Hálftími á dag kemur kerfinu í lag

Það er margsann­að að reglu­leg hreyf­ing get­ur bætt heils­una og jafn­vel fækk­að dauðs­föll­um. Þá er hreyf­ing gríð­ar­lega mik­il­væg fyr­ir heil­brigða öldrun og get­ur dreg­ið úr byrði lang­vinnra sjúk­dóma. Þeg­ar fólk hef­ur ekki stund­að dag­lega hreyf­ingu en ætl­ar að gera eitt­hvað í mál­un­um er æski­leg­ast að byrja ró­lega. Göngu­ferð­ir í fimm til 15 mín­út­ur eru ákjós­an­leg­ar þar til bú­ið er að ná nægi­lega miklu þoli til að ganga eða hreyfa sig stöð­ugt á ann­an hátt í um 30 mín­út­ur á dag fimm til sjö daga vik­unn­ar. Reglu­leg hreyf­ing hef­ur áhrif á flest kerfi lík­am­ans svo sem hjarta- og æða­kerf­ið, stoð­kerf­ið sem og ónæmis­kerf­ið. Þá mynd­ast gleði­horm­ón­ið endorfín við hreyf­ingu sem get­ur haft góð áhrif á and­lega líð­an.

Hálftími á dag kemur kerfinu í lag
Heilsan í forgrunni Hreyfing er fyrir öllu

Góð vísa er aldrei of oft kveðin þar sem regluleg hreyfing er eitt það mikilvægasta sem hver einstaklingur getur gert fyrir heilsuna. Að vera líkamlega virkur getur bætt heilsu heilans, hjálpað til við að stjórna líkamsþyngdinni, dregið úr hættu á sjúkdómum, styrkt bein og vöðva og bætt getu til daglegra athafna.

„Líkaminn er þannig samsettur þegar kemur til dæmis að hjarta- og æðakerfinu, lungunum og þindinni að við þurfum á súrefni að halda í hvaða ástandi sem við erum. Fullorðnir sem sitja minna og stunda einhverja miðlungs til kröftuga hreyfingu, til dæmis ganga reglulega, hjóla, synda, skíða eða dansa, öðlast heilsufarslegan ávinning. Aðeins fáir lífsstílsvalkostir hafa jafnmikil áhrif á heilsuna og hreyfingin,“ segir Janus Guðlaugsson, doktor í íþrótta- og heilsufræðum og stofnandi Janusar heilsueflingar, sem hefur sérhæft sig í heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa.

Fátt betraJanus segir fáa lífsstílsvalkosti hafa jafn góð áhrif á heilsuna og hreyfing.
Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
6
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu