Við Miðstöð í Reykjanesbæ er margt fólk á leiðinni í og úr strætó um hádegisbil þann 21. júní. Sumir íslenskir, aðrir ekki. Í strætisvagninum R3 eru í kringum 30 manns og fæstir segja neitt. Barn hlær og unglingsstúlka af íslenskum uppruna spilar TikTok myndbönd aftast í vagninum sem liðast áfram um Ásbrú, samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs.
Versti vagninn
Daginn áður, þann 20. júní, birtist grein á mbl.is þar sem greint var frá neyðarástandi og slæmum vinnuskilyrðum strætóbifreiðastjóra fyrirtækisins Bus4u sökum erfiðra farþega sem tilheyra „ákveðnum hópi“ samfélagsins. Þá er strætisvagninn R3 sem ferðast Ásbrúarleið talinn einstaklega slæmur vegna of margra farþega og stingur eigandi Bus4u upp á því að þau strætókort sem fólk á flótta fær verði ekki gild í strætisvagnana lengur.
Blaðamaður ákvað að fara með strætisvögnum Bus4u þessa leið og átti von á ófremdarástandi. En kannski var það tilviljun, tímasetningin eða eitthvað annað sem réði því að …
Athugasemdir (1)