Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Að gefast ekki upp: „Ef ég kemst ekki inn í fimmta skiptið þá ætla ég inn í sjötta skipti“

Luis Gísli Rabelo komst inn í lækn­is­fræði í fimmtu til­raun og er að ljúka fjórða náms­ár­inu. Hann lét úr­töluradd­ir sem vind um eyru þjóta og seg­ir reynsl­una hafa gert sig að betri náms­manni. Litli bróð­ir hans fetaði í fót­spor hans og náði próf­inu í þriðju til­raun. Ungt fólk get­ur þurft að þreyta inn­töku­próf nokkr­um sinn­um. Sál­fræð­ing­ur seg­ir ým­is góð bjargráð hjálp­leg í slík­um að­stæð­um.

<span>Að gefast ekki upp:</span> „Ef ég kemst ekki inn í fimmta skiptið þá ætla ég inn í sjötta skipti“
Inntökuprófið Krefst mikils aga og góðs skipulags af hálfu nemenda.

Þrautseigja og góð sjálfsmynd skiptir höfuðmáli þegar kemur að því að takast á við hindranir í lífinu. Alls kyns aðstæður geta kallað á þessa eiginleika en ungmenni sem hafa hug á að verða læknar, sjúkraþjálfarar og nú tannlæknar þurfa gjarnan að láta á þá reyna þegar þau spreyta sig á inntökuprófi við Háskóla Íslands. 

Inntökuprófið getur nefnilega reynst fólki erfitt, sérstaklega þeim sem þurfa að taka það oftar en einu sinni, enda tekur það ferli nokkur ár. Þekkt er að metnaðarfullir nemar verði óþreyjufullir ef þeir standast ekki prófið og fari þá jafnvel utan til náms, jafnvel þó að æskudraumurinn hafi verið að læra við HÍ.

Regína Ólafsdóttir, sálfræðingur hjá Seiglu sálfræðistofu, segir það skipta miklu máli að þekkja eigin styrkleika og veikleika þegar tekist er á við hindranir í lífinu. Þannig geti fólk öðlast betri sjálfsskilning sem Regína segir að sé lykillinn að því að komast í gegnum krefjandi tímabil. 

Fimm tilraunir

Luis Gísli Rabelo komst inn í læknisfræði við Háskóla Íslands í fimmtu tilraun og er nú að ljúka við fjórða námsárið sitt. Hann segist hafa verið harðákveðinn í því að verða læknir allt frá því að hann var sex ára gamall. 

Luis GísliKomst inn í læknisfræði í fimmtu tilraun.

Eftir að hafa lokið stúdentsprófi við Flensborg fór Luis í inntökuprófið í fyrsta sinn. Læknaneminn segir það ekki hafa slegið hann út af laginu að komast ekki inn í fyrstu tilraun, heldur hafi hann litið á ferlið sem stórt verkefni. 

„Auðvitað var ég vonsvikinn en líka tilbúinn til að taka prófið aftur. Ég leit á þetta sem verkefni og skráði mig í lífeindafræði við HÍ í hálft ár til að undirbúa mig. Eftir áramót hætti ég í lífeindafræðinni og tók þá inntökuprófsnámskeiðið.“ 

Aðeins var pláss fyrir 50 nemendur þegar Luis tók prófið í annað skipti en þá lenti hann í 89. sæti. „Þetta var svekkjandi og ég var aðeins meira vonsvikinn en í fyrra skiptið. En líka harðákveðinn í því að fara aftur og það kom ekkert annað til greina.“ 

Hálfu ári fyrir þriðju tilraun lærði Luis í margar klukkustundir á viku fyrir prófið og lenti í kjölfarið í sæti 64. Hann segir muninn á milli sæta 50 og 90 lítinn enda bilið á milli einkunna orðið mjög þröngt. 

„Þarna var þetta orðið erfitt. Ég tók mér einn dag þar sem mér leið illa, samt var ég ennþá harðákveðinn í að fara aftur í prófið af því ég var svo nálægt því að komast inn. Ég varð að reyna aftur, segir Luis en á þessum tímapunkti fann hann fyrir efasemdum sumra aðstandenda sem fóru að gefa í skyn að mögulega ætti hann að finna sér annan farveg. Hann ákvað á þessum tímapunkti að ræða við námsráðgjafa hjá HÍ. 

„Ég tók mér einn dag þar sem mér leið illa, samt var ég enn þá harðákveðinn í að fara aftur í prófið“
Luis Gísli Rabelo
læknanemi

Fannst hann hafa staðnað

„Ég sagði henni að ég hefði verið að taka inntökuprófið og ætlaði að fara í fjórða sinn. Mig langaði að vita hvaða nám gæti undirbúið mig sem best. Þá sagðist hún hafa dílað við marga í svipuðum sporum áður og að nú væri kominn tími til að taka plan B.“ Samtalið fór ekki á þann veg sem Luis hafði vonast eftir en úrtölur námsráðgjafans urðu til þess að hann varð enn ákafari í að halda sínu striki. „Ef hún heldur að ég sé að fara að gefast upp á þessu, þá þekkir hún ekki Luis Gísla Rabelo.“  Með metnaðinn að vopni skráði Luis sig í lyfjafræði í hálft ár áður en hann einbeitti sér að því að læra fyrir prófið á ný. „Fólk í kringum mig hvatti mig til að vera áfram í lyfjafræðinni því að þar væru góð laun, en ég var aldrei að pæla neitt sérstaklega í laununum.“ Hann tók prófið í fjórða sinn og var í sæti 55 og því 0,02 frá því í einkunn að komast inn. Fjórða neitunin í röð reyndist strembin fyrir Luis sem íhugaði að flytja utan í læknanám. Hann segist hafa breytt hugarfari sínu og ákveðið að reyna í fimmta sinn. „Þarna voru vinir mínir byrjaðir að kaupa sér íbúðir og búnir að vera að vinna og safna peningum, komnir með BS og jafnvel MS gráður. Mér leið eins og ég hefði staðnað þar sem ég hafði fórnað miklu og lagt allt í sölurnar í 3-4 ár til að komast inn í læknisfræði á Íslandi án árangurs. Ég hætti því að bera mig saman við aðra og hugsaði að ég væri bara á minni eigin vegferð í lífinu. Þessi reynsla hafði gert mig að betri námsmanni, byggt upp þrautseigju og styrkt mig á marga vegu. Þarna sagði ég við sjálfan mig: ef ég kemst ekki inn í fimmta skiptið þá ætla ég inn í sjötta skiptið.“

Smitaði bróður sinn af þrautseigju 

Luis hóf undirbúning í ágústmánuði sama ár og var meðfram því í hlutastarfi. Þetta gerði honum kleift að undirbúa sig í næstum heilt ár fyrir prófið. Hann segist hafa notað dagbók til að skipuleggja hvern einasta klukkutíma. Allt þetta skilaði sér. Í fimmtu tilraun lenti Luis í 15. sæti af þeim sem tóku prófið og flaug því inn í námið, eins og sagt er.  Luis, sem nú er fjórða árs læknanemi, segist hafa fundið fyrir létti og mikilli gleði. Í dag vinnur hann sem aðstoðarlæknir á hjarta- og lungnaskurðdeild og nýtur þess mjög. „Ég elska það sem ég er að gera og myndi ekki vilja gera neitt annað.“ 

Ferlið var sumsé bæði langt og strangt og um það segir Luis: „Ég myndi segja að erfiðast í þessu er öll fórnin, að líða eins og maður hafi staðnað eða sé eftir á, ekki að ná draumnum, og fyrst og fremst að líða eins og maður hafi brugðist sínu fólki sem hafði trú á manni.“

Luis GísliVar í sjálfboðastarfi hjá Rauða krossinum.

Luis miðlar reynslu sinni til tilvonandi læknanema í dag og hafa margir þeirra þakkað honum fyrir hreinskilnina og góð ráð. Yngri bróðir hans fékk einnig áhuga á náminu eftir að hafa fylgst með bróður sínum og er nú á fyrsta ári í læknisfræði. Hann komst inn í þriðju tilraun. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég fór aftur var til að vera fyrirmynd fyrir bróður minn, og í framtíðinni ef maður eignast börn, að geta sagt frá þessari þrautseigju, því hún smitar út frá sér,“ segir Luis að lokum. 

Veganestið vegur þungt

Fyrr á þessu ári tóku gildi nýjar reglur þar sem kveðið er á um að tannlæknanemar þurfi að þreyta inntökupróf. Það þýðir að nemendur þurfa að standast prófið og hálfri önn seinna eru lögð fyrir þá samkeppnispróf (numerus clausus) enda aðeins pláss fyrir átta nemendur hverju sinni, aðeins þau sem ná bestum árangri á þessum prófum hafa rétt til að halda áfram í náminu. 

„Ég held að við fæðumst með okkar styrkleika og veikleika. Einhverjir eru líklega með meiri hæfileika til að takast á við erfiða hluti en persónulega held ég að veganestið sem við komum með inn í verkefni skipti rosalega miklu máli,“ segir Regína sálfræðingur. Hvað varðar inntökuprófin telur hún fyrri reynslu hvers og eins vega þungt. Margir þættir hafi mótandi áhrif á getu okkar til að takast á við slíkt verkefni, til dæmis grunnskólagangan, upplifun í menntaskóla og stuðningur frá kennurum og fjölskyldumeðlimum. 

„Þú fæðist kannski ekki með bestu getuna til að takast á við erfiðleika en færð bara rosalega gott veganesti. Svo ertu kannski með einhvern sem fæðist með góða getu en of mikið mótlæti og lítinn stuðning og það brýtur einstaklinginn niður.“

Tvær tilraunir

Drífa Guðrún Þorvaldsdóttir er 25 ára sjúkraþjálfari sem starfar við Karolinska spítalann í Stokkhólmi. Hún lauk námi á síðasta ári við samnefndan skóla sem er talinn meðal bestu háskóla í heimi. Leiðin þangað var hins vegar ekki alltaf greið en Drífa Guðrún þreytti inntökupróf í tvígang.  

Frá unga aldri vissi Drífa Guðrún að hún vildi verða sjúkraþjálfari. „Ég æfði fótbolta þegar ég var yngri og var ein af þeim sem meiddu sig í hnénu. Þá þurfti ég sjálf að hitta sjúkraþjálfara og það vakti áhugann hjá mér að vilja hjálpa öðrum ungum krökkum í íþróttum að ná betri árangri í sinni endurhæfingu.“

Drífa GuðrúnEr starfandi sjúkraþjálfari í Svíþjóð.

Árið 2018 útskrifaðist Drífa Guðrún frá Menntaskólanum við Sund. Tveimur vikum eftir útskrift þreytti Drífa Guðrún inntökuprófið í fyrsta skiptið enda tilbúin að hefja næsta kafla lífsins. Hún var búin að kynna sér uppsetningu prófsins og tala við reynslumeira fólk sem hafði náð prófinu. „Ég var búin að undirbúa mig eins mikið og hægt var en samt fylgir því mikil óvissa að fara í prófið. Fyrst þegar maður mætir á staðinn og sér hvað er mikið af fólki, þá koma upp mjög margar hugsanir og alls konar tilfinningar.

Tvo daga tekur að klára prófið sem fer fram einu sinni á ári og eru spurningarnar upp úr fjölbreyttum fögum sem eiga að gefa góða mynd af almennri og sérhæfðri kunnáttu nemenda. Árlega reyna hundruð að komast inn í námið en framboð í hverri námsgrein er takmörkuð.  

„Persónulega held ég að veganestið sem við komum með inn í verkefni skipti rosalega miklu máli“
Regína Ólafsdóttir
sálfræðingur

Nokkrum vikum síðar lágu niðurstöður fyrir, Drífa Guðrún stóðst ekki prófið.  „Þetta var mjög mikil höfnun fyrir mig af því að ég var tilbúin að byrja nýjan kafla í lífinu og vissi að þetta nám gæti hentað mér vel.“ Í framhaldinu ákveður Drífa Guðrún að fara á atvinnumarkað í eitt ár. Hún lærði jafnt og þétt yfir árið  enda staðráðin í því að komast inn í seinna skiptið. Hún skipulagði sig vel og skipti lærdómnum upp eftir styrkleikum og veikleikum sínum, meðvituð um hvað hún þyrfti að bæta. 

Erfitt að bíða

Þegar Drífa Guðrún mætti í prófið ári síðar fann hún fyrir meiri pressu að komast inn en nýtti reynsluna til að gera sitt besta. Allt kom fyrir ekki og hún náði ekki prófinu. „Ég fann aftur fyrir höfnunartilfinningu. Það var smáerfitt en ég held að þetta próf geri það að verkum að fólk leiti meira utan.“

Nokkrum vikum fyrir prófið hafði Drífa Guðrún sótt um í háskóla erlendis til þess að geta hafið skólagöngu sína um haustið ef hún skyldi ekki ná inntökuprófinu á Íslandi.  „Mig langaði að byrja í skóla um haustið og fannst mjög erfitt að vera búin að bíða í heilt ár þegar ég var tilbúin að læra strax eftir menntaskóla.“ Hún komst inn hjá Karolinska Institute og flutti til Stokkhólms um haustið.

Hún segir að strax á fyrstu önn hafi hún haft brennandi áhuga á náminu og notið þess að afla sér kunnáttu sem hún hugðist nýta sér í framtíðinni. „Verknámið byrjaði á fyrstu önn, þannig fékk ég tilfinningu fyrir vinnunni sem sjúkraþjálfari mjög snemma.“

ÚtskrifuðDrífa Guðrún fagnaði útskrift sinni árið 2022.

Í dag vinnur Drífa Guðrún á Karolinska spítalanum en hún segir starfið fjölbreytt. „Ég vinn á bráðadeild þar sem við fáum ólíka sjúklingahópa til okkar. Sumir eru með beinbrot, aðrir koma eftir aðgerðir eða áföll. Starfið krefst líka mikillar félagslegrar hæfni vegna þess að ég er í samskiptum við fólk allan daginn og þarf að deila miklum upplýsingum um leið og ég mennta sjúklingana um þann skaða eða sjúkdóm sem þau eru með.“

Drífa Guðrún segir að þau sem dreymir um að starfa innan heilbrigðisgeirans en falli á inntökuprófinu hér heima geti látið drauminn rætast annars staðar. „Ef þú virkilega vilt fara í þetta nám og finnur að þetta gæti verið eitthvað sem hentar þér og þínu áhugasviði, þá skaltu ekki láta þetta próf stoppa þig. Það eru allir að upplifa sömu tilfinningar, það er enginn með fullt sjálfstraust. Þetta mun takast á endanum, það skiptir engu máli hversu oft þú þarft að taka þetta próf ef þetta er lykillinn að þinni framtíð.“

„Það skiptir engu máli hversu oft þú þarf að taka þetta próf ef þetta er lykillinn að þinni framtíð“
Drífa Guðrún Þorvaldsdóttir
sjúkraþjálfari

Regína telur líklegt að þeir nemendur sem hafa mikla trú á sér og eru góðir í að læra sæki frekar í prófið en aðrir. Líkt og sögur Drífu og Luis gefa í skyn er það einstaklingsbundið hvernig hver og einn bregst við mótlæti. 

Hjálpleg bjargráð

Spurð hvað hún ráðleggi fólki sem vill ná markmiðum sínum en skortir þá seiglu sem til þarf segir Regína: „Maður þarf að efla innsýnina, þekkja sjálfan sig og nýta styrkleikana til fulls á sama tíma og maður vinnur með veikleikana. Það er eins misjafnt og við erum mörg hverjir veikleikarnir eru.“ Hún segir sumt fólk hafa mikla þörf fyrir að ræða það sem þeir ganga í gegnum á meðan það er nóg fyrir aðra að eiga það með sjálfum sér. Allt snúist þetta um að þekkja sínar þarfir. 

Regína ÓlafsdóttirSegir það gagnlegt að nota góð bjargráð.

Hún segir gagnlegt að þekkja hjálpleg bjargráð sem geta aukið vellíðan. Dæmi um það sé að leita til annarra eftir stuðningi, iðka hreyfingu og fá nægan svefn. Regína segir upplýsingar um andlega heilsu einnig aðgengilegar á netinu, í bókum, hlaðvörpum og svo auðvitað hjá fagaðilum.

Aftur leggur Regína áherslu á að hver og einn taki mið af sínum eigin þörfum. „Við erum gjörn á að vilja hafa eitthvað eitt sem virkar vel fyrir alla en það er ekki þannig. Þegar það virkar fyrir meirihlutann þá getur það orðið svolítið niðurbrjótandi. Til dæmis geta tveir einstaklingar sem vilja ná hugarró farið ólíkar leiðir, annar fer út að hlaupa á meðan hinn skrifar í dagbók.“

Til að öðlast betri skilning sé gott að vera opinn og forvitinn. Þá skipti máli að vera meðvitaður um eigin líðan og að skoða viðbrögð sín við ýmsum aðstæðum. Að mati Regínu er afar mikilvægt að leita til annarra eftir stuðningi og að hafa trú á sér. „Það er svo mikilvægt að tala við fólk, hafa stuðning og dreifa huganum. Við manneskjur komum okkur oft á óvart varðandi hvaða mótlæti við getum tekist á við. Oftast getum við meira en við höldum.“ 

Regína segist mæla með því að koma hugsunum frá sér, annaðhvort með því að skrifa þær niður eða segja öðru fólki frá. Það skipti sköpum að geta hvílt sig frá hugsunum tengdum því verkefni sem við stöndum frammi fyrir. 

Fjöldi ungmenna mun kljást við inntökuprófið á næstu árum með tilheyrandi áskorunum. Miðað við ráðleggingar Regínu er mikilvægt að muna að hugsa vel um sig, hvað svo sem það þýðir fyrir hvern og einn.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
1
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
Afhjúpun

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
4
FréttirStjórnarslit 2024

Bjarni vildi ekki þykj­ast - Svandís seg­ir hann óhæf­an

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.
„Ég sakna þess að stinga fólk“
9
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
4
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
5
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
7
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
10
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
5
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
9
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu