Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hálftími á dag kemur kerfinu í lag

Það er margsann­að að reglu­leg hreyf­ing get­ur bætt heils­una og jafn­vel fækk­að dauðs­föll­um. Þá er hreyf­ing gríð­ar­lega mik­il­væg fyr­ir heil­brigða öldrun og get­ur dreg­ið úr byrði lang­vinnra sjúk­dóma. Þeg­ar fólk hef­ur ekki stund­að dag­lega hreyf­ingu en ætl­ar að gera eitt­hvað í mál­un­um er æski­leg­ast að byrja ró­lega. Göngu­ferð­ir í fimm til 15 mín­út­ur eru ákjós­an­leg­ar þar til bú­ið er að ná nægi­lega miklu þoli til að ganga eða hreyfa sig stöð­ugt á ann­an hátt í um 30 mín­út­ur á dag fimm til sjö daga vik­unn­ar. Reglu­leg hreyf­ing hef­ur áhrif á flest kerfi lík­am­ans svo sem hjarta- og æða­kerf­ið, stoð­kerf­ið sem og ónæmis­kerf­ið. Þá mynd­ast gleði­horm­ón­ið endorfín við hreyf­ingu sem get­ur haft góð áhrif á and­lega líð­an.

Hálftími á dag kemur kerfinu í lag
Heilsan í forgrunni Hreyfing er fyrir öllu

Góð vísa er aldrei of oft kveðin þar sem regluleg hreyfing er eitt það mikilvægasta sem hver einstaklingur getur gert fyrir heilsuna. Að vera líkamlega virkur getur bætt heilsu heilans, hjálpað til við að stjórna líkamsþyngdinni, dregið úr hættu á sjúkdómum, styrkt bein og vöðva og bætt getu til daglegra athafna.

„Líkaminn er þannig samsettur þegar kemur til dæmis að hjarta- og æðakerfinu, lungunum og þindinni að við þurfum á súrefni að halda í hvaða ástandi sem við erum. Fullorðnir sem sitja minna og stunda einhverja miðlungs til kröftuga hreyfingu, til dæmis ganga reglulega, hjóla, synda, skíða eða dansa, öðlast heilsufarslegan ávinning. Aðeins fáir lífsstílsvalkostir hafa jafnmikil áhrif á heilsuna og hreyfingin,“ segir Janus Guðlaugsson, doktor í íþrótta- og heilsufræðum og stofnandi Janusar heilsueflingar, sem hefur sérhæft sig í heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa.

Fátt betraJanus segir fáa lífsstílsvalkosti hafa jafn góð áhrif á heilsuna og hreyfing.
Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár