„Eftir að ég eignaðist hann þá finnst mér engar tilviljanir vera til. Allt er nákvæmlega eins og það á að vera,“ segir Sólný Pálsdóttir, móðir Hilmis Sveinssonar, sem er með Downs-heilkenni.
„Hann var á vökudeild fyrstu tíu dagana eftir að hann fæddist, var með vanþroskaðan barka og átti í erfiðleikum með öndun. Þessu heilkenni fylgir líka ákveðin vöðvalinun. Þegar ég lít til baka, horfi á hann í hitakassanum, hefði ég aldrei getað ímyndað mér að tólf árum seinna væri ég á fótbolta- eða körfuboltaæfingu að horfa á hann spila. Það hefði bara aldrei hvarflað að mér. Þetta er búið að vera mikið ævintýri og gefur því enn dýpri merkingu að geta deilt sögunni hans,“ segir hún.
Hilmir fæddist á bjartri og fallegri júnínótt þann 19. júní árið 2011 á Landspítalanum í Reykjavík. Hann er yngstur …
Athugasemdir (1)