Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Til stendur að greina ítarlega frá brotum Íslandsbanka á mánudag

Ís­lands­banki hef­ur enn ekki skrif­að und­ir sátt við Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­bank­ans vegna al­var­legra brota við sölu á 22,5 pró­senta hlut í bank­an­um. Til­kynnt var þó í gær­kvöldi að stjórn bank­ans hefði ákveð­ið að „þiggja boð“ eft­ir­lits­ins um að greiða 1,2 millj­arða króna í sekt vegna brot­anna.

Til stendur að greina ítarlega frá brotum Íslandsbanka á mánudag
Met Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka, sem mun slá met í sektargreiðslu vegna alvarlegra brota á lögum við sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum. Mynd: Nasdaq Iceland

Sáttin sem Íslandsbanki undirgengst við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands verður birt á mánudag. Ekki er enn búið að skrifa undir hana og hefur stjórn bankans fram á morgun til að gera það. Hluti af sáttinni er birting á upplýsingum um hver nákvæmlega brot Íslandsbanka voru. Það verður gert á mánudag, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. 

Fulltrúar Seðlabankans hafa ekki viljað tjá sig um málið; hvorki þegar það var til rannsóknar né núna, þegar ljóst er að málinu er við það að ljúka. „Þegar bankinn hefur afhent Seðlabankanum undirritaða sátt þá verður hún birt eins venja er. Í sáttinni koma fram málsatvik og niðurstaða málsins,“ sagði í skriflegu svari Seðlabankans til Heimildarinnar nú í morgun. 

Í tilkynningu Íslandsbanka um sektina í gær segir að bankinn hafi í raun sjálfur verið, í meginatriðum, búinn að komast að sömu niðurstöðu og Seðlabankinn um hvaða brot hefðu verið framin. Bankinn gjaldfærði þó aðeins 300 milljónir vegna yfirvofandi sektar, sem endurspeglar að einhverju leyti mat bankans á hversu alvarlega brotin væru litin. Sektin er því 860 milljónum krónum hærri en stjórnendur bankans gerðu ráð fyrir. 

Það er þó langt frá þeirri hámarkssekt sem fjármálaeftirliti Seðlabankans er heimilt að leggja á Íslandsbanka. Sektarfjárhæðir mega nema allt að tíu prósent af heildarveltu samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi. Í tilfelli Íslandsbanka eru það hátt í sex milljarðar króna. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Sést a viðbrögðunum að sektin er of lág. Því miður er mórallinn þannig.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár