Góð vísa er aldrei of oft kveðin þar sem regluleg hreyfing er eitt það mikilvægasta sem hver einstaklingur getur gert fyrir heilsuna. Að vera líkamlega virkur getur bætt heilsu heilans, hjálpað til við að stjórna líkamsþyngdinni, dregið úr hættu á sjúkdómum, styrkt bein og vöðva og bætt getu til daglegra athafna.
„Líkaminn er þannig samsettur þegar kemur til dæmis að hjarta- og æðakerfinu, lungunum og þindinni að við þurfum á súrefni að halda í hvaða ástandi sem við erum. Fullorðnir sem sitja minna og stunda einhverja miðlungs til kröftuga hreyfingu, til dæmis ganga reglulega, hjóla, synda, skíða eða dansa, öðlast heilsufarslegan ávinning. Aðeins fáir lífsstílsvalkostir hafa jafnmikil áhrif á heilsuna og hreyfingin,“ segir Janus Guðlaugsson, doktor í íþrótta- og heilsufræðum og stofnandi Janusar heilsueflingar, sem hefur sérhæft sig í heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa.
Athugasemdir