Íslandsbanki sendi í gærkvöldi frá sér tilkynningu um fyrirhugaða sátt við Fjármálaeftirlitið vegna brota bankans við sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum. Sáttargreiðslan hljóðar upp á 1,2 milljarð króna og er sú langhæsta í sögunni. Fyrra met átti Arion Banki árið 2020 en það var 88 milljónir króna.
Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að sektin sé líklega svo há vegna alvarleika brota Íslandsbanka. Við það bætist heimild í lögum til þess að miða við allt að 10% af heildarveltu félags.
„Ef þetta hefði verið eitthvað lítið verðbréfafyrirtæki með sambærileg brot þá hefði sektin alls ekki verið jafn há. Stærð fyrirtækisins skiptir mjög miklu máli,“ segir Andri.
Árið 2007 var Fjármálaeftirlitinu (FME) heimilað að ljúka málum með sátt, þ.e. með því að eftirlitið byði aðila sem það taldi brotlegan við lög að gangast við brotinu og ná þannig að klára …
Athugasemdir