Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

OECD segir þörf á auknu aðhaldi í ríkisfjármálum

Á tveggja ára fresti birt­ir OECD skýrslu um ís­lenskt efna­hags­líf. Í dag var slík skýrsla kynnt, en á með­al helstu ábend­inga er að auka þurfi að­hald bæði rík­is­fjár­mála og pen­inga­stefn­unn­ar til þess að vinna bug á verð­bólgu.

OECD segir þörf á auknu aðhaldi í ríkisfjármálum
Blaðamannafundur Mathias Cormann framkvæmdastjóri OECD og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi í morgun. Mynd: Af vef stjórnarráðsins

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir að til þess að ná böndum á verðbólgu hérlendis þurfi að auka aðhald í opinberum fjármálum og aðhald peningastefnunnar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna um efnahagsmál á Íslandi, sem kynnt var í morgun. 

Í skýrslunni er meðal annars mælt með því að skattaundanþágur ferðaþjónustu verði afnumdar og greinin verði færð í almenna virðisaukaskattsþrepið og að heimildir til að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til greiðslu húsnæðislána verði afnumdar eða takmarkaðar. 

Heilt yfir segir í skýrslu OECD að efnahagurinn á Íslandi sé sterkur og hafi vaxið hratt þar til fyrir skemmstu vegna hraðs bata ferðaþjónustu og öflugarar innlendrar eftirspurnar. Stofnunin segir að fjármálakerfið virðist yfir höfuð vera stöðugt og að skuldir bæði fyrirtækja og heimila hérlendis séu hóflegar þrátt fyrir að þær hafi verið að aukast. 

Markvissari stuðningur og aukið framboð húsnæðis

Í skýrslunni frá OECD er bent á að rót verðbólgunnar hérlendis hafi verið húsnæðismarkaðurinn, frekar en orkuverð, eins og víðast hvar í Evrópu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. 

Þar segir að íslensk stjórnvöld gætu gripið til frekari aðgerða til þess að taka á ójafnvægi á húsnæðimarkaði, m.a. dregið til baka eða dregið úr heimildum til skattfrjálsrar nýtingar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán sem áður segir og beint húsnæðisstuðningi með markvissum hætti til viðkvæmra heimila, til þess að koma í veg fyrir að húsnæðisstuðningurinn skili sér í hærra verði fasteigna og leigu. 

Þá ættu stjórnvöld, bæði á landsvísu og sveitarstjórnum, að reyna að auka framboð á húsnæði, þar með talið hagkvæmu húsnæði, með því að einfalda og skýra skipulagsreglugerðir, með því að gera ferla til þess að fá byggingarleyfi einfaldari og með því að bæta langtímaskipulag og spár um húsnæðisþörf. 

Betri íslenskukennsla fyrir innflytjendur

Skýrslur sem þessar um íslenska efnahagslífið eru unnar á tveggja ára fresti af hálfu OECD. Í þessari skýrslu er í fyrsta sinn fjallað sérstaklega um innflytjendur á Íslandi og bent á að fjölgun innflytjenda á Íslandi hafi verið hröð undanfarna áratugi og að um mitt þetta ár sé gert ráð fyrir að um 18 prósent allra íbúa á Íslandi verði innflytjendur.

Bent er á í skýrslunni að þessu fylgi bæði áskoranir og tækifæri. Aukin áhersla á íslenskukennslu, bæði fyrir innflytjendur og flóttafólk, er á meðal þess sem OECD leggur til, en stofnunin mælir með því að aðgengi og sveigjanleiki tungumálanáms fyrir innflytjendur verði aukinn og tungumálaþjálfunin einnig tengd við starfsþjálfun. 

Þá er lagt til að stjórnvöld tryggi að flóttafólk aðlagist samfélaginu, sér í lagi með því að tryggja að það hafi tök á að læra íslensku hratt. 

Einnig leggur OECD til að skólagjöld verði tekin upp í íslenskum háskólum fyrir stúdenta sem koma til náms frá löndum utan EES-svæðisins, en Ísland sker sig frá hinum Norðurlöndunum að því leyti að hér eru skólagjöld ekki innheimt. 

Í skýrslu OECD segir einnig að stjórnvöld ættu að halda áfram að einfalda ferla við útgáfu atvinnuleyfa fyrir erlenda sérfræðinga og hraða innleiðingu á framlengingu á dvalar- og atvinnuleyfum, auk þess að styrkja ferla við að meta menntun og þekkingu sem fólk aflar sér annars staðar en á Íslandi.

Þeim ábendingum er einnig beint til stjórnvalda, vegna vísbendinga um að innflytjendur séu í húsnæðisvanda, að beina húsnæðisstuðningi í meira mæli að lágtekjuheimilum og stuðla að uppbyggingu félagslegs- og hagkvæms húsnæðis í takt við þarfir.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár