyfishafinn.“ Það er hvalaútgerðarmaðurinn Kristján Loftsson, sem vandaði Svandísi ekki kveðjurnar í viðtali í Morgunblaðinu í vikunni, þar sem hann seg­ir að „öfga­full­ur komm­ún­isti“ stjórni mat­væla­ráðu­neyt­inu.

Svandís hefur ekki rætt við Kristján eftir að hún greindi frá ákvörðun sinni. „Hann hefur fengið bréf frá ráðuneytinu með upplýsingum og það er hin formlega leið. Ég sé enga sérstaka ástæðu til þess að við hittumst, hann er handhafi leyfis sem er gefið út af ráðuneytinu og nú hefur verið tekin ákvörðun um það að fresta upphafi þessarar tilteknu vertíðar.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár